Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 18
18 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Að treysta kjósendum Forseti Íslands sat fyrir svörum í þætti breska sjónvarpsmannsins Jeremy Paxman á BBC á miðvikudagskvöld. Paxman saumaði að forsetanum og sagði að með því að vísa Icesave- lögunum í þjóðaratkvæði hefði Ólafur Ragnar bætt gráu ofan á svart. Forset- inn hélt ekki. „Þú verður að hafa trú á lýðræðislegu ferli,“ sagði hann. „Í Frakklandi, Írlandi og mörgum ríkjum Evrópusambandsins er þjóðarat- kvæðagreiðsla hluti lýðræðislegrar hefðar. Ég veit að í Bretlandi hafið þið ekki reynslu af því að treysta kjósandanum í þjóðaratkvæða- greiðslu, en alls staðar í Evrópu eru þjóðir sem treysta fólki til að greiða atkvæði í þjóðarat- kvæðagreiðslu og það sem ég gerði var einfaldlega að fylgja þeirri hefð.“ Breska hefðin Lítum aðeins nánar á þessa fullyrð- ingu. Á Bretlandi hafa verið haldnar að minnsta kosti níu þjóðaratkvæða- greiðslur frá árinu 1973. Kosið hefur verið um ýmiss konar mál, til dæmis um stöðu Norður-Írlands innan kon- ungsveldisins og þátttöku Bretlands í Evrópusam- bandinu. Íslenska hefðin Á Íslandi hefur fimm sinnum verið gripið til þjóðaratkvæðagreiðslu, síð- ast árið 1944 þegar haldin var tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám sambandslaganna og setningu nýrrar stjórnarskrár. Með öðrum orðum hefur ekki verið haldin þjóðarat- kvæðagreiðsla hér á landi á gervöll- um lýðveldistímanum. Árið 1944 var kosningaaldur 21 ár, sem þýðir að yngsti Íslendingurinn sem tekið hefur þátt í þjóðaratkvæða- greiðslu er nú á 87. aldursári. Svo vel hefur íslenskum kjósendum verið treyst. bergsteinn@frettabladid.is Auglýsingasími – Mest lesið Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um að skrifa ekki undir Icesave- ábyrgðina er ágæt að þremur ástæðum. Að öllu öðru leyti er hún vond. En við skulum horfa á björtu hliðarnar: Í fyrsta lagi dregur ákvörðun Ólafs fram að Ísland er í raun stjórnlaust. Forsetinn, þing- ið, ríkisstjórnin – einnig fjöl- miðlar, meira að segja kirkj- an – velkjast um í róstursömu almenningsálitinu, sem aftur stjórnast af sjálfsréttlætingu, heift og harmakveini um að allt sé öðrum um að kenna. Veik- leikar hins formlega valds eru eðlileg afleiðing misbeiting- ar stjórnmálaforingja – hinna sterku manna – á stjórnkerf- inu allt frá tíma heimastjórnar. Íslendingar eru Perónistar og Gaulistar. Þeir hafa meiri trú á töframönnum en valddreifðu stjórnkerfi. Af þeim sökum hafa stjórnmálahöfðingjar kom- ist upp með að beygja undir sig flokka, sem aftur mylja undir sig ríkisstjórnir, sem aftur kúga þingið, dómstólana og stjórn- kerfið. Eftir hrun er ekki lengur samstaða um þetta peróníska sístem. En það er heldur engin samstaða um hvað á að taka við. Fyrir ári vaknaði krafa um stjórnlagaþing til að finna út úr hvert skyldi stefna. En þjóðin kaus frekar að pexa um Icesave. Ákvörðun Ólafs Ragnars dregur skýrt fram að ekki er hægt að fresta því lengur að endurskoða stjórnarskrá og byggja á henni nýtt lýðveldi. Það er gott að það sé orðið ljóst. Í öðru lagi dregur ákvörðun Ólafs fram að það er ekkert að marka málflutning stjórnarand- stöðunnar. Hún valdi sér Icesa- ve af því hún taldi það gott tæki til að berja á ríkisstjórninni og minnka pólitíska inneign henn- ar. Í þeim leik skipti engu hvað var satt og hverju var logið. Stjórnarandstaðan lét í það skína, að í Icesave væru fundn- ar skuldir óreiðumannanna sem amma Davíðs vildi ekki borga. Síðustu daga hefur hins vegar komið skýrt fram að enginn getur í alvöru lagt til að íslensk stjórnvöld hlaupi frá Icesave. Skuldina má rekja til samþykkt- ar Alþingis á innistæðutrygg- ingum – einskonar brunatrygg- ingu innistæðna – og síðar með margítrekuðum yfirlýsingum ráðherra og Seðlabankastjóra um að íslenska ríkið myndi styðja kerfið ef illa færi. Þegar síðan illa fór, settu stjórnvöld á neyðarlög sem sviptu kröfu- hafa Landsbankans öllum eign- um búsins og létu þannig lán- ardrottna Landsbankans borga fyrir digurbarkalegar yfir- lýsingar. Lengra verður ekki hlaupið frá ábyrgðinni. Ef eign- ir Landsbankans duga ekki til, verður íslenska ríkið að standa við samþykktir Alþingis og yfirlýsingar ráðherra og Seðla- bankastjóra. Ákvörðun Ólafs Ragnars afhjúpaði þetta og inni- haldsleysi málflutnings stjórn- arandstöðunnar. Í þriðja lagi dregur ákvörðun Ólafs fram að Íslendingar eru ekki fullorðnir sem þjóð. Ef til vill erum við of fámenn til að ná þroska. Ef til vill bjóða 320 þúsund hræður ekki upp á næga fjölbreytni í skoðunum og umræðu til að þroskast. Í það minnsta þá hafa Íslending- ar alltaf hegðað sér sem barn í samskiptum þjóða – í besta falli sem unglingur. Það er ef til vill lýsandi að Íslendingar héldu sjálfstæðispartíið sitt þegar pabbi var ekki heima. Á meðan Íslendingar töldu sig hafa stöðu til þess, hótuðu þeir að fara heim með boltann – Miðnesheiði. Meira og minna öll samskipti Íslendinga við útlönd hafa verið sambland af mannalátum (stríð við Íraka, sæti í öryggisráðinu) og barnalegu suði (Marshall- aðstoð án stríðsskaða, barnafar- gjald með Norðurlandaráði og öðrum fjölþjóðlegum stofnun- um). Þegar við fæðumst njótum við skilyrðislausrar ástar for- eldra okkar og í henni böðum við okkur, þar til einn daginn, að annað hljóð kemur í strokk- inn. Þá segist mamma vilja knúsa okkur en aðeins ef við kúkum í koppinn. Sumir kom- ast ekki yfir þetta áfall. Slíkir menn gera sífelldar bommertur sem þeir vilja ekki axla ábyrgð á en krefjast engu að síður ástar og aðdáunar. Ekki ætla ég að nefna dæmi um svona menn. Af umræðunni að dæma leynast þeir í hverju skoti. Sem þjóð erum við í þessu hlutverki. Við komum til nágranna okkar með kúkinn í buxunum. Þeir brugðust vel við og sögðust tilbúnir að hjálpa okkur – en með því skilyrði að við hreinsuðum kúkinn. Þá rak þjóðin upp skaðræðisöskur og heimtaði að nágrannarnir tækju sig upp og knúsuðu án skilyrða. Með ákvörðun sinni á þriðju- daginn gerðist Ólafur Ragnar forseti þessarar þjóðar. Og það er ágætt að hann hafi loks fund- ið sér þjóð. Barn meðal þjóða GUNNAR SMÁRI EGILSSON Í DAG | Synjun forseta Eini kosturinn í stöðunni? UMRÆÐAN Einar K. Guðfinnsson skrifar um Icesave-samninginn Fyrstu viðbrögð ríkisstjórn-arinnar við þeirri ákvörð- un Ólafs Ragnars Grímsson- ar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar veldur miklum vonbrigðum. Í stað þess að hafa forystu í því að berjast fyrir sjónarmiðum okkar gagnvart hinum harðskeyttu viðsemjendum okkar í Bret- landi og Hollandi, er magnaður upp makalaus hræðsluáróður hér innanlands, sem stórskaðar stöðu okkar erlendis. Við aðstæður eins og þessar þurfum við á öllu öðru að halda. Þjóðin þarf að sýna samstöðu. Ríkisstjórnin getur þess vegna ekki leyft sér að beina spjótum sínum inn á við. Henni ber að sam- eina en sundra ekki. Þarna hefur hún hins vegar brugðist veigamesta hlutverki sínu. Fyrir liggur að ríkur þjóðarvilji stendur til þess að hafna núverandi Icesave-samkomulagi. Við vitum hins vegar jafn vel að nauðsynlegt er að leita lausnar á þessari alvarlegu milliríkja- deilu. Enginn talar fyrir því að viðhalda því ástandi sem nú ríkir. Við vitum öll að án niðurstöðu í deilum okkar við Hollendinga og Breta erum við í vanda. En hitt er líka jafn ljóst að samningurinn sem er á borðinu er okkur alltof dýrkeyptur og mun valda hér stórfelldum vandræðum um ókomin ár. Verk- efnið er að breyta þeirri stöðu. Valkostirnir eru ekki núverandi samningur eða ófriður við Breta og Hollendinga. Okkur ber að láta á það reyna að við komumst að öðru sam- komulagi. Forsenda þess er að ríkisstjórnin láti af þeim óvana sínum að efna sífellt til pólitísks innanlandsófriðar. Málið snýst nefnilega ekki um að bjarga andliti stjórnvalda, eins og ætla má af tali ráðherranna. Verkefnið er að vinna að þjóð- arhag. Höfundur er alþingismaður. EINAR K. GUÐFINNSSON V art hefur verið um annað rætt liðna sólarhringa en synjun forsetans á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldanna. Strax að loknum fréttamanna- fundinum á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag tóku við linnulitlar vangaveltur um hvaða áhrif ákvörð- unin hefði, hvort líf ríkisstjórnarinnar væri í hættu og hvaða viðbragða mætti vænta frá umheiminum. Þrátt fyrir aragrúa umræðuþátta, fréttaskýringa og net- skrifa um málið, hefur litlu púðri verið eytt í að ræða innihald yfirlýsingar forsetans. Mestöll orkan hefur farið í niðurstöðuna sjálfa eða jafnvel hvenær og hvernig hún barst frá forsetabú- staðnum í Stjórnarráðið. Auðvitað er texti yfirlýsingarinnar mjög þýðingarmikill. Þar er að finna rökstuðning forsetans fyrir veigamikilli ákvörðun og varpar ljósi á hvaða sjónarmið hafa einkum legið henni til grundvallar. Reikna verður með því að slíkt skjal sé þaulhugs- að og að legið hafi verið yfir sérhverri setningu. Yfirlýsingin er stutt, rétt rúm 500 orð. Í henni er vikið að efnahagslegri hlið málsins með mjög almennum hætti í tveim- ur málsgreinum og engin tilraun gerð til að meta viðbrögð viðsemjendanna. Athygli vekur að hvergi er vikið að því hvaða breytingar frá fyrri Icesave-lögum hafi það í för með sér að forsetinn telji rétt að seinni lögin fari í þjóðaratkvæði. Í raun má leiða að því líkum að forsetinn skrifi ekki undir seinni lögin á þeirri forsendu að málið sé óvinsælt og hafi vald- ið deilum. Slíkt vekur óneitanlega upp spurningar um hvort forsetinn hljóti ekki að vísa öllum stórum deilumálum til þjóð- aratkvæðis, að því einu tilskildu að nægilegar netundirskriftir safnist. Fróðlegt væri að vita við hvaða tölu hann hyggst miða í framtíðinni. Fleiri spurningar vakna við lestur yfirlýsingarinnar, einkum varðandi skilning forsetans á sjálfri stjórnskipaninni. Sam- kvæmt stjórnarskrá fara Alþingi og forseti með löggjafarvald. Ef marka má yfirlýsingu þriðjudagsins telur Ólafur Ragnar valdið hins vegar í höndum þjóðarinnar og að forseta sé ætlað að vera einhvers konar milligöngumaður við framkvæmd þess. Þetta hlýtur að teljast óhefðbundin túlkun á stjórnarskránni og kallar á frekari útskýringar forseta. Hin óljósa hugmynd forsetans um stöðu sína sem milliliðs verður enn flóknari þegar litið er til vangaveltna hans um afstöðu þingsins til Icesave-málsins og hversu margir þing- menn séu fylgjandi í orði jafnt sem á borði. Þannig vísar hann til þess að meirihluti þingmanna hafi í raun viljað þjóðarat- kvæði, þrátt fyrir að því hafi verið hafnað í kosningu á Alþingi. Einnig reynir hann að gefa til kynna að nokkuð víðtæk sam- staða hafi verið um fyrri lögin, þótt þess hafi raunar ekki séð stað í atkvæðagreiðslu. Getur því verið að krafa forsetans um netundirskriftafjölda sé breytileg í öfugu hlutfalli við meintan eða raunverulegan stuðning þingsins? Óljós texti yfirlýsingar forseta: Svör óskast STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.