Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 10
10 12. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR Reykjavíkurborg greiddi 8,8 milljarða í húsnæðis- kostnað á síðasta ári Húsnæðiskostnaður Reykjavík- urborgar var 8,8 milljarðar og 14 prósent af heildargjöldum borgar- innar árið 2009. Húsnæðiskostn- aðurinn var 4,6 milljarðar og 10 prósent af gjöldum árið 2005. Að teknu tilliti til verðbólgu á tíma- bilinu er raunhækkunin 35 pró- sent. Sigrún Elsa Smáradóttir, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur gagnrýnt hækkandi hús- næðiskostnað. Sífellt stærri hluti af því fé, sem nýta á í þjónustu við borgarbúa, fari í húsnæðiskostn- að. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segir að kerfisbreyt- ingar sem hafa lítil raunveruleg áhrif á fjárhag borgarinnar skýri þessa breytingu að mestu. Borgin stofnaði sérstakan Eignasjóð utan um fasteignir sínar og rekstur þeirra á árinu 2007. Óskar Bergsson segir að það sé villandi að gera samanburð sem nær aftur fyrir þann tíma. Ýmis- legt sé nú talið til húsnæðiskostn- aðar sem ekki var talið með áður. Til dæmis 40 prósenta þátttaka borgarinnar í stofnkostnaði nýrra framhaldsskóla. Ríkið rekur fram- haldsskólana og borgin taldi þessi framlög ekki með eigin húsnæðis- kostnaði fyrr en eftir 2007. Fleiri breytingar skekki samanburð- inn. 2007 ákvað Alþingi að borg- in, og önnur sveitarfélög, þyrftu að greiða fasteignagjöld af hús- næði grunnskóla og leikskóla og ýmsu öðru opinberu húsnæði, sem var undanþegið gjöldunum áður. Þessi breyting hækkar húsnæð- iskostnað um 500 milljónir króna á ári en hefur ekki raunveruleg áhrif á fjárhaginn af því að fast- eignagjöldin renna til borgarinn- ar sjálfrar. Þá var afskriftatími lengdur og vaxtabyrði hækkuð úr 2,76 pró- sentum í 4 prósent. Allar þessar kerfisbreytingar hafa aukið gagn- sæi í fasteignarekstri borgarinn- ar, segir Óskar, og gera hann sam- bærilegan rekstri fasteignafélaga á almennum markaði. „Við værum ekki að fjalla um þennan aukna kostnað í gamla fyrirkomulaginu,“ segir Óskar. „Með því að stofna Eignasjóð- inn fengum við kostnaðinn upp á borðið. Við fylgjumst vel með honum og erum stöðugt að leita leiða til þess að hagræða og ná niður kostnaði.“ Sigrún Elsa segir að þótt skýra megi talsverðan hluta af aukning- unni með kerfisbreytingu, breytt- um reikningsskilum og hærri fasteignagjöldum, sem hafa ekki raunveruleg áhrif á fjárhag borg- arinnar, standi það eftir að meiri- hlutinn hafi tekið ákvarðanir um framkvæmdir án raunhæfra áætl- ana um fasteignakostnað og áhrif verðbólgu á kostnaðinn og fjárhag eignasjóðs. Segja megi að gengið hafi verið á eigið fé Eignasjóðs til þess að rýmka fyrir rekstri mála- flokka. Samdráttur í rekstri borg- arinnar sé nú dýpri en ef áætlanir um húsnæðiskostnað hefðu byggst á réttum forsendum undanfarin ár. Allt útsvar 24.000 Reykvíkinga renni í að greiða húsnæðiskostn- aðinn. 18.000 hafi staðið undir kostnaðinum 2005. 2,4 milljarða tap varð af Eigna- sjóði borgarinnar fyrstu níu mán- uði síðasta árs. Eiginfjárhlutfall sjóðsins rýrnaði þá úr tíu prósent- um í sex prósent. Óskar segir að þetta sé fyrst og fremst vegna þess að öll lán Eignasjóðsins eru vísitölubundin. Hins vegar hafi eignirnar ekki verið endurmetnar frá árinu 2002 af því að lögbundnar reiknings- skilareglur sveitarfélaga leyfa slíkt endurmat. Endurmatið sé tímabært og mundi breyta eigin- fjárstöðunni. Ekki liggja fyrir tölur um hver raunaukning húsnæðiskostnað- ar borgarinnar er þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem nefndir eru að ofan. Óskar segir að slíka aukningu megi að hluta til rekja til nýrrar þjónustu borgarinnar, til dæmis eru gerð- ar auknar kröfur til húsnæðis en áður var gert, eins og hvað varðar fermetrafjölda á hvern nemanda í grunnskólum og leikskólum og þjónustumiðstöðvum. 14 prósent útgjalda borg- arinnar fer í húsnæði SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR ÓSKAR BERGSSON HÚSNÆÐISKOSTNAÐUR Af 8,8 milljarða króna húsnæðiskostnaði Reykjavíkurborgar eru um fimm milljarðar vegna grunnskóla og leikskóla, eða tæp 60 prósent. 457 milljónir króna fara í að greiða leigu vegna Höfðatorgs, nýja háhýsisins þar sem stór hluti af skrifstofum borgarinnar er nú til húsa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri vísar því á bug að farið hafi verið í framkvæmdir á vegum borgarinnar án þess að gera raunhæfar áætl- anir um húsnæðiskostnað. Þetta mál hafi verið skoðað ofan í kjölinn. Samkvæmt minnisblöðum embættismanna hafi framkvæmda- og eignasvið borgarinnar fylgt verklagsreglum. Ítarlegar upp- lýsingar um húsnæðiskostnað hafi verið kynntar í fagráðum borgarinnar í tengslum við ákvörðun um nýjar fjárfestingar. Hanna Birna segir að raunhækkunin undan- farin ár sé að stórum hluta bókhaldsleg hækkun sem ekki hafi raunveruleg áhrif á fjárhag borgar- innar. Eftir standi að borgin hafi verið að byggja ný hús undir starfsemi sína og auka þjónustu við fólkið í borginni. „Á þessum tíma hafa verið byggðir og teknir í notkun grunnskólar, leikskólar, íþróttahús og þjón- ustumiðstöðvar,“ segir Hanna Birna. „En umræða um hagræðingu í húsnæðismálum er umræða sem við eigum að taka. Það er full samstaða um að leita allra leiða til að draga úr kostnaði.“ Að mestu bókhaldsleg hækkun HÚSNÆÐISKOSTNAÐUR BORGARINNAR svið 2005 2007 2009 ÍTR 17% 17% 21% Leikskólar 8% 7% 9% menntasvið 16% 18% 22% velferðarsvið 7% 7% 7% Af heildarkostnaði 10% 12% 14% Húsnæðiskostnaður sem hlutfall af heildarkostnaði við málaflokk. * áætlun * FRÉTTASKÝRING PÉTUR GUNNARSSON peturg@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Fjárhagur Reykjavíkurborgar NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Helstu námsgreinar: » Frumkvöðlar og framtíðarsýn (6) » Stofnun fyrirtækja (6) » Hagnýt markaðsfræði (42) » Excel við áætlanagerð (24) » Fjármálastjórnun og framlegð (30) » Hagnýtur bókhaldsskilningur (12) » Gerð viðskiptaáætlunnar (48) FRUMKVÖÐLA OG REKSTRARNÁM 68 stundir - Verð: 198.000.- Kvöldnámskeið 9. feb. - 25. maí. Morgunnámskeið 9. feb. - 25. maí. Hagnýtt og hnitmiðað nám, bæði fyrir þá sem vilja styrkja eigin rekstur og þá sem vilja stofna til eigin reksturs með því að finna hugmyndum sínum eða hugmyndum annara frjóan farveg. Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is Námið miðar að því að kenna gerð viðskiptaáætlanna, hvernig hægt er að greina á milli arðbærra og óarðbærra hugmynda, hvenær borgar sig að fara af stað og hvenær borgar sig að sitja heima. HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Borgarstjóri vísar á bug gagnrýni á húsnæðiskostnað borgarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.