Samtíðin - 01.10.1961, Side 23
SAMTÍÐIN
19
lúxusbíl, sem hamingjan mætti vita,
hvernig fenginn væri!
Gamli fornsalinn var loks farinn að
trúa ýmsu af þessu rausi. Ekki sízt því,
að uppmælingar væru óverjandi fjár-
dráttur. Og nú sá hann lát rægikarlsins
í blaðinu. Andlátsfregnin kom yfir öld-
unginn eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Hann lá veikur, þegar hann las hana.
Samt beið hann ekki boðanna, en kall-
aði á vinnustúlkuna og skipaði henni
að fara undir eins niður í banka og taka
út alla peningainnstæðu sína. „Farðu
með þessa tösku undir seðlana,“ sagði
hann og benti á gömlu skjalatöskuna
sína.
Stúlkan kom aftur eftir góða stund
með seðlabúntin í töskunni. Öldungurinn
borgaði henni þriggja mánaða kaup fyr-
irfram og sagði henni svo upp vistinni.
Hann kvaðst vilja dejTja einsamall i friði
og ró.
I sannleika sagt hafði þessi gamli forn-
sali aldrei ált neina vini. Jafnvel kona
hans hafði ekki elskað hann. Skuggi
hjákonunnar hafði lengst af hvílt á sam-
búð þeirra. Dóttir karlsins hafði brugð-
izt honum, enda hlaupizt á brott með blá-
ókunnum, amerískum kynblendingi. Hjá-
kona hans hafði alla tíð haft hann að fé-
þúfu. Og þ essir náungar, sem liann hafði
i'ausnazt við að ánafna eigur sínar, voru
ekki annað en viðbjóðsleg snikjudýr, sem
heðið höfðu þess með óþreyju, að hann
lirykki upp af.
Sjúklingurinn var orðinn einn í hús-
*nu, og hann íhugaði nú sitt ráð. Var
annars nokkurt vit í að fara að arfleiða
þennan málara að eigum sínum? Eftir
því, sem meðerfinginn sálugi hafði sagt
honum, var þetta nýríkt skoffín, sem
honum fannst sizt góðra gjalda vert. Nei,
nú skyldi hann þó loks gera hreint fyrir
sínum dyrum.
Með veikum burðum staulaðist gamli
Ný gerð
AUTO-LITE
rafkerlanna
þýðir betn
ræsingu og
jafnari gang
vélannnar.
Þ. Jónsson & Co.#
Brautarholti 6.
Símar 19215 — 15362.