Samtíðin - 01.10.1961, Side 17
SAMTlÐIN
13
GULLDRENGURINN
I HOLLYWOOD sjá menn alls ekki
sólina fyrir honum um þessar mundir
og spá honum meiri frægð en nokkrum
öðrum. Þeir liafa kallað liann Frank
Sinatra 7. tugs aldarinnar. Þeir segja, að
hann sé söngvarinn, sem kann þá list að
hrífa áheyrendur sina, leikarinn, sem
troðfýlla muni hálftóma peningakassa
kvikmyndahúsanna. Frankie Avalon er
ungi maðurinn, sem ilroadway og sjón-
varpsstöðvarnar vestan hafs hafa und-
anfarið verið að leita að með logandi
ljósi. >
Næsta ár er von á mörgum grammó-
fónplötum, sem Frankie hefur sungið
inn á, og að minnsta kosti tveim kvik-
myndum: „Guns of the Timberland“,
þar sem hann leikur með Alan Ladd, og
stórmyndinni „The Alambo“, sem kost-
að hefur upp undir 500 milljónir króna.
Það má því búast við, að Frankie-hrifn-
ingin herist til Evrópu innan tíðar.
ÆVINTÝRIÐ hófst seinni hluta laug-
ardags 1945. Einn af stóru skemmtistöð-
unum í Fíladelfíu var að prófa væntan-
lega skemmtikrafta og hafði, eins og
venja er til, hoðið öllu ungu fólki, sem
nolckra söngrödd liafði, að koma upp á
pallinn og spreyta sig á að taka lagið.
Niðri í salnum sat Frankie Avalon, 6
ára gamall. Ilann hafði æft fyrir þetta
próf lag, sem hét „Gefðu mér fimm mín-
útur í viðbót“. En þegar hann var kall-
aður upp á söngpallinn, var hann svo
miður sín af feimni, að liann lét alls ekki
á sér bæra. Æfingastjórinn varð að fara
niður í sal til hans að telja i liann kjark,
áður en hann fengist til að koma fram
í birtuna frá kastljósunum. En Frankie
söng lagið sitt og vann verðlaunin, fall-
egt, rautt reiðhjól.
Siðan eru liðin 16 ár, og nú hlikar
nafn hans stórum stöfum á Ijósaskilt-
unum á Rroadway og í Hollywood. Nú
kemur hann iðulega fram í eigin sjón-
varpsdagskrá og aulc þess oft með öðr-
um frægum leikurum í hæst borgaða
auglýsingasjónvarpinu.
Frankie Avalon er undrabarn Banda-
rikjanna í dag. Tónlistaráhugann hlaut
hann í vöggugjöf. Fyrst vildi hann syngja,
en seinna endilega leika á trompet.