Samtíðin - 01.10.1961, Side 18

Samtíðin - 01.10.1961, Side 18
14 SAMTÍÐIN Pabbi hans gaf honum þá trompet, og leið ekki á löngu, áður Frankie hafði náð þeirri leikni á lúðurinn, að kennari hans var orðlaus af undrun. Frankie var svo heppinn, að lionum gafst vegna kunningsskapar tækifæri til að leika með hinni heimsfrægu sinfóniu- hljómsveit Fíladelfíu. Og ekki var hann nema 14 ára, þegar hann hafði upp á vasann samninga við margar frægar hljómsveitir, sem buðu honum að leika með sér við hátíðleg tækifæri. Jafnframt stofnaði drengurinn sína eigin' hljóm- sveit og lagði af stað með hana i tón- leikaför um Bandarikin. Frankie, sem brátt varð eftirlætisgoð táninganna vestan hafs, jók nú vinsæld- ir sínar jafnt og þétt og seldi heila hlaða af grammófónplötum. Auðvitað var dá- lílill rokk-keimur af efnisskrá hans, en ólíkt var hún samt fjölbreyttari en hjá öðfum uppáhalds-músíköntum æskunn- ar. Og Frankie þroskaðist með árunum. Einn góðan veðurdag hætti hann að leika á trompetinn og fór aftur að syngja. Smám saman skóp hann sér sinn eigin stíl, sem vakti jafnmikla aðdáun meðal eldri og yngri áheyrenda. í dag er Frankie Avalon glæsilegur, fullmótaður, nýtizku skemmtandi, fágaður, menntaður og ör- uggur til orðs og æðis, er hann stendur á söngpalli og kynnir nýtt lag. EINS OG öll eftirlætisgoð á hann sér fjölda gælunafna. Eitt þeirra er gull- drcngurinn, sem við höfum sett í fvrir- sögn þessarar greinar. Annað er konung- ur söngsins. Fleiri verða ekki talin hér. Frankie fær daglega 2—3000 bréf frá aðdáendum sínum. í mörgum þeirra eru stúlkur að biðja hans. Þær segjast ekki geta lifað án hans. Þær vita, að hann er kvenhollur og hefur gaman af stefnu- mótum — einkum við dökkhærðar blómarósir. En um hjónaband hugsar Frankie ekki að svo stöddu. Til þess er hann of önnum kafinn við að skapa sér sem öruggasta framtíð. Það var John Wayne, sem félck Frankie til að leika í stórmyndinni Alambo. Hann fer þar með hlutverk Smittvs, sendi- manns Davíðs Crocketts. Frankie ætlaði ekki að vilja hlutverkið, af því að hann hélt, að það væri ekki nógu stórt handa sér! En þegar Wayne fullvissaði hann um, að þetta væri eitt af aðalhlutverkum myndarinnar, lét bann til leiðast. Og ekki var töku myndarinnar lokið, þeg- ar Wayne bafði ráðið Frankie til að leika aðalhlutverk í næstu mvnd sinni: \ „Landi 1000 ævintýranna“. Amerískir kvikmyndahöldar, sjón- varpsforstjórar, næturldúbba- og fjöl- leikahúsaeigendur greiða Frankie Ava- lon í dag ævintýralegar fjárhæðir í kaup og keppast um að tryggja sér starfs- krafta hans. Að undanförnu hefur hann svifið eins og halastjarna um stjörnu- hvelfingu Bandaríkjanna. Og engar lík- ur eru til, að stjarna hans hrapi í. bráð, því að hann er engin dægurfluga. Hann er ungur, gáfaður og dugmikill listamað- ur, sem allir spá bjartri framtið. TollJjjónninn: „Hvað er á þessari flösku?“ Frúin: „Salmíakspíritus.“ ToIIarinn dró umsvifalaust tappann úr flöskunni og saup á henni. Þegar hann náði andanum aftur, sagði hann: „Það er alveg rétt hjá gður.“ Dómarinn: „A{ hverju skiluðuð þér ekki veskinu, sem þér funduð, þar sem það var merkt nafni og heimilisfangi eigandans?" Þjófurinn: „Af því ég fann það svo seint um kvöld, að ég vildi ekki gm'a honum ónæði. — Og morguninn eftir var veskið orðið tómt.“

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.