Samtíðin - 01.10.1961, Side 33
SAMTÍÐIN
29
ÚR EINU -
JENNIFER JONES,
dnHffi ameríska kvikmynda-
ÆT % dísin, er fædd 2. marz
** 1L 1919 í Tulsa í Oklahoma.
H jH Hún var upphaflega
gift leikaranum Rohert
W Walker, og eignuðust
þau tvö börn, en skildu 1945. Fjórum ár-
um seinna giftist Jennifer hinum kunna
kvikmyndastjóra David 0. Selznick, sem
fékk henni aðal kvenhlutverkið i stór-
myndinni „Vopnin kvödd“. Þau eiga
eina dóttur. Jennifer hlaut Oscar-verð-
launin árið 1939 fyrir leik sinn í mynd-
inni „Óður Bernadettu“. Síðast sást hún
hér í myndinni „Barrettfjölskyldan“,
þar sem hún lék skáldkonuna Elizabeth
Barrett Browning.
SKÖMMU eftir að kvikmyndaleikarinn
Clark Gable lézt, fékk ekkja hans, frú
Kay, 750.000 dollara ávísun. Var það
kaup Clarks fyrir leik hans í Monroe-
Miller-kvikmyndinni „The Misfits“. En
auk þess fékk ekkjan 48.000 dollara
ávísun frá United Artists, en það var eft-
irvinnukaup manns hennar i sambandi
við upptöku myndarinnar. Tölur þessar
sýna, að það er ekkert smáræðis kaup,
sem úrvalsleikurum er greitt í Holly-
'Wood. -— Frú Kay erfði sem svarar 1
milljón dollara eftir mann sinn.
ÁRIÐ 1960 voru 10 hnefaleikarar
drepnir i keppni. Eftir þvi að dæma eru
hnefaleikar lífshættulegir. Þeir eru tald-
lr það hættulegir, að víða um lönd er
það mál nú til athugunar, hvort ekki sé
rétt að banna þá. I Belgíu hefur verið
kannað að hafa þá að atvinnu, og í New
York riki var nýlega uppi tillaga um að
banna kappleika atvinnuhnefaleikara.
SÍÐAN skáldið Arthur Miller og Mari-
lyn Monroe skildu, hefur skáldið verið
mjög athafnasamt við ritstörfin. Tvo
fyrstu mánuðina eftir skilnaðinn samdi
Miller smásögu, fyrsta þátt leikrits og
handrit að heilli kvikmynd. Til sam-
anhurðar má nefna, að þau 5 ár, sem
hann var kvæntur Marilyn, skrifaði liann
ekki nema eitt kvikmyndahandrit. Það
var allt og sumt.
FRAKKAR hafa í fyrsta sinn í sögu
frimerkjanna látið prenta frímerki af
nunnu, móður Elisabeth. Er þetta eitt
af frímerkjum þeim, sem gefin hafa
verið út í ár til minningar um „hetjur
andspyrnuhreyfingarinnar“ •— Héros de
la Résistance — frá þvi í styrjöldinni
1939—’45
Elisabeth var príórissa í Lyon. Gesta-
po handtók hana 26. marz 1945, reif af
henni búning hennar og leyfði henni að-
eins að vera i svörtu baðmullarpilsi.
Príórissan bauðst til að fara í þýzkar
fangabúðir í stað ungrar stúlku, Luce
að nafni, sem hún þekkti. Iiún var síðan
líflátin í fangabúðunum.
Frímerkið verður vafalaust mjög
verðmætt, því að það er prentað í litlu
upplagi, og mun verða keypt upp af
söfnurum um víða veröld. Skyldi nokk-
ur ísl. frímerkjasafnari eignast það?
SOPHIE LOREN segist halda, að tízku-
frömuðirnir líti fremur á mannslíkamann
sem óvin, er þeir verði að sigrast á, held-
ur en vin, sem þeir eigi að leiða í ljós, að
sé fagur!
- í ANNAÐ