Samtíðin - 01.10.1961, Side 27
SAMTÍÐIN
23
Ingólfur Davíðsson: Ú rílii ndttúfunnar /8. <j.rein
★_______ER GROÐUR LANDSINS NORÐLENZKUR ?
„ÞÚ ÁLFU VORRAR YNGSTA
LAND“, kvað Hannes Hafstein og mun
vera sannmæli. Samt er landið furðu
gamalt, miðað við sögu þjóðarinnar.
Elzta bergið er talið vera á Austfjörðum
og Vestfjörðum. Jurtaleifar í surtar-
brandslögum neðantil í blágrýtislögun-
um benda til margra tugmilljóna ára
aldurs. Hvað er 11 hundruð ára ævi ís-
lenzku þjóðarinnar í slíkum saman-
burði?
Misjafnir tímar hafa gengið yfir land-
ið bæði fyrr og síðar. Fyrir 50—70 millj-
ónum ára, aftur í grárri forneskju, var
loftslag á Islandi miklu lilýrra en nú.
Þá uxu hér stórskógar suðrænna trjáa, t.
d. beyki, hlynur, eik risafurutegundir o.
s. frv. En líklega hafa engir menn litið
þessa skógardýrð.
Smám saman kólnaði. Laufskógurinn
vikur fyrir barrskógum. Jökull tekur að
hylja hluta landsins um skeið. Síðan
kemur liinn eiginlegi jökultími, sem með
hvíldum stóð yfir i nær milljón ár. Frá
þeim tíma eru kunnar á íslandi menjar
þriggja ísalda og tveggja hlýviðrisskeiða
á milli. Skógarnir miklu dóu að mestu.
Aðeins liinar harðgerðu tegundir: birki,
elri og viðir lifðu fyrstu isöldina af. Hafa
leifar þeirra frá fyrra hlýviðrisskeiðinu
fundizt í jarðlögum í Grundarfirði, Víði-
dal og í Öræfum, þ. e. í þrem landsfjórð-
Ungum.
Næsta ísöld er talin hörðust. Þá dó
elrið út, en birki og víðir hjörðu. Talið
er, að fjölmargar jurtategundir hér á
landi liafi lifað af síðustu ísöld og sé nú-
Verandi gróður landsins, fjarri hyggð, að
niestu afkomandi þeirra. Langstærsta
jökulfria svæðið á síðustu ísöld er talið
hafa verið á Norðurlandi, þ. e. „Eyja-
fjarðarsvæðið“, aðallega fjalllendið milli
Skagafjarðar og Skjálfanda, alla leið
norður í Grímsey, sem þá hefur sennilega
verið áföst meginlandinu. Á þessu Norð-
urlandssvæði hefur þá verið þurrt megin-
landsloftslag, líkt og nú á Norður-Græn-
landi. Sunnan lands var úrkomusamara
og meiri jöklar. Minni islaus svæði hafa
t. d. verið austan lands og við Hvalfjörð.
Samkvæmt þessu liafa aðal gróðursvæði
landsins í þann tíma að likindum verið
nyrðra, og frá Eyjafjarðar og Grímseyj-
arsvæðinu hefur síðan aðalgróðurinn
breiðzt eftir ísöld.
Ef til vill ræktum við fornt „Grímseyj-
arbirki" í görðum okkar nú á 20. öld!
Enn þá er Eyjafjarðarhérað mjög gróður-
auðugt. En Grimsey er nú fremur teg-
undafá (um 115 blómjurtategundir og
byrkningar), enda er þar nú stormasamt
„úthafsloftslag“, erfitt uppdráttar gróðr-
inum. Birkið er þaðan horfið, og mjög
lítið mun vera um víði og lyng. Fyrir
því liafa m. a. beit og hrísrif séð. En lofts-
lag Grímseyjar hefur, eins og fyrr var
nefnt, líklega verið allt annað á ísöld.
Þá hefur eyjan ásamt Eyjafjarðarsvæð-
inu, ef til vill verið „gróðrarstöð“ Is-
lands.
Á þeim sennilega um 10 þúsund ár-
um, sem liðin eru, síðan meginjöklar
ísaldar bráðnuðu, hefur gróðurinn
breiðzt út og jafnazt um landið. Ekki
bafa þó allar tegundir náð að dreifast um
allt landið. Hefur t. d. sérhver lands-
fjórðungur vissar einkennisjurtir. Aust-
urland hefur t. d. bláklukkuna, sem vex