Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 24
4 föstudagur 8. janúar ✽ b ak v ið tj öl di n Sagan á bak við Gyðju, skólínu Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur hönnuðar, er ævintýri líkust. Fyrirtækið klæðir nú stjörnur eins og Anitu Briem, Kylie Minogue og Paris Hilton og er í stöðugri sókn. Viðtal: Anna Margrét Björnsson Ljósmyndir: Ásta Kristjánsdóttir É g ólst upp í Vestur- bænum og fluttist í Elliðaárdalinn þegar ég var níu ára. Gekk í Ártúnsskóla og var hamingjusamt barn,“ segir Sigrún Lilja með smitandi bros á vör. Við erum staddar á skrifstofu hennar í Lækjargötu en þar má sjá Gyðju- skóna uppi í hillum, skó, sem hafa orðið talsvert þekktir undanfarið og komist í pressuna þegar stjörn- urnar Anita Briem og Kylie Min- ogue fóru að ganga í þeim. Það er augljóst að bæði skófatnaður- inn og fylgihlutir eru sem sniðn- ir fyrir stórstirni en þar eru háir hælar, málmlitir og kristallar í fyr- irrúmi. „Áhugi á hönnun hefur fylgt mér alveg síðan ég var lítil. Ég keypti mér til dæmis saumavél fyrir fermingarpeningana mína! Ég fór á textílhönnunarbraut í FB en eftir það skipti ég alveg um pól og hélt að það yrði erfitt fyrir mig að vinna fyrir mér með hönnun. Ég hellti mér þá út í viðskipta- fræðina og tók stúdentspróf af viðskiptabraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.Þess má geta að ég vann líka í fjölskyldufyrirtækinu Tanna auglýsingavörum. Þar var ég sölumaður og síðar sölustjóri í fimm ár. Ég fékk ómetanlega reynslu þar, sem ég er afar þakk- lát fyrir, og lærði til dæmis mikið um framleiðsluferli, samskipti við viðskiptavini og hvernig unnið er með verksmiðjum.“ BYRJAÐI Á LOS ANGELES Vendipunkturinn í lífi Sigrúnar Lilju var ferð sem hún fór í með fjölskyldu sinni árið 2006. „Við fórum til Egyptalands um jólin í frí og það var mjög sérstök og skemmtileg reynsla. Ég var meðal annars í bænum Hourgada og eins og alltaf þegar ég ferðast þá langaði mig til þess að versla. Ég rambaði inn í verslun sem seldi leðurskó og töskur og fannst eitt- hvað verulega sérstakt við hana. Ég spurði hvort ég mætti hanna tösku og skó á sjálfa mig og hvort þetta gæti verið tilbúið eftir þrjá daga, því þá væri ég að fara!“ Þeir lofuðu öllu fögru og ég lét fram- leiða bleikar og hvítar vörur úr úlfaldaleðri.“ Loforðið stóðst og Sigrún Lilja fékk vörurnar í hend- urnar þremur dögum síðar. „Ég varð ótrúlega ánægð og þá fór ég að hugsa um hvað það væri nú skemmtilegt að geta unnið við að hanna svona hluti, en við konur erum samt alltaf dugleg- ar að draga úr okkur og segjum, þetta gæti ég aldrei. Þegar fólk hins vegar fór að skoða vörurnar sem ég hafði látið hanna þá voru margir hrifnir og ég fékk mikla hvatningu. Þá fór ég að spá í þetta betur og ákvað að setja upp fyrir- tæki með lítilli yfirbyggingu sem væri byggt á vefverslun, en slíkt var ekki algengt á þessum tíma. Ég skoðaði framleiðendur á mörgum stöðum, en ég hafði lagt áherslu á gæðin og gott hráefni. Þetta ferli tók mig tvö ár og á þeim tíma fór ég á námskeið hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands sem heit- ir Brautargengi fyrir konur í við- skiptum. Það var alveg stórkost- legt. Við konur getum verið mjög gagnrýnar á okkur sjálfar og höld- um oft að hugmyndir okkar verði skotnar í kaf við minnsta tæki- færi en þarna fékk maður mikla hvatningu og leiðsögn. Ég útskrif- aðist þaðan árið 2007 og í kjölfar- ið fór Gyðju-vefurinn í loftið. Við- brögðin voru samstundis góð og ég fór strax að huga að útrás.“ Sig- rún Lilja tók í kjölfarið þátt í verk- efni hjá Útflutningsráði þar sem gerð var markaðsáætlun fyrir fyr- irtæki hennar og hún fékk ýmsa ráðgjöf. um sölu erlendis. „Ég var því að velta fyrir mér í hvaða landi væri best að byrja með Gyðju. Á þessum tíma var leik- konan Anita Briem farin að vera í vörunum frá mér og það hafði vakið athygli á þeim vestanhafs. Mér hafði verið bent á að skoða Skandinavíu og Bretland en eftir ýmsar vangaveltur kom Los Ang- eles upp á yfirborðið. Við kýldum á þetta, gerðum útflutningsáætl- un og þremur mánuðum síðar var ég komin til LA. Núna er ég komin með fólk í vinnu bæði í París og í LA og næst á dagskrá hjá mér er heilmikið ferðalag. Ég fer fyrst til Parísar á sölufundi og á tískuvik- una þar. Því næst er ég að fara til Bandaríkjanna og þá byrjum við í New York og tískuvikunni þar, svo förum við til Las Vegas og verðum með Gyðju þar á vörusýningu. Við endum svo í Los Angeles þar sem við verðum með þéttskipaða dag- skrá í nokkrar vikur.“ STJÖRNURNAR HRÍFAST Velgengni Gyðju er ekki síst því að þakka að stjörnurnar ytra virðast falla unnvörpum fyrir vörunum. „Ég er núna í samvinnu við nokkr- ar stjörnur og það er í rauninni mjög viðkvæmt fyrir mig að segja hverjar þær eru akkúrat núna. Ég er með starfsmann úti sem vinn- ur við markaðssetningu og samn- ingurinn við Kylie Minogue kom til vegna þess að stílistinn henn- ar fékk bæklinga frá stílista ann- arrar stjörnu sem er mjög hrifin af vörunum okkar.“ Og hvaða stóra stjarna er það? „ Það er Paris Hilt- on, hún fékk vörur frá mér,“ segir Sigrún Lilja með hlédrægu brosi. „Hún varð mjög hrifin af minni framleiðslu og notaði í nýjustu PARIS HILTON FÉLL FYRIR SK Með Síberíuhundana sína Sigrún Lilja nýtur þess að fara í gönguferðir úti í íslenskri náttúru en þaðan sækir hún innblástur sinn. Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð: 7.950 kr. Auglýsingasími – Mest lesið Besti tími dagsins: Hádegið stendur upp úr, mér finnst æðislegt að hitta vinkonurnar reglulega yfir hádegismat til að kjafta og hlæja. Skemmtilegast að gera: Að ljúka krefjandi verkefni og geta slappað af áhyggjulaus. Leiðinlegast að gera: Hlusta á niðurdrepandi umræður um efnahags- ástandið og Icesave. Uppáhaldsborgin: Washington DC er æðis- leg en það er erfitt að gera upp á milli. Skemmtileg- asti staðurinn: Uppblásin plast- sundlaug á sólríkum degi í Elliðaárdalnum með vinkonum og kokk- teilum, gerist ekki betra. Best að borða: Vegamót er staðurinn minn og búinn að vera í mörg ár. Bókin á náttborðinu: Vigdís – Kona verður forseti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.