Samtíðin - 01.10.1961, Side 14

Samtíðin - 01.10.1961, Side 14
10 SAMTÍÐIN varð alveg forviða og auk þess meir en litið lirædd. Ég trúði þvi nefnilega ekki, að Jakob hefði meint nokkuð með því, sem hann sagði, þegar hann var að biðja min. Ég klæddi mig i ofboði og varð að taka á því, sem til var, til að þora niður. Og þar voru þá foreldrar mínir að þrefa við foreldra Jakobs — og reyndar líka sín á milli — um framtið mína. Pahbi sagðist ekki vilja lieyra það nefnt, að ég færi að giftast Jakobi, fyrr en við hefðum kynnzt honum hetur og gengið úr slcugga um, livort ég vildi liann. Að öðru leyti gæti ég gifzt hvaða pilti í þorp- inu, sem vera skyldi. Mamma var miklu hagsýnni. Hún sagði, að ég gæti rnargt verra gert en að giftast honum Jaköbi, þvi að hann ætti nú hvorki meira né minna en þrjár rak- arastofur og lieilmikið af peningum! Hún sagði líka, að fólkið hans ælti bíl, svo að ef ég giftist honum, mundi ég geta lifað eins og greifafrú i stað þess að vera bara bláfátæk verkamannsdóttir. Ekki man ég til þess, að við Jakob legðum neitt til málanna, en þar kom, að mamma hafði sitt fram, og sýridist þá öllum nema mér, að hezt væri, að við giftumst tafarlaust. Ég var satt að segja alveg dauðskelk- uð yfir öllu þessu og vissi ekki mitt rjúkándi ráð. Ég átti engin spariföt, enga nælonsokka, alls ekkert, sem far- andi var í á sjálfan hrúðkaupsdaginn. En það, sem reið baggamuninn og kom mér til að fallast á allt þetta, var fegurð sunnu- dagsmorgunsins, sem blasti við mér, þeg- ar ég leit út um gluggann. Þetta var i júní. Oti var glaða sólskin, og þarna stóð bíilinn! Ég fór að hugsa um, að mamma og pabhi hefðu aldrei komið upp i einka- bíl, enda aldrei átt frí, og satt að segja fannst mér hálfgerð skömm að því að hafa af þeim þessa upplyftingu. Nú veitt- ist mér tækifæri til að bjóða þeim i bíl- ferð upp í sveit. Ég taldi víst, að þau myndu það alla ævi, — og það gera þau líka áreiðanlega. IJvað giftinguna snerti, áleit ég, að nógur tími væri til að hætta við hana, þegar við kæmum til Gretna Green. ALLT GEKK nú eins og í sögu. Ég fékk léðan einn af kjólunum hennar systur minnar. Einliver léði mér lika hatt og nælonsokka. Hver einasta spjör, sem ég var í, fengin að láni! Síðan tróðum við okkur inri i hílinn og ókum af stað til Gretna Green. Alla leiðina þangað sagði ég ekki aukatekið orð við mannsefnið mitt. Til þess var ég allt of skelkuð. Við komum allt of snennna á áfanga- staðinn. Þess vegna höfðum við nógan tíma til að lilast þar um. Og að þvi loknu kom troðfullur strætisvagn af liljóðfæra- leikurum — heil fræg dansliljómsveit — sem þusti út úr farkostinum og tók að tromma brúðkaupslag. Þarna var líka kominn blaðamaður frá Glasgow, og seinna sáum við, að hann hafði sett i blað sitt klausu um, að rússnesk stúlka hefði gifzt frægum hárskera, enda var Jakob mikilsvirtur iðnaðarmaður. Einn- ig taldi blaðamaðurinn mjög óvenjulegt i Gretna Green, að foreldrar beggja brúðhjónanna slcyldu hafa verið við- staddir giftingu þeirra. En allt var þetta mjög nýstárlegt fyrir mig. Ég vissi varla, livað var að gerast, því að alll fór frain í svo skjótri svipan. Mér fannst ég þvl aldrei hafa tíma til að skipta um skoðun, ])ótt ég fegin vildi. Og áður en varði var ég inn gengin í heilagt hjónaband! Það næsta, sem ég man, var, að við brúðhjónin kvöddum foreldra okkar, sem héldu aftur heim til sin. En við, ungu lijónin, urðum eftir í Gretna Green. Giftingu okkar Jakobs hafði horið svo hrátt að, að i fyrstu vorum við ókunnug- leg livort við annað. Við eyddum hveiti-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.