Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 20
Borgarbókasafnið er fyrirtaks afþreyingar- staður fyrir fjölskyld- una um helgar þar sem barnadeildin er með sérstakt leik- svæði fyrir yngstu kyn- slóðina. Skírteini fyrir börn og unglinga eru ókeypis til 18 ára ald- urs og jafnframt mega þau hafa fimmtán gögn að láni í einu. www.borgar- bokasafn.is SÖNGHÁTÍÐ verður haldin í Húnaveri á laugardag en þá halda Samkórinn Björk, Kór Blönduóskirkju, Rökkurkórinn og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sameiginlega söngskemmtun. Skemmtunin hefst klukkan 20.30 en húsið verður opnað klukkan 20.00. Borgarbúum, sem langar að prófa nýjar sundlaugar, er bent á skemmti- legan bíltúr sem hægt er að fara út fyrir borgina en Vatnaveröld í Reykja- nesbæ er yfirbyggður vatnsleikja- garður. Þar eru leiktæki fyrir yngstu kynslóðina í 50 metra vatnaver- öld en auk þess er hægt að fara í 25 metra útilaug, heita potta og gufu. Laugin er opin frá 8-18 um helgar. Nánari upplýsingar eru á www.sundlaugar.is Fjölskylduparadís í Vatnaveröld Í REYKJANESBÆ ER SKEMMTILEGUR VATNSLEIKJAGARÐUR FYRIR BÖRN Vatnaveröld í Reykjanesbæ nýtur mikilla vinsælda á meðal barna. Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opið virka daga 10-18 Laugard.-sunnud. 12-16 Startarar fæst í Sólningu Kópavogi, Njarðvík, Selfossi og Barðanum Skútuvogi Startaðu betur í vetur TUDOR rafgeymirinn er hannaður til að lifa allan veturinn af. Forðastu óvæntar uppákomur. TUDOR rafgeymar - betra start í allan vetur! „Við byrjum jafnan fundina á litlu hagyrðingamóti þar sem þrír ein- staklingar hafa úr þremur yrkisefn- um að spila. Oft koma fram ágæt- ar vísur enda hafa menn haft tíma frá síðasta fundi til að yrkja þær og þurfa ekki að hreyta þeim úr sér umhugsunarlítið. Að þessu sinni sjá tveir Sigurðar og einn Sigmund- ur um kveðskapinn undir forystu Helga Zimsen,“ byrjar Steindór lýsingu sína á dagskrá kvöldsins. Hann segir um venjulegan fund að ræða hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni sem haldnir séu reglulega á föstudögum í Gerðubergi í byrjun hvers mánaðar og séu opnir gestum og gangandi. Í prentaðri dagskrá stendur að Unnur Kolbeins, heiðursfélagi í Iðunni, ætli að flytja kveðskap og vísur úr sinni sveit á samkomu kvöldsins. Steindór er inntur eftir hvaða sveit það sé. „Hún Unnur er dóttir Kolbeins í Kollafirði, merkis- kona og móðir Þórunnar Sigurðar- dóttur leikskálds og Jóns fyrrver- andi ráðherra,“ svarar hann og heldur ótrauður áfram. „Svo mun Sigmundur Benediktsson fara með áramótabrag eftir sjálfan sig ásamt fleiru. Sigmundur býr á Akranesi og er mikill hagyrðingur, einn af þeim sem leikur það létt á tungu að gera vísur.“ Þá á Steindór auðvelt með að kynna til sögunnar næsta flytjanda sem tilgreindur er á dagskránni, Rósu Jóhannesdóttur, sem kveður áramótavísur. „Rósa er hálfsystir mín, fiðluleikari, kennari og söng- kona. Hún er öll að koma til í kveð- skapnum. Stundum er það þannig að ef menn eru búnir að ofmennta sig í sönglistinni þá eiga þeir bágt með að ná takti við rímurnar en Rósa hefur tileinkað sér þær ágæt- lega. Svo eru rímnalögin misjöfn og sum þeirra melódískari en önnur, þannig að menn geta svolítið valið sér viðfangsefni með það í huga.“ Bára Gríms og Chris Foster eru landsþekkt hæfileikafólk, þau flytja nokkur lög á fundinum í kvöld. Eftir það verður almennur söngur þar sem áramótalög verða tekin til flutnings við undirleik Bjarna Valtýs Guðjónssonar, org- anista á Mýrum vestur. Sá er frá Svarfhóli í Hraunhreppi að sögn Steindórs. „Það getur orðið alveg ágætis skemmtun að koma þarna og ekki kostar það neitt,“ segir hann. „Nema hvað fólk þarf að borga ef það ætlar að fá sér kaffi í hléinu og kökur að eigin vali í kaffistofu Gerðubergs.“ gun@frettabladid.is Ort og kveðið við áramót Hagyrðingar og kvæðamenn í Iðunni halda fræðslu- og skemmtifund í Gerðubergi í kvöld sem er öllum opinn. Dagskráin verður með léttum áramótabrag að sögn Steindórs Andersen sem stýrir henni. Kvæðalagaæfingar eru ávallt haldnar tveimur kvöldum fyrir skemmtifundina, ein slík var síðasta miðvikudagskvöld. MYND/GUN. „Rímnalögin eru misjöfn og sum þeirra melódískari en önnur,“ segir Steindór Ander- sen kvæðamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.