Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 36
24 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Stuttmynd Brynju Valdís- ar leikkonu, Einu sinn var … verður endursýnd vegna fjölda áskorana á Skjá einum kl. 19.00 í opinni dagskrá í kvöld. „Þetta er létt mynd með glöðu yfirbragði,“ segir Brynja. „Hún er litrík og stíl- færð bæði í leik og útliti og mikið fyrir augað. Ég hef allt- af haft mjög gaman af mynd- um Mel Brooks og myndum eins og Airplane og Naked Gun-myndunum og þess gætir í Einu sinni var …“ Myndin fjallar um Reg- ínu Ínu (leikin af Arnbjörgu Hlíf Valsdóttir), sem er sak- laus sveitastúlka sem ákveð- ur að hefja nýtt líf og flytur í borgina. Hún er skítblönk í kreppunni og leitar athvarfs hjá Guddu frænku sinni. Lífið er enginn dans á rósum en það breytist í borginni þar sem ævintýrin gerast enn. Önnur hlutverk leika meðal annars Benedikt Erlingsson og Laddi. Einu sinni var … er útskrift- arverkefni Brynju Valdísar af leikstjórnar- og framleiðslu- sviði Kvikmyndaskóla Íslands og Eyrúnar Helgu Guðmunds- dóttur af tæknisviði Kvik- myndaskóla Íslands. Skítblönk í kreppunni UNDIR ÁHRIFUM FRÁ NAKED GUN Stuttmynd Brynju Valdísar er sýnd á Skjá einum í kvöld. kl. 20.00 Kvæðamannafélagið Iðunn byrj- ar félagsstarf sitt á nýju ári með fræðslu- og skemmtifundi í kvöld kl. 20 í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Steindór Andersen stýrir fundinum, en rímnalaganefnd sér um dagskrá fundarins að þessu sinni sem verður með áramótasniði. Fundurinn er öllum opinn. Nánar á www.rimur.is. > Ekki missa af … Á sunnudaginn kveðja trúð- arnir Barbara, Úlfar og Bella í leikritinu Jesú litla. Verkið er eftir þau Benedikt Erlingsson – sem leikstýrir – og Berg Þór Ingólfsson, Halldóru Geirharðsdóttur og Kristjönu Stefánsdóttur, sem leika trúðana. Það var frumsýnt í lok nóvember á Litla sviði Borgar- leikhússins. Í þessu fallega en hárbeitta verki er sagan á bak við guðspjallið sögð á harm- rænan en bráðfyndinn hátt sem hefur heillað áhorfendur frá frumsýningu. Í kvöld frumsýnir leikhóp- urinn Munaðarleysingjar nýtt verk eftir Dennis Kelly, eitt ferskasta leik- skáld Bretlandseyja. Þessi funheiti þriller verður sýndur í sal Norræna húss- ins í janúar. Verkið nefnist Munaðarlaus á íslensku. Leikstjóri sýningarinn- ar er Vignir Rafn Valþórsson sem jafnframt þýðir verkið. Leikhópur- inn samanstendur af ungum leik- urum; Hannesi Óla Ágústssyni, Stefáni Benedikt Vilhelmssyni og Tinnu Lind Gunnarsdóttur. „Við Stefán útskrifuðumst í fyrra og ákváðum að kýla bara á þetta þar sem við vorum báðir atvinnulausir, taka bara yfirdrátt og taka smá séns,“ segir Hannes Óli. „Við settumst niður með fullt af handritum sem við fengum send og völdum þetta verk, Munaðar- laus. Fengum svo Tinnu og Vigni með okkur í þetta. Það var smá lægð í atvinnumálum okkar allra. Þegar þannig er, er bara að spýta í lófana og redda sér.“ Hannes segir verkið ekki vera neitt þungmeti. „Það mætti lýsa því sem þriller, en samt með sterk- um vísunum í samfélagið. Verkið hefst á því að inn í fínt matarboð dettur ættingi heimilisfólksins, allur útataður í blóði. Hann segist hafa komið að manni sem hefur orðið fyrir líkamsárás. Nú hefst atburðarás sem vindur sífellt upp á sig. Verkið tekur nýja stefnu á fimm mínútna fresti og endar svo í miklu uppgjöri.“ Þetta er fyrsta verk Dennis Kelly sem sýnt er á Íslandi. „Hann er um fertugt og fór frekar seint í gang, en hefur verið mjög dug- legur frá því hann byrjaði,“ segir Hannes. „Það hafa verið sýnd eitt eða tvö verk á ári eftir hann síðan það fyrsta kom árið 2003. Hann hefur hlotið mikið lof og mikið verið leikinn utan Bretlands, í Evrópu og Ameríku. Hann er til að mynda orðinn mjög þekktur í leikhúsheiminum í Berlín, sem er öðruvísi en þessi textamiðaði stofudramaveruleiki í Bretlandi.“ Norræna húsið er óhefðbund- inn staður fyrir leiksýningu, en Hannes Óli er mjög ánægður með samstarfið. „Þau tóku okkur mjög vel og sögðust alveg vera til í að vera með fleiri leiksýningar. Þetta ættu að vera góð tíðindi því sjálfs- stæðu leikhúsin hafa löngum verið á hrakhólum með húsnæði. Salur- inn hentar okkar sýningu mjög vel þótt hann sé kannski ekki hefð- bundinn.“ Munaðarlaus, Orphans á frummál- inu, var frumsýnt á Edinborgarhá- tíðinni í fyrrasumar við frábærar undirtektir. Verkið fékk m.a. fimm stjörnur hjá Time Out og mjög góða dóma í öllum helstu fjölmiðl- um Bretlands. Aðeins eru fyrir- hugaðar átta sýningar á verkinu og má nálgast miða í síma 895-9919 og munadarlaus@gmail.com. drgunni@frettabladid.is Þriller í Norræna húsinu TAKA SMÁ SÉNS Munaðarleysingjarnir: Hannes Óli Ágústsson, Stefán B. Vilhelmsson, Tinna Lind Gunnarsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson. Leitað að handritum Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handritum að skáldsögu fyrir börn og unglinga í samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum verðlaunanna á sagan að vera að lágmarki 50 blaðsíður að lengd, ekki er gert ráð fyrir því að bókin sé mynd- skreytt en skilafrestur er til 1. febrúar. Dómnefnd velur besta handritið en ráðgert er að bókin komi út haustið 2010. Verðlaunin í keppninni eru 500.000 krónur og höfundarlaun. Handritum skal skila í fjórriti til: Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka / Forlagið / Bræðraborgar- stíg 7 / 101 Reykjavík. Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn fylgir með í umslagi. BARNABÓKAKEPPNI Forlagið og verð- launasjóður íslenskra barnabóka leita að nýjum barna- og unglingabókum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. U Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Ö Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. U Sun 10/1 kl. 20:00 8. K U Fim 14/1 kl. 19:00 Ö Oliver! (Stóra sviðið) Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 8/1 kl. 20:00 Ö Fös 15/1 kl. 20:00 Ö Fim 21/1 kl. 20:00 Ö Fös 22/1 kl. 20:00 Ö Fim 28/1 kl. 20:00 Fös 5/2 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 15:00 Aukas. U Lau 16/1 kl. 19:00 Ö Lau 23/1 kl. 15:00 Aukas. Ö Lau 23/1 kl. 19:00 Ö Fös 29/1 kl. 19:00 Ö Lau 30/1 kl. 15:00 Ö Lau 30/1 kl. 19:00 Ö Lau 6/2 kl. 15:00 Ö Lau 6/2 kl. 19:00 Ö Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö Gerpla (Stóra sviðið) Lau 20/2 kl. 20:00 4. K Ö Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Tryggið ykkur sæti - miðarnir rjúka út! Sýningum fer fækkandi! Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar! Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 Ö Fíasól (Kúlan) Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 Sun 21/3 kl. 13:00 Sun 21/3 kl. 15:00 Nú er hægt að kaupa miða á Fíusól! Lau 9/1 kl. 15:00 Ö Sun 10/1 kl. 15:00 Lau 16/1 kl. 15:00 Sindri silfurfi skur (Kúlan) Sun 17/1 kl. 16:00 Lau 23/1 kl. 15:00 Sun 24/1 kl. 16:00 Lau 30/1 kl. 15:00 Sun 31/1 kl. 15:00 Undurfalleg sýning fyrir yngri börnin. Miðaverð aðeins 1500 kr. Karlakórinn Heimir Skagafi rði Upp skalt á kjöl klífa Tónleikar í Langholtskirkju Laugardaginn 9. janúar kl. 16:00 Forsala aðgöngumiða í Eymundsson Kringlunni og Austurstræti. Stjórnandi: Stefán R. Gíslason Handrit: Agnar H. Gunnarsson Undirleikur: Thomas R. Higgerson Lesarar: Agnar H. Gunnarsson og Hannes Örn Blandon Hljóðmynd: Arnar Halldórsson Einsöngur: Óskar Pétursson og Ásgeir Eiríksson Sjá nánar á www.heimir.is Sími 575 7700 www.gerduberg.is Föstudagur 8. janúar kl. 20 Kvæðamannafélagið Iðunn Fyrsti fundur ársins verður með áramótasniði. Fundurinn er öllum opinn. www.rimur.is Síðasta sýningarhelgi • Svanurinn minn syngur. Sýning um líf og skáldskap Höllu Eyjólfsdóttur. • Í gegnum tíðina. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir sýnir postulín og myndir í Boganum. Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.