Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 8. janúar 2010 ➜ Opnanir 17.00 Í Bryggjusal Edinborgarhússins við Aðalstræti á Ísafirði opnar sam- sýning sex listamanna. Anton Vilhelm Ásgeirsson, Baldvin Einarsson, Bergur Thomas Andersson, Gunnar Jónsson, Sigurður Atli Sigurðsson og Sindri Snær Sveinbjargar Leifsson. Opið til 14. jan- úar kl. 16-18. ➜ Sýningar Sæþór Örn Ásmundsson sýnir Portrait myndir á Mokka við Skólavörðustíg 3a. Opið alla daga kl. 9-18.30. Í Íslenskri grafík við Tryggvagötu 17 (hafnarmegin) stendur yfir sögusýning sem varpar ljósi á sögu grafíklistar á Íslandi í máli og myndum. Opið fim.- sun. kl. 14-18. ➜ Síðustu forvöð Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi (Gerðuberg 3-5) lýkur tveimur sýn- ingum á sunnudag. Það er annars vegar sýning um líf og skáldskap Höllu Eyjólfsdóttur en einnig lýkur sýningu Sigurbjargar Sigurjónsdóttur í Boganum. Opið virka daga kl. 11-17 og um helg- ar kl. 13-16. ➜ Dansleikir Kong Fú verða á Players við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Ingjaldur Hannibalsson flytur erindið „Efnahagsþró- unin í Kína og viðskipti Kína við Íslands“ á Háskólatorgi HÍ við Sæmundargötu 4 (st. 103). Plata með tónlistinni við heim- ildarmyndina Draumalandið er nýkomin út á vegum útgáfunnar Bedroom Community. Tónlistin er eftir Valgeir Sigurðsson, sem síð- ast gaf út sólóplötuna Ekvilibríum árið 2007. Hér teflir hann saman kammersveit, hörpu, slagverki, píanói og torkennilegri rafsuðu sem mynda blæbrigðaríka og sér- stæða heild. Félagar Valgeirs í Bedroom Community, Nico Muhly, Sam Amidon og Ben Frost, koma allir við sögu á plötunni. Frost leggur til elektróník, Muhly útset- ur og stjórnar hljómsveit og Amid- on syngur Grýlukvæði á íslensku. Víóluleikarinn Nadia Sirota kemur einnig við sögu á plötunni ásamt fjölda annarra hljóðfæraleikara. Tónlistin við Draumaland VALGEIR SIGURÐSSON Plata með tónlist Valgeirs við Draumalandið er nýkomin út.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.