Samtíðin - 01.10.1961, Side 19
SAMTÍÐIN
15
^Jjöfniörgum ör^ugíeiLum farp aí íigrait á, en uíit er, aÉ:
fíráðum varður
flogiö til tunglsins
EINN af geimfarasérfræðingum
Bandaríkjanna, læknirinn og herforing-
inn Oliver K. Niess, fullyrðir, að enginn
vafi sé á því, að menn muni geta flogið
til tunglsins og annarra reikistjarna. Frá
tækni- og Iieilsufræðilegu sjónarmiði sé
þeim meira að segja ekkert að vanbún-
aði. Dr. Niess segir:
Fvrsta vandamál geimfarans er hin
mikla þygdaraukning líkamans, þegar
honum er skotið með ofsahraða út i
geiminn, og einnig þegar geimfarið liæg-
ir ferðina á leið til jarðar. Við höfum nú
sannprófað, að maðurinn þolir rúmlega
20 faldan þunga sinn stutta stund. Við
þeirri þyngdaraukningu verður hann að
vera búinn, ef liann af öryggisástæðum
skyldi þurfa að yfirgefa klefa sinn á
óhentugum tíma. Á upp- og niðurleið tí-
faldast þvngdarlögmálið, og manninum
finnst hann því 10 sinnum þvngri en
hann er í raun og veru. Er þá mjög erfitt
að hreyfa liandlegginn, sem vegur ef til
vill 100 kg. Á geimförum er hægt að
standast þann þunga með því að vera
spenntur fastur í þar til gerðan hæginda-
stól og hreyfa sig sem minnst þá stuttu
stund, er þunginn liefur aukizt svona gíf-
urlega.
En þegar komið er út i geiminn, ger-
breytist þetta. Þá hefst léttleikastigið.
Menn finna alls ekki til líkamsþungans,
°g er ])á um að gera að vera bundinn
við stólinn. Þá ruglast skyn manna á
bví, hvað sé upp eða niður. Menn geta
eins vel gengið um loft og gólf, og hlý-
antur, sem skilinn er eftir i lausu lofti,
liggur þar kyrr!
Menn venjast léttleikanum fljótt.
Nauðsynlegt er að hreyfa sig sem allra
léttilegast. Ef menn ætla að teygja sig
eftir einhverju, hættir þeim við að seil-
ast í fyrstu allt of langt, af því að þeir
mæta engri mótstöðu. En þetta venst
fljótt. Frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði
skiptir þetta engu máli. Blóðið streymir
um æðakerfið, eins og það er vant, en
hjartað slær hægar. Hugsanlegt væri að
koma upp geimsjúkrahúsi lianda hjarta-
veilu fólki. Þar myndi það hressast.
í geimför er ekki unnt að horða með
venjulegum hætti. Það er t. d. ekki hægt
að hella vatni úr glasi, því að vatnið
vegur ekkert. Hins vegar höfum við
geimfarar-eldhús, þar sem buff, svína-
kjöt og aðrir réttir eru settir í túbur.
Geimfarinn þrýstir matnum upp í sig
úr túbunum og getur rennt honum niður.
í geimför er nauðsynlegt að vernda
menn gegn áhrifum hita og kulda. Þeg-
ar geimfari er skotið á loft, myndast
1000° hiti á Celsíus við núningsmótstöð-
una. En svonefndur hitask'jöldur úr gler-
harðri keramík verndar geimfarann gegn
þessum ógurlega hita. Inni í klefa sínum
getur geimfarinn þó verið í venjulegum
einkennisbúningi. En geimfararbúning-
ur hans er sérstök öryggisráðstöfun.
Þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir er
geimför fífldjarft fyrirtæki. Það eitt, að
300.000 samsetningar skuli þurfa að vera
hárrétt settar saman, sýnir hezt, hvílíkr-
ar nákvæmni þarf að gæta.
Enn erum við á byrjunarstigi, hvað
allt þetta snertir. 900 km úti í geimnum,
eða þrisvar sinnum lengra en maðurinn