Fréttablaðið - 12.01.2010, Page 15

Fréttablaðið - 12.01.2010, Page 15
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Í UPPHAFI ÁRS leiða margir hugann að því hvað þeir geti gert til að stuðla að bættu heilsufari. Einn þáttur sem við getum haft áhrif á er mataræðið. Því er ekki úr vegi að rifja upp ráðleggingar Lýð- heilsustöðvar - manneldisráðs um mataræði og næringar- efni. www.lydheilsustod.is „Mér líður bara rosalega vel enda hefur árangurinn ekki látið standa á sér,“ segir Daníel Ingi Þórar- insson háskólanemi, sem tókst að léttast úr 112 kílóum niður í 86 kíló, eða samtals um 26 kíló, á aðeins þremur mánuðum með því að stunda fitness-box. Daníel viðurkennir að hafa verið lengi vel yfir kjörþyngd áður en hann skellti sér í átak. „Ég þyngdist töluvert á unglings- árunum sem má rekja til alvar- legra meiðsla sem ég hafði hlotið í slysum, þar á meðal í bílslysi þar sem ég höfuðkúpu- og fótbrotn- aði,“ útskýrir Daníel og bætir við að vegna mikillar kyrrsetu hafi hann tekið að þyngjast. Svo fór að Daníel gat ekki leng- ur sætt sig við hvernig komið var fyrir honum og ákvað að gera eitthvað í sínum málum. „Ég sá fit ness-box hjá Hnefaleikastöð- inni auglýst og hugsaði með mér að ekki sakaði að prófa,“ segir hann og minnist þess hversu upp- gefinn hann var eftir fyrsta tím- ann. „Ég ákvað að láta það samt ekki slá mig út af laginu heldur fékk mér fjarþjálfara sem hjálp- aði mér að skipuleggja æfingar og endurskoða mataræðið. Þá fóru hjólin að snúast.“ Áður en Daníel fékk leiðbein- ingar hjá þjálfaranum hafði hann lítið velt mataræði fyrir sér. „Áður var ég sínartandi á milli mála og þótt ég borðaði kannski lítið sæl- gæti varð önnur óhollusta eins og kex eða djús þá gjarnan fyrir val- inu. Út frá ráðleggingum þjálf- arans fór ég í fyrsta sinn að spá í kaloríur, sem ég gætti að færu aldrei yfir 2.500 á dag og borðaði á þriggja tíma fresti,“ útskýrir Daníel, sem telur breytt mataræði ekki síst eiga þátt í þeim árangri sem hann náði á þessum þremur mánuðum. Daníel segist hafa mætt í nán- ast hvern einasta fitness-box tíma á meðan og eftir að átakinu lauk. Inntur eftir því hvernig honum hafi tekist að halda þetta út segir hann löngunina í að léttast hafa hvatt sig áfram auk þess sem æfingarnar hafi verið skemmti- legar. „Ég reiknaði með að þetta yrði eintóm pína en eftir því sem æfingunum fjölgaði urðu þær ómissandi þáttur í mínu lífi,“ segir Daníel, sem stundar nú box og líkamsrækt ásamt því að skella sér á körfuboltaæfingar með vin- unum. En skyldi hann luma á góðum ráðum fyrir þá sem vilja breyta um lífsstíl? „Það er mjög mik- ilvægt að hreyfa sig og borða reglulega ásamt því að passa upp á kaloríurnar, eins og ég komst heldur betur að raun um,“ segir Daníel og brosir. roald@frettabladid.is Léttist um heil 26 kíló Daníel Ingi Þórarinsson fór úr 112 kílóum niður í 86 kíló eftir að hann fór að stunda fitness-box. Hann seg- ist í upphafi hafa kviðið fyrir tímunum en smám saman hafi æfingarnar orðið ómissandi þáttur í lífi hans. Daníel hefur stundað fitness-box um nokkurt skeið með góðum árangri. FRÉTTABLAÐI/ANTON Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is DÚNDUR ÚTSALA Opnunartími Mán. til fös. 11.00-18.00 laug. 11.00-16.00 MIKIÐ ÚRVAL AF ELDRI FATNAÐI FRÁ KR 1000 ALLAR PEYSUR 2 FYRIR 1 Lín Design, gamla sjónvarpshúsið • Laugavegi 176 • Sími 533 2220 • www.lindesign.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.