Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.01.2010, Blaðsíða 12
12 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR Óvissa vegna synjunar forseta Elica og Miele háfarnir eru einstakt sambland af tækni og fagurfræði. Þessir einstöku háfar fást vegghengdir og yfir eyjur. Elica og Miele háfarnir eru frábær lausn fyrir eldhúsið. TILBOÐ 30-50% AFSLÁTTUR Elica & Miele háfar glæsileg hönnun og fágað yfirbragð Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist op- inn fyrir öllum möguleikum til að leysa Icesave-deiluna. Ríkisstjórnin sé á fullu við að undirbúa þjóðaratkvæða- greiðslu eins og henni beri. Honum finnst stjórnarand- staðan skulda skýringu á viðsnúningi sínum varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og telur gagnrýni á samning- ana mjög ómaklega. Fyrir Alþingi, sem kemur saman í dag, liggur að setja lög um þjóðar- atkvæðagreiðslu. Í henni fær þjóð- in að velja hvort lög um breyting- ar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave verða enn í gildi eða ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sögðu í Frétta- blaðinu í gær að þeir teldu að betra væri að fara í nýja samninga en þjóðaratkvæðagreiðslu. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir þá yfirlýs- ingu nokkuð sérstaka í ljósi þess að sömu aðilar hafi talað fyrir og greitt atkvæði með tillögu um þjóð- aratkvæðagreiðslu á síðasta degi þingsins. Þá hafi þeir hvatt forset- ann óspart til að vísa lögunum til þjóðarinnar. Hann segir stjórnina vinna að atkvæðagreiðslunni, enda sé það henni skylt. Hún loki hins vegar ekki neinum dyrum. „Við útilokum ekki neitt og munum ekki loka á neina möguleika og staðan er alvarleg. Það má segja að forsetinn hafi sett þetta í nýtt samhengi og það væri eðlilegt að forystumenn í stjórnmál- um töluðu saman eins og aðrir við þessar aðstæður.“ Steingrímur segir að komi til atkvæðagreiðslu muni ríkisstjórn- in tala fyrir sínum málstað. Of snemmt sé að segja hvort um eigin- lega kosningabaráttu verði að ræða, en stjórnin muni miðla upplýsingum um málið og útskýra og rökstyðja hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. „Ef við leggjum af stað í þessa kosningabaráttu fer ég í hana með því hugarfari að hún vinnist.“ Óbilgjörn umræða Steingrímur telur umræðuna um Icesave hafa verið mjög óbilgjarna. „Það er nú búið að hamast og menn eru búnir að rægja þessa samninga með allri sinni orku í sex, sjö mán- uði, eins og þeir séu aðalvandamál- ið, en ekki vandamálið sjálft. Þetta er eins og að það sé pappírinn sem skuldaviðurkenningin er á en ekki skuldin sjálf sem sé aðalvandamál- ið og auðvitað er þessi umræða búin að vera með endemum.“ Þá segir Steingrímur að það hefði verið ágætt að vita það fyrr að menn séu tilbúnir að ábyrgjast lágmarks- innistæðu á Icesave. „Núna segja allir – og gleðilega – nei, nei, við eigum að borga. Við höfum alltaf viljað að við borgum og við viljum að við stöndum við okkar skuldbind- ingar. Það er gott. Þá skulum við fá það á hreint, er þá eftir allt saman full samstaða um það að Ísland eigi að ábyrgjast lágmarksinnistæðurn- ar allt að 20.887 evrur á hverjum reikningi? Það hefði nú einfaldað umræðuna ef það hefði legið fyrir áður.“ Nú vilji enginn viðurkenna annað en menn hafi alltaf sagt að Íslend- ingar ættu að borga. „Það er svolítið skemmtilegt, því auðvitað hefur það ekkert alltaf verið, hvað sem menn segja núna. Því auðvitað voru þau sjónarmið líka uppi að við ættum bara að sýna mönnum puttann og segja að við borgum ekki neitt og vísa mönnum á Héraðsdóm Reykja- víkur. En mér sýnist nú að málið sé ekki svona einfalt.“ Eitthvað nýtt? En er möguleiki á að ná betri samn- ingum við Breta og Hollendinga? „Ja, menn geta náttúrlega bara spurt sig að því og svarað sér í raun sjálfir. Er líklegt að eitthvað alveg nýtt sé í spilunum? Enn sem stend- ur er ekkert slíkt í skoðun í þeim skilningi að þessi fyrstu samtöl og símtöl og samskipti núna hafa fyrst og fremst bara snúist um að bregð- ast við niðurstöðu forsetans og eyða misskilningi, miðla upplýsingum og halda kontöktum í framhaldinu. Það er því ótímabært að segja neitt mikið meira um það.“ Steingrímur segist hafa átt fjöl- mörg samtöl við erlenda starfsbræð- ur sína, meðal annars átt góð símtöl við hollensku og bresku fjármála- ráðherrana Wouter Bos og Alistair Darling. Þá hélt hann utan í gær til að ræða við ráðherra Noregs og Danmerkur. Hann segir að þær umræður muni að mestu snúast um Norðurlandalánin og fjármögnun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staðan í Icesave-málinu muni þó að sjálf- sögðu einnig verða rædd.“ Kröfur gætu orðið hærri Samkvæmt samningum ábyrgist Ísland endurgreiðslu á lágmarks- tryggingu á hverjum innistæðu- reikningi í Bretlandi og Hollandi. Steingrímur segir að gildi samn- ingarnir ekki væri sá möguleiki til staðar að við yrðum krafin um tvöfalda þá upphæð. Ekkert væri til dæmis tryggt ef dómstólaleiðin væri farin. „Já, ýmsir telja að við værum ekk- ert örugg gagnvart því. Vegna þess að við verðum að muna að bresk og hollensk stjórnvöld eru að taka á sig um það bil svipaða, eða jafnvel ívið meiri byrði til að gera upp við fólk, en þá sem Ísland tekur á sig. Í Bretlandi ábyrgjast þeir allt að 50 þúsund pund á reikning og ef ég man rétt fara Hollendingar upp í 100 þúsund evrur. Þetta er þeirra tryggingarkerfi með bakstuðningi ríkjanna sem sér um þetta. Við tökum aldrei nema upp að 20.887 evrum á þeim reikningum sem svo mikið er inni á. Auðvitað er talsvert af þessum reikningum sem voru með minni innistæður og þá er náttúrlega aldrei bætt nema bara innistæðan.“ kolbeinn@frettabladid.is Lokum engum dyrum Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að mikið þurfi að koma til til þess að þjóðin sé svipt þeim rétti sem synjun forsetans á lögum um Icesave hafi fært henni. Stjórnvöld hafi þær skyldur í þeirri stöðu sem upp er komin að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef kemur fram eindreginn vilji, bæði hjá þingi og þjóð, um að fallið sé frá þjóð- aratkvæðagreiðslunni þá munum við skoða það. Ef menn sjá eitthvað nýtt í stöð- unni sem gerir það að verkum að menn telja að hægt sé að setja málið í einhverja sátt, erum við tilbúin til að skoða það. En það má vera mikil breyting til að við séum tilbúin til þess.“ Jóhanna undrast viðsnúning stjórnarandstöðunnar. „Þessi viðsnúningur virkar mjög sérkennilega á mann. Stjórnarandstaðan lagði mikla áherslu á það á þinginu nú fyrir ára- mót að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Jóhanna minnir á að Icesave hverfi ekki; sé lögunum hafnað taki lögin frá í ágúst gildi. Jóhanna hefur gert forsætisráðherrum Hollands og Bretlands grein fyrir þeirri stöðu sem hér er komin upp. Hún segir þá hafa lýst vonbrigðum, en þó sýnt því skilning að tryggja þyrfti farsælar lyktir í málinu. Þá hefur hún rætt við kollega sinn í Noregi um lán Norðurland- anna. „Ég hef sagt við alla að ég væri hvenær sem er tilbúin til að koma út og hitta þá, ef það myndi greiða fyrir málinu.“ - kóp Forsætisráðherra hissa á viðsnúningi stjórnarandstöðu um þjóðaratkvæði: Þarf mikið til að hætt sé við JÓHANNA Hefur átt samræður við kollega sína úti í heimi til að útskýra málstað Íslendinga. „Fréttir síðustu daga frá Íslandi,“ segir sænski þingmaðurinn Carl B. Hamilton á bloggi sínu, „gera það að verkum að Svíþjóð getur ekki greitt nein lán til Íslands.“ Hamilton er þingmaður Frjáls- lynda þjóðarflokksins, eins stjórnarflokka Fredriks Rein- feldts forsætisráðherra, og jafn- framt formaður Evrópusam- bandsnefndar sænska þingsins. Hann segir sænsk stjórnvöld ekki geta veitt Íslendingum nein lán fyrr en Ísland hefur fallist á uppgjör skulda sinna, meðal ann- ars við Bretland og Holland, og vísar þar til samþykktar fjár- laganefndar sænska þingsins frá því í október síðastliðnum. „Með neitun forsetans,“ segir Hamilton, „verður bæði dýrt og erfitt fyrir Ísland að fá lán erlendis. Án samkomulags við bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Norðurlönd- in og Evrópu- sambandið verða vext- irnir hærri o g l á n i n færri.“ Fréttastof- an Reuters hefur sömu- leiðis eftir ónafngreind- u m e m b - ættismanni í fjármála- ráðuneyti Finnlands, að ákvörð- un Ólafs Ragnars Grímssonar um að undirrita ekki Icesave-lögin verði líklega til þess að fresta lánagreiðslum frá Norðurlönd- unum til Íslands. Nú muni Norð- urlöndin þurfa að endurskoða skilyrði lánveitingar sinnar til Íslands. - gb Formaður ESB-nefndar sænska þingsins: Ekki hægt að af- greiða lán til Íslands CARL B. HAMILTON FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur hefur verið í samskiptum við ráðherra og fjölmiðla um allan heim eftir að forsetinn synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Hann fór í gær til að hitta norræna ráðherra vegna Norðurlandalánanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.