Samtíðin - 01.10.1961, Side 21
SAMTÍÐIN
17
-S fjánnáium er marcjl brallad,
oy hér lemur itutt
Sttfjti ttf
ERFÐASKRÁ
FJÖRGAMALL MAÐUR andaðist ný-
lega á elliheimili. Hann var búinn að
dveljast þar nokkur ár, og allir urðu
dauðfegnir að losna við hann, ekki sízt
framfærslufulltrúar bæjarins, því að
þelta var alger öreigi.
Meðan liann var og hét, hafði hann
verið fornsali í bænum og efnazt sæmi-
lega á braskinu. Og þegar hann tók að
reskjast, fannst honum viðkunnanlegra
að gera. erfðaskrá. Hann var þá kvæntur
og átti eina dóttur barna. Konu sinni
ánafnaði hann hús sitt og innanstokks-
muni, en þeim peningum, sem hann
kynni að láta eftir sig, skjddi skipt jafnt
milli konu lians og dóttur að frádregn-
um 5 þúsund krónum til Dýraverndun-
arfélagsins og öðrum 5 þús. lcr. til konu
nokkurrar, sem fornsalinn hafði lengi
átt vingott við. Svo átti málverk af hon-
um sjálfum að ganga til Minjasafns bæj-
arins.
En lífið fer sínu fram í trássi við á-
kvarðanir okkar mannanna. Einn góðan
veðurdag varð kona fornsalans bráð-
kvödd, þar sem hún sat frammi í eldhúsi
og var að lesa Moggann með morgun-
kaffinu!
Að útför frúarinnar afstaðinni var
ekki um annað að ræða en breyta erfða-
skránni. Að þessu sinni ánafnaði forn-
salinn dóttur sinni obbann af eigum
sinum, en hækkaði jafnframt arfinn til
vinkonu sinnar um helming.
Svo kom stríðið. Dóttirin fór í ástand-
ið, giftist síðan grunsamlega þeldökkum
Ameríkana og fluttist, áður en varði,
vestur um haf. Allt þetta brambolt í stelp-
unni var auðvitað eitur í beinum karls-
ins, föður hennar. Hann hikaði þvi ekki
við að gerbreyta erfðaskrá sinni einu
sinni enn og gerði nú dóttur sina arflausa.
Hvern þremilinn átti hún líka að gera
við reyturnar lians þarna vestur i Ame-
riku, þar sem rúsínurnar uxu á trjánum,
olían rann viðstöðulaust upp úr iðrum
jarðarinnar og gullið glóði í námunum?
En einhverjum varð fornsalinn að á-
nafna þessar reytur. Hann renndi hugan-
um vfir vinahóp sinn. Þar var ekki um
auðugan garð að gresja. Samt fann hann
fjóra menn, sem höfðu verið honum
góðir. Einn var málari, sem alltaf hafði
málað liúsið lians fjórða hvert ár. Annar
var tryggur viðskiptavinur i fornsölunni.
Hinir tveir höfðu einlivern tíma vikið
góðu að honum; hann mundi ekki hve-
nær. Þessum fjórum mönnum ánafnaði
hann hús sitt eftir sinn dag. Síðan hækk-
aði hann peningaarfinn til Dýraverndun-
arfélagsins og hjákonunnar, sem svaraði
vísitöluuppbót. Að því loknu tilkynnti
hann væntanlegum erfingjum sínum
þessar ráðstafanir. Fjórir þeir fyrst
nefndu urðu bæði glaðir og undrandi,
eins og vænta mátti.
Næst bar það til tíðinda, að hjákona
fornsalans hrökk upp af. Þar með var
hún úr leik. Og ekkert fréttist af dóttur-
inni i Ameríku. Þó hafði gamli maður-
inn hlerað eftir krókaleiðum, að henni
liði sæmilega og ætti orðið fjögur börn.
Enn varð hann að breyta erfðaskránni.
Erfðahlutur hjákonunnar féll að sjálf-
sögðu niður. Og þar sem fornsalan var
nú tekin að ganga saman og karlinn óð-
um að verða óvinnufær, þótti honum
ekki taka því að ráðstafa peningum sín-
um sérslaldega. Hann lét arfinn til Dýra-
verndunarfélagsins haldast óbreyttan.