Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 42
30 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Nick Bradford var rekinn frá finnska liðinu Kataja á dögunum og það eru miklar líkur á því að hann semji við íslenskt lið. Bradford fer þó ekki til Grindavíkur þar sem hann gerði svo góða hluti í fyrravetur. „Hann gerði frábæra hluti fyrir okkur en ég er búinn að skrifa undir samning við Dar- rell Flake og ég er mjög ánægður með hann,“ segir Friðrik Ragn- arsson, þjálfari Grindavíkur. „Bradford er frábær leikmaður og undir öllum öðrum kringum- stæðum hefði ég reynt að svífa á hann en ég er kátur með Flake. Hann er búinn að vera þrusudug- legur og var hér sem dæmi um öll jólin til þess að koma sér í betra form. Ég er mjög sáttur með hans hugarfar og hann sem leikmann,“ segir Friðrik en hann býst við að sjá Bradford í íslensku liði á þessu tímabili. „Þeir sem fá hann eru heppnir. Þetta er algjört topp- eintak,“ sagði Friðrik. - óój Nick Bradford er laus: Ekki á leiðinni til Grindavíkur TWITTER-SÍÐAN BANABITINN Nick Bradford var rekinn frá Finnlandi fyrir ummæli um liðsfélaga sína á Twitter- síðu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VIHELM > Ragnar inn í EM-hópinn Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi í gær Ragnar Óskarsson í íslenska landsliðshópinn sem undirbýr sig nú fyrir EM í Austurríki. Logi Geirsson er meiddur og því var ákveðið að kalla á Ragnar sem spilar með Dunkerque í Frakklandi. Þórir Ólafsson hefur átt við meiðsli í kálfa að stríða og þess vegna hafði Rúnar Kárason verið kallaður inn í hópinn í upphafi vikunnar. Guðmundur hefur einnig valið 16 leikmenn í ferð til Þýska- lands en þjóðirnar mætast í tveimur æfingalandsleikjum um helgina. Logi Geirsson og Þórir Ólafsson, sem eru meiddir, sitja eftir heima sem og Rúnar Kárason. KÖRFUBOLTI Í gær var tilkynnt um úrvalslið og bestu leikmenn fyrri hluta tímabilsins í Iceland Express- deildum karla og kvenna. Þau sem þóttu skara fram úr voru þau Mar- grét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, og Bandaríkjamaðurinn Just- in Shouse hjá Stjörnunni. Shouse hefur lengi verið á Íslandi og er því öllum hnútum kunnugur í íslenska körfuboltan- um. Hann hefur farið fyrir sínum mönnum í Stjörnunni sem átti frá- bæru gengi að fagna á síðasta ári. „Við urðum bikarmeistarar og lukum frábæru ári á toppi deild- arinnar,“ sagði Justin við Frétta- blaðið í gær. „En við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum ekki komnir á þann stall sem við viljum vera á. Það er vissulega frá- bært að vera í efsta sæti deildar- innar um jólin en það hefur ekk- ert að segja ef við fylgjum því svo ekki eftir á nýju ári. Við þurfum að halda áfram á sömu braut og vonandi skilar það áfram góðum úrslitum.“ Justin á von á því að áhuga- menn um körfubolta reikni ef til vill frekar með því að sögufræg lið á borð við Suðurnesjaliðin og KR muni síga fram úr Stjörnunni á síð- ari hluta tímabilsins. „Ég er viss um að margir eigi von á að það gerist. Það eru önnur lið í deildinni sem öll hafa unnið marga titla en við erum hins vegar með tiltölulega nýtt lið. Ég held þó að síðasta ár hafi gert mikið fyrir okkur hvað reynsluna varðar. Það eru leikmenn í liðinu sem hafa unnið titla og spilað til úrslita um Íslandsmeistaratitil- inn. Við vitum því vel hvað við þurf- um að gera til að ná árangri.“ Margrét Kara viðurkenndi að það hefði komið henni á óvart að hún var valin besti leikmaður deildarinn- ar að þessu sinni. „Ég bjóst sterk- lega við því að Heath- er Ezell í Haukum yrði valin enda hefur hún sýnt að þarna fer frá- bær leikmaður í alla staði,“ sagði Margrét Kara sem segir að hún hafi æft vel á undir- búningstímabilinu. „Ég hef líka breytt hugarfarinu mínu og kannski að ég sé að upp- skera eftir það. En þetta snýst fyrst og fremst um að leggja mikið á sig og að gera sitt besta hverju sinni. Stund- um gengur það upp.“ Hún hrósaði einnig Benedikt Guðmundssyni, þjálfara KR, sem tók við liðinu fyrir tímabilið. „Hann hefur aðeins breytt leik- skipulaginu okkar þó svo að við leggjum enn mikla áherslu á varn- arleikinn sem er okkar sterkasti þáttur. En hann er flottur þjálf- ari sem leikmenn bera virðingu fyrir. Maður vill því alltaf gera sitt besta fyrir hann.“ K R er en n taplaust á toppi deildarinnar en það eina sem varpar skugga á tímabilið er að liðið tap- aði fyrir Njarðvík í 16 liða úrslitum bikar- keppninnar. „Það var afar svekkjandi að tapa í bikarnum og sá leikur sló okkur út af laginu. En ég held að það hafi einnig verið hollt að fá smá spark í rassinn sem og að fá það frí sem var í deildinni. Nú erum við hungraðar aftur.“ Hún segir að KR-ingar eigi þó enn eftir að toppa. „Við erum vissulega búnar að spila mjög vel en eigum kannski eftir að ná algerum topp- leik bæði í vörn og sókn. Við höfum haft efni á því að hiksta í sókninni því varnarleikurinn hefur verið það sterkur. En við erum enn að bíða eftir þessum 100 prósent leik.“ Margrét Kara gekk í raðir KR fyrir ári síðan og sér ekki eftir því í dag. „Mér líður mjög vel í KR og þar verð ég áfram.“ eirikur@frettabladid.is Þurfum að halda áfram á sömu braut Þau Justin Shouse, Stjörnunni, og Margrét Kara Sturludóttir, KR, voru í gær útnefnd bestu leikmenn fyrri hluta tímabilsins í Iceland Express-deildum karla og kvenna. Bæði þessi lið tróna á toppi sinna deilda. ÚRVALSLIÐ KVENNA Heather Ezell, Bryndís Guðmundsdóttir , Sigrún Ámundadóttir, Margrét Kara Sturludóttir og Signý Hermannsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðmann Þórisson skrifaði í fyrradag undir tveggja ára samning við norska B-deildarfélagið Nybergsund. Hann er uppalinn í Breiðabliki en samningur hans við félagið rann út núna um áramótin. Honum var því frjálst að ganga til liðs við hvaða félag sem er. „Þetta leggst afar vel í mig. Það var kominn tími á að prófa eitthvað nýtt og ég lít á þetta sem frábært tækifæri til að spreyta mig í Noregi. Ég vona bara að það muni ganga vel,“ segir Guðmann. Og honum líst vel á nýja félagið. „Þjálfaranum leist vel á mig og strákarnir í liðinu eru frábærir. Liðið er ungt og ætlar sér í toppbaráttuna í deildinni og helst að reyna að komast upp í úrvalsdeildina.“ Guðmann hefur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður en á von á að hann muni fyrst og fremst spila í hjarta varnarinnar. „Það eru bakverðir hjá liðinu sem þjálfarinn ætlar að nota enda finnst mér skemmtilegra að spila sem miðvörður – það er mín staða.“ Hann segir að það hafi vissulega verið erfið ákvörðun að yfirgefa Breiðablik. „Þetta er félagið sem ég hef verið í síðan ég var sex ára. Óli [Ólafur Kristjánsson] er frábær þjálfari og leikmennirnir vinir mínir rétt eins og margir stuðningsmenn. Það var þó ekki erfið ákvörðun að yfirgefa Ísland á þessum tímapunkti enda ekki margt sem heldur í mann þar,“ segir Guðmann sem neitaði því ekki að það verði fínt að fá borgað í norskum krónum. Nybergsund varð í níunda sæti norsku B-deildarinnar en þá lék Viktor Bjarki Arnarsson með því. Hann er þó farinn frá félaginu. En Guðmann á von á því að deildin sé sterkari en efsta deild á Íslandi, ef eitthvað er. „Ég veit þó ekki mikið um deildina hér úti en hef tekið eftir því að hraðinn er meiri. Ég á því von á að ég muni þurfa að undirbúa mig vel,“ segir hann og ætlar ekki að velta sér of mikið upp úr framtíðinni. „Núna er ég fyrst og fremst að hugsa um að standa mig vel hjá þessu félagi. Ef eitthvað annað og meira gerist í framtíðinni mun það bara koma í ljós.“ GUÐMANN ÞÓRISSON: SAMDI VIÐ NYBERGSUND Í NOREGI TIL TVEGGJA ÁRA Ekki erfið ákvörðun að yfirgefa Ísland FÓTBOLTI KR-ingar gátu í gær loks- ins gengið frá nýjum samningi við hinn stórefnilega Ingólf Sig- urðsson en þessi 17 ára strákur vakti mikla athygli á síðasta ári, fyrst fyrir snilldartakta í auglýs- ingu á vegum Intersport og svo fyrir að skora í 3-0 sigri á ÍBV aðeins fimm mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í efstu deild. Hollenska liðið Heerenveen átti rétt á uppeldisbótum fyrir Ingólf. „Við gengum frá nýjum samningi við Ingólf í desember og höfum verið í viðræðum við Hollending- ana síðan þá og fá lausn á þessu máli. Það gekk loksins upp í dag þannig að samningur Ingólfs fer inn í KSÍ á morgun og hann verð- ur samningsbundinn okkur í þrjú ár í viðbót,“ sagði Rúnar Kristins- son, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR. „Þetta hefur verið dálítið langt ferli og tekið alveg nokkra mán- uði. Ég er mjög sáttur við að þetta sé loksins komið. Þeir þurftu eitt- hvað að semja við Herenveen af því að ég var hjá þeim í eitt ár,“ sagði Ingólfur í gær. „Við erum búnir að vera í samn- ingaviðræðum við Herenveen um að fá að greiða þessar uppeldis- bætur bara síðar ef Ingólfur fer erlendis einhvern tímann. Upp- eldisbæturnar eru orðnar það háar á milli landa og þá sérstak- lega svona stórri þjóð eins og Hol- landi. Við tókum Icesave-samning á þetta,“ sagði Rúnar hlæjandi en hann er mjög kátur með að Ingólf- ur verði áfram hjá KR. „Við erum gríðarlega ánægðir með að festa drenginn í KR,“ sagði Rúnar en Ingólfur var í Val áður en hann fór út til Heerenveen. Rúnar sér mikið efni í strákn- um. „Hann er gríðarlega efnileg- ur og hefur mikið fram að færa. Ef hann heldur rétt á spöðunum, hugsar vel um sig, æfir vel og þroskast sem leikmaður þá getur hann náð langt,“ sagði Rúnar. „Síðasta sumar var ég mest- megnis á bekknum og kom lítið við sögu. Ég vil gera betur næsta sumar, fá stærra hlutverk í liðinu og standa mig betur. Það er mjög góður leikmannahópur hjá KR og það eru bara virkilega góðir leik- menn sem komast í byrjunarliðið þarna,“ segir Ingólfur sem býst við að spila mest sem kantmaður. „Ég ætla bara að reyna að standa mig vel og vona að KR vinni titla,“ sagði Ingólfur að lokum. - óój KR-ingar sömdu um uppeldisbætur við Heerenveen fyrir Ingólf Sigurðsson: Tóku Icesave-samning á þetta FÓTBOLTI Kári Árnason hefur framlengt samning sinn við enska b-deildarliðið Plymouth Argyle um tvö ár og gildir nýju samningurinn hans til sumarsins 2012. Kári hefur slegið í gegn í nýrri stöðu sem miðvörður. „Ég er mjög ánægður og þetta er góður dagur fyrir félagið,“ sagði Paul Mariner, stjóri Plym- outh Argyle, eftir að Kári Árna- son skrifaði undir í gær. „Arnie er búinn að vera í aðalhlutverki í uppgangi liðsins. Hann hefur tekið að sér leiðtogahlutverk í lið- inu og hefur lagast fljótt að nýrri stöðu,“ sagði Mariner. „Arnie er algjör draumaleik- maður. Hann getur ekki beðið eftir því að komast á æfingu, tekur vel eftir öllu sem er í gangi og er staðráðinn í að verða enn betri,“ segir Mariner og sparaði ekki hrósið á Kára á heimasíðu félagsins í gær. - óój Kári Árnason framlengdi: Fær mikið hrós frá þjálfaranum KÁRI Er kallaður Arnie. MYND/OLE NIELSEN Í KR TIL 2012 Ingólfur Sigurðsson gekk frá samningi við KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Patrick Vieira staðfesti í gær að hann myndi fara til enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City. „Ég hef sett mér það mark- mið að spila á HM. Það er mik- ilvægt fyrir mig að fara til City og sýna þjálfaranum Roberto Mancini að ég er sami leikmaður og spilaði fyrir hann hjá Inter,“ sagði Vieira sem lék sinn síðasta leik fyrir Inter í fyrrakvöld. „Hann var frábær í síðasta leiknum fyrir okkur,“ sagði José Mourinho, þjálfari Inter. Vieira er mikill sigurvegari en hann vann þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla með Arsenal og varð fjórum sinnum ítalskur meistari. - óój Patrick Vieira til Man. City: Sá fyrsti í húsi hjá Mancini FRÁBÆR HJÁ ARSENAL Patrick Vieira ætlar að spila á HM í sumar. MYND/AFP SÁ BESTI Stjörnumað- urinn Justin Shouse á fullri ferð í leik liðsins í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.