Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 16
16 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði
segja meirihluta Samfylkingarinn-
ar hafa stundað glannalega fjár-
málastjórn og það sjáist glögglega
í fjárhagsáætlun næsta árs.
„Eftir fall bankanna fyrir rúmu
ári hefur Samfylkingin, þrátt fyrir
traustan meirihluta, ekki treyst
sér til að fara í hagræðingu nema
hafa fulltrúa minnihlutaflokkanna
með í ráðum. Samfylkingin reynir
einnig að skýla sér bak við banka-
kreppuna sem orsök fjárhags-
vanda Hafnarfjarðarbæjar nú.
Sannleikurinn er hins vegar sá, að
hér í Hafnarfirði fór meirihlutinn
offari í framkvæmdum og útgjöld-
um og jók stöðugt skuldasöfnun til
að halda uppi of háu framkvæmda-
stigi á þenslutímum,“ segir í bókun
sjálfstæðismanna við afgreiðslu
fjárhagsáætlunarinnar.
Sjálfstæðismenn benda meðal
annars á að frá því að Samfylk-
ingin tók við stjórninni í Hafnar-
firði árið 2002 hafi skuldir bæj-
arins nær þrefaldast. Skuldir og
skuldbindingar séu nú 37 milljarð-
ar króna eða 1,4 milljónir á hvern
íbúa. Að meðaltali nemi skuldir á
íbúa í sveitarfélögum landsins hins
vegar 700 þúsund krónum. „Hafn-
arfjörður er orðið eitt skuldsett-
asta sveitarfélag landsins og sendi
eftirlitsnefnd sveitarfélaga bréf í
október síðastliðinn þar sem óskað
er upplýsinga og skýringa hvernig
brugðist verði við erfiðri fjárhags-
stöðu Hafnarfjarðarbæjar.
Ein verstu mistök sem gerð
hafa verið í fjármálastjórn bæjar-
ins voru þegar Samfylkingin gekk
ekki að tillögu Sjálfstæðisflokks-
ins í september 2007 um að selja
hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suð-
urnesja þá þegar. Ef Samfylking-
in hefði ekki verið haldin ákvarð-
anafælni væru skuldir bæjarins
um 15 milljörðum króna lægri.
Þess í stað fóru þeir peningar sem
Orkuveitan greiddi nú í desember
í að greiða yfirdrátt hjá banka og
einnig viðskiptaskuldir sem stofn-
að var til á árinu.“
Samkvæmt fjárhagsáætluninni
á reksturinn eftir fjármagnsliði
að verða jákvæður um 247 millj-
ónir króna á árinu 2010. Gert er
ráð fyrir því að útkoman fyrir árið
2009 verði hins vegar neikvæð
um 1.552 milljónir sem meirihluti
Samfylkingarinnar segir vera
vegna óhagstæðra gengis- og verð-
lagsbreytinga. „Sjálfstæðisflokk-
urinn í Hafnarfirði ætti að líta í
sinn eigin rann þegar kemur að
umræðu um skuldamál og ábyrga
efnahagsstjórn umliðins áratugar
og hvar höfuðábyrgð á efnahags-
hruni þjóðarinnar liggur. Nýleg-
ar yfirlýsingar formanns flokks-
ins þeirra um mistök, valdaþreytu
og ábyrgð tala þar skýrustu máli,“
sögðu Samfylkingarmenn í bókun.
gar@frettabladid.is
Sagðir skýla
óstjórn með
bankahruni
Bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna segja Hafnar-
fjörð eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins vegna
óstjórnar Samfylkingarinnar. Sjálfstæðismenn líti í
eigin rann, svara fulltrúar Samfylkingarinnar.
HAFNARFJÖRÐUR Reiknað er með að rekstur bæjarins í Hafnarfirði hafi verið
neikvæður um 1.552 milljónir króna í fyrra en að reksturinn verði jákvæður um 247
milljónir á árinu 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BRETLAND Tveir fyrrverandi ráð-
herrar Verkamannaflokksins í
Bretlandi vilja að skorið verði úr
um hversu mikils fylgis Gordon
Brown forsætisráðherra nýtur í
raun innan flokksins.
Í bréfi, sem þau Geoff Hoon og
Patricia Hewitt sendu þingmönn-
um flokksins, segja þau alvarleg-
an ágreining meðal flokksmanna
um forystu Browns og leggja til
að haldin verði leynileg atkvæða-
greiðsla meðal flokksmanna, þar
sem í eitt skipti fyrir öll fáist úr
því skorið hvort Brown hafi í
raun nægilegt fylgi flokksmanna
til að leiða Verkamannaflokkinn
í næstu kosningum, sem halda
þarf í síðasta lagi næsta sumar.
Tillaga þeirra Hoons og Hewitts
virkar í reynd sem vantrauststil-
laga á formann flokksins og þykir
veikja stöðu hans innan flokksins,
hvort sem farið verður að tillögu
þeirra eða ekki.
Verkamannaflokkurinn þykir
eiga litla möguleika á sigri í þing-
kosningunum eftir samfellda
stjórnarsetu siðan 1997, fyrst undir
stjórn Tony Blairs en síðan Browns
sem tók við í júní 2007. Breska
útvarpið BBC hafði þó eftir Tony
Lloyd, formanni þingflokks Verka-
mannaflokksins, að enginn áhugi
væri fyrir leynilegri kosningu
meðal þingmanna flokksins. - gb
Gordon Brown sætir þrýstingi frá félögum sínum:
Ígildi vantrauststillögu
LEONARDOCOMENIUSERASMUSGRUNDTVIG
LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB
Leonardó áætlunin: Dunhaga 5 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4900
Erasmus, Comenius, Grundtvig: Háskólatorg | 101 Reykjavík | Sími: 525 4311
LÝST ER EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI
Í MENNTAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS
Menntaáætlun Evrópusambandsins styrkir menntun og þjálfun á öllum
stigum, frá leikskóla til háskóla auk fullorðinsfræðslu:
COMENIUS - leik-, grunn- og framhaldsskólastig ERASMUS - háskólastig
LEONARDO - starfsmenntun GRUNDTVIG - fullorðinsfræðsla
UMSÓKNARFRESTIR ÁRIÐ 2010 ERU EFTIRFARANDI:
ÁÆTLUN UMSÓKNAFRESTUR
Comenius og Grundtvig - endurmenntun 1 15. janúar 2010
30. apríl 2010
15. september 2010
Comenius - aðstoðarkennarar 29. janúar 2010
Leonardo - mannaskiptaverkefni 5. febrúar 2010
Jean Monnet áætlunin 12. febrúar 2010
Comenius, Grundtvig og Leonardo - samstarfsverkefni 19. febrúar 2010
Comenius – svæðasamstarf 19. febrúar 2010
Grundtvig – vinnustofur 19. febrúar 2010
Leonardo – fjölþjóðleg yfirfærsluverkefni 26. febrúar 2010
Comenius, Erasmus, Grundtvig og Leonardo
– miðstýrð fjölþjóðleg tilrauna-, net- og stoðverkefni 26. febrúar 2010
Þveráætlanir – rannsóknir, tungumál,upplýsingatækni,
stefnumótun og dreifing verkefnaniðurstaðna 26.febrúar 2010
Erasmus – stúdenta- og starfsmannaskipti og
hraðnámskeið (frestur háskóla) 12. mars 2010
Grundtvig – aðstoð, sjálfboðaliðaverkefni 31. mars 2010
Námsheimsóknir - stefnumótun fræðslumála 31. mars 2010
15. okt. 2010
Í tengslum við Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun árið 2010 eru
fyrirtæki, stofnanir og samtök sem vinna náið með einstaklingum sem standa
höllum fæti, s.s. ungu atvinnulausu fólki, fötluðum og minnihlutahópum,
sérstaklega hvött til að skoða tækifæri fyrir þessa hópa til þátttöku í áætlununum.
Allar nánari upplýsingar um umsóknarferlið og umsóknarfresti fyrir árið 2010 eru á
heimasíðu Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB, www.lme.is.
Áhugasamir eru eindregið hvattir til að hafa samband við starfsfólk Landskrifstofunnar til að
fá ráðgjöf við undirbúning umsókna.
Viltu hætta að reykja?
Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir
einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 18. janúar 2010.
Hægt er að skrá sig í síma 540 1900 eða á netfangið reykleysi@krabb.is
Nánari upplýsingar á www.krabb.is/reykleysi