Fréttablaðið - 12.01.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 12.01.2010, Síða 8
8 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvar er nýtt aðsetur Háskól- ans í Reykjavík? 2 Hver er nýskipaður þjóð- garðsvörður á Þingvöllum? 3 Hvað skoraði Páll Axel Vilbergsson mörg stig í leik Grindavíkur gegn Tindastóli á sunnudag? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26 EFNAHAGSMÁL Spá fyrirtækisins Creditinfo Íslands um að ríflega 3.500 fyrirtæki myndu fara í þrot á árinu 2009 gekk ekki eftir, en greiðsluþrot fyrirtækja á árinu voru alls um 2.200 talsins. Rakel Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Creditinfo, segir að í forsendum spárinnar, sem gerð var í upphafi síðasta árs, hafi verið tekið fram að yrði ekkert að gert stefndi í þennan mikla fjölda greiðsluþrota. Raunin hafi hins vegar verið sú að bankarnir hafi gripið til aðgerða, og áhrifa þeirra hafi tekið að gæta upp úr miðju ári. Það hafi leitt til þess að greiðslu- þrotin hafi orðið færri en spá fyr- irtækisins hafi gert ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo komust um 2.171 fyr- irtæki í greiðsluþrot á árinu 2009. Með því er átt við að fyrirtækin voru til gjaldþrotaskipta eða gert var árangurslaust fjárnám. Ríf- lega helmingur þeirra störfuðu í byggingastarfsemi, verslun og þjónustu, eða í fasteignaviðskipt- um. Alls urðu 823 fyrirtæki gjald- þrota fyrstu ellefu mánuði ársins í fyrra. Rakel segir að hefði niðurstað- an þrátt fyrir aðgerðir bankanna verið að 3.500 fyrirtæki hefðu farið í þrot hefði spáin annaðhvort verið of varfærin, eða aðgerðir bankanna ekki árangursríkar. „Við vorum meðvituð um það að við vorum að kalla á viðbrögð við þeirri stöðu sem upp var komin, og þau viðbrögð komu að ein- hverju leyti,“ segir Rakel. Ekki sé þó enn komið í ljós hvort fyr- irtækjunum hafi verið bjargað í raun, eða hvort þeim hafi verið komið í tímabundið skjól með aðgerðum bankanna. Í fyrra voru stofnuð 2.665 fyrir- tæki samkvæmt Hlutafélagaskrá, flest í verslun og þjónustu. Til við- bótar voru stofnuð 145 sameigna- og samlagsfélög, þar af um 36 í desember. Alls hafa 30 slík fyrir- tæki verið skráð í Fyrirtækjaskrá í janúar, samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo. - bj Spá Creditinfo um greiðsluþrot 3.500 fyrirtækja á árinu 2009 gekk ekki eftir vegna inngripa frá bönkunum: Um 2.200 fyrirtæki í þrot á síðasta ári ÞROT Þakka má aðgerðum bankanna á síðasta ári fyrir að færri fyrirtæki fóru í þrot en áætlað var segir Rakel Sveins- dóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo. EGYPTALAND, AP Nýfundnar graf- ir í Egyptalandi, meira en fjög- ur þúsund ára gamlar, þykja sýna fram á að píramídarnir hafi ekki verið byggðir af þrælum heldur launafólki. Grafirnar voru sýndar almenn- ingi í fyrsta sinn í gær, en þær fundust í síðustu viku á bak við píramídana í Gísa. Nýfundnu grafirnar eru inn af grafhýsi sem fannst fyrir tæpum tuttugu árum. Grafirnar eru frá árunum 2757 til 2467 fyrir Krist, en á þeim tíma voru píramídarnir reistir í útjaðri borgarinnar Kaíró. Zahi Hawass, yfirmaður forn- leifamála í Egyptalandi, segir greinilegt að þeir sem þarna liggja grafnir hafi verið launa- menn, ekki þrælar. Allt frá því forngríski sagn- fræðingurinn Herodótos sagði píramídana smíðaða af þrælum hefur sú saga víðast hvar verið viðtekin, þótt Egyptar hafi stund- um reynt að malda í móinn. Hawass segir augljóst að þeir sem liggja í gröfunum hafi ekki komið úr röðum þrælanna, sem víða voru notaðir í Egyptalandi á tímum faraóanna. Þeir hafi komið frá fátækum fjölskyldum í norð- anverðu og sunnanverðu Egypta- landi og notið ómældrar virðing- ar fyrir störf sín. Greftrun þeirra við píramídana staðfesti það, sem og hvernig lík þeirra voru búin undir líf eftir dauðann. „Ef þeir væru þrælar hefðu þeir alls ekki fengið svona virðulega greftrun,“ segir Hawass. - gb Nýfundnar grafir í Egyptalandi varpa ljósi á smíði píramídanna miklu: Ekki þrælar heldur launafólk EGYPSKIR VERKAMENN Þessir menn aðstoða nú fornleifafræðinga sem hafa fundið nýjar upplysingar um smíði píramídanna. NORDICPHTOS/AFP Eignastýring og séreignarsparnaður fyrir hugsandi fólk Opinn kynningarfundur Þriðjudaginn 12. janúar kl. 17:15 að Borgartúni 29. Viltu ábyrgari fjármálaþjónustu? Allir velkomnir Hafðu samband sími Arion banki kynnir lausnir vegna íbúðalána Eingöngu vaxtagreiðslur í eitt ár Viðskiptavinir með íbúðalán geta óskað eftir að greiða eingöngu vexti í eitt ár.* Kjör verðtryggðra íbúðalána haldast óbreytt Íbúðalán með föstum verðtryggðum vöxtum, sem veitt hafa verið frá árinu 2004, breytast ekki til hækkunar út lánstíma lánanna. Engar uppboðsbeiðnir íbúðalána út árið 2010 Bankinn mun fresta öllum uppboðsbeiðnum til sýslumanna út árið 2010. Íbúðalán ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 63 6 01 /1 0 * Leiðin býðst ekki þeim sem eru með erlend lán, né heldur þeim sem skipta úr erlendum lánum og velja 30% höfuðstólslækkun og 6% óverðtryggða vexti. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.