Samtíðin - 01.10.1961, Side 11
SAMTÍÐIN
7
máli gegnir, þegar veriö er í baði. En
á eftir er rétt að bursta húðina vand-
lega með horðum bursta, einkum oln-
liogana og linén, sem einnig á að bera
handáburð á, þegar gengið er til hvild-
ar á kvöldin.
Margt kvenfólk burstar neglur á hönd-
um, en ekki þarf síður að bursta negl-
ur á tám. Burstið einnig vandlega iljarn-
ar og hælana til þess að koma i veg fyrir,
að húðin þykkni þar og harðni. Ef þú
burstar hárið, verður það mjúkt og liðað.
Þú ferð á dansleik
og reynir áður að snyrta þig sem bezt. En
á dansleik er það ekki sizt baksvipur
þinn, sem mest er tekið eftir. Þess vegna
þarf að vanda vel til hárgreiðslunnar, og
ef kjóllinn er fleginn að aftan, þarf að
hreinsa og nudda húðina á hálsi og baki
með nægum fyrirvara.
Einnig þarf að athuga vel bakið á
ballkjólnum. Ef þú hefur verið í honum
áður, skaltu atliuga, hvort ekki sést þar
far eftir hendur karlmanna. Ef kjóllinn
er stuttur, þarf að athuga vel, hvort sokk-
arnir fara nógu vel. Eftir því taka karl-
nienn fljótt. Eins verða hælarnir á skón-
um að vera mátulega liáir, miðað við
vöxt þinn og kjólinn. Sokkabandabelti
þitt má ekki vera svo þröngt, að felling-
ar myndist í húð og holdi.
★ Kvartað um undirhöku
LÓA skrifar mér og biður um ráð til
að losna við undirhöku. Hún segist vera
23ja ára gömul.
SVAR: Þér og öðrum, sem eins stend-
ur á fyrir, vil ég segja þetta: Borðið
minna, einkum af því, sem er fitandi, og
venjið ykkur á að l)era höfuð hátt í bók-
staflegri merkingu. Fólk getur fengið
Undirhöku af þvi einu að venja sig á að
vera mjög álútt.
Iskyggilegur aldursmunur
MÓÐIB skrifar: Freyja mín. Ilvað á
ég að gera? Dóttir mín er orðin ástfang-
in í pilti, sem er 11 árum yngri en hún,
og vill óð giftast. Mér lirýs hugur við
þessu, því þótt ótrúlegt megi virðast, hef-
ur staðið alveg eins á fyrir mér! Maður-
inn minn var 10 árum yngri en ég, og
hann vfirgaf mig og tók saman við miklu
yngri konu. Ég liafði sannarlega ekki
ætlað mér að skipla mér af ástamálum
barnanna minna. En nú er mér nóg boð-
ið. Ég sé fyrir mér hjónaskilnað dóttur
minnar eftir 10—12 ár. Það er eins og
þetta séu álög á okkur mæðgunum. Hvað
á ég að gera?
BUTTEBICK-snið nr. 9879 í stærðunum 7—14.
Smekklegur skólafatnaður á telpur. Sniðin fást
hjá SÍS, Austurstræti 10 og kaupfélögunum um
land allt.