Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.01.2010, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 12. janúar 2010 3 Kynning Þetta eru engin geimvísindi. Borð- aðu hollan mat, minna í einu og oftar, þá sérðu aukakílóin hverfa eitt af öðru. Auðvitað er best að hreyfa sig líka. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum það sem við borðum. Það er það sem skipt- ir öllu máli. Nýju fitness-réttirn- ir gera fólki kleift að skipta auð- veldlega niður máltíðum. Tilvalið væri að koma í hádeginu og borða fyrri helminginn, taka svo seinni með og borða hann í kaffitíman- um. Flestir kannast við það að vera orðnir svangir um 3-4 leyt- ið. Alveg sama hversu stóra máltíð maður borðaði í hádeginu. Þá er hætt við að maður borði það sem hendi er næst. Það er bara fyndið þegar fólk heldur að djúpsteiktur matur sé hollur vegna þess að hann inni- heldur kjúkling og er auglýstur án transfitu. „Clean food“ er málið. Matur sem er eldaður frá grunni, án óþarfa aukaefna. Fólk finnur líka stórmun eftir að hafa borð- að almennilegan mat (clean food) eða ruslfæði. Í ruslfæði er fullt af orku (vegna mikillar fitu) en sára- lítið sem ekkert af vítamínum og trefjum. Á Culiacan færðu aftur á móti mat sem er fullur af vítamín- um (andoxunarefnum), trefjum og próteinum. Sem er nauðsynlegt til að ná árangri í uppbyggingu. Mat- urinn er ekki falinn í deigi eða sósu. Þú sérð strax hvað þú ert að borða. Á Culiacan eru allar sósur heimalagaðar frá grunni daglega. Til dæmis er guacamole gert úr ferskum avókadó, ekkert dósasull þar á ferð. Grillaði kjúklingurinn sem er langvinsælastur, hefur algjörlega slegið í gegn. Enda eru um níutíu prósent rétta sem við seljum kjúklingaréttir. Nýi rétt- urinn, Tostada (sem er svipað og þunnbotna pitsa), er greinilega kominn til að vera. Vinsælast er BBQ kjúklinga-tostada. Hún er mjög bragðmikil og ólík öllum öðrum pitsum. Bankabyggið er nýjung hjá okkur. Mikill fjöldi íþrótta- og fitness-fólks borða hjá okkur dag- lega. Eðlilega spáir það mikið í næringargildi fæðunnar sem það neytir. Bankabyggið er hollara en hrísgrjón því það inniheldur margfalt meiri trefjar og er einnig prótínríkara. Ekki skemmir fyrir að byggið er íslenskt og lífrænt ræktað. Svo er það bara rosalega bragðgott og á vel við með mex- íkóskum mat. Fitness-réttir Culiacan 1. Bankabygg með grilluðum kjúkl- ingi, grænmeti, sesamfræjum og salati. 2. Fitness-burrito (með baunum, kjúklingi, sósu (sterkri eða mildri), fersku salsa, káli og sýrðum rjóma, jalapeño ef vill), bankabygg og fajitas. 3. Santa Fe-salat með kjúklingi ásamt fitness-quesadillas (með heitri salsasósu, bankabyggi og osti). Burt með bumbuna 50/50 er nýjung sem fæst aðeins á Culiacan. Um er að ræða nýja fitness-rétti sem eru tvær máltíðir í einum rétti sem afgreiddur er í tvískiptu boxi. Þá er hægt að borða helminginn í hádeginu og hinn í kaffitímanum. Eitt verð: 1.480 krónur, en rétturinn er nú á tilboði á 1.190 krónur. Sólveig Guðmundsdóttir á og rekur veitingastaðinn Culiacan. Farsímageislun hefur löngum verið talin skaðleg heilsu manna. Nú virðast hins vegar vísindamenn á Alzheimer’s Disease Res- earch Centre í Flórída hafa komist að því að slík geislun geti einn- ig haft jákvæð áhrif. Frá þessu er greint á fréttavef BBC. Vísindamennirnir gerðu tilraunir á erfðafræðilega breyttum músum sem forritaðar höfðu verið til að fá Alzheimer. Með því að beina að þeim geislun svipuðum þeim og verða frá farsímum var hægt að varðveita minningar músanna lengur. Mýsnar voru nálægt farsímageislun tvisvar á dag í klukkutíma í senn í sjö til níu mánuði. Vísindamennirnir, undir stjórn Gary Arendash prófessors, komust að því að ef byrjað var á geislameð- ferðinni þegar mýsnar voru ungar, og áður en minnistap hafði átt sér stað, virtist minni þeirra haldast óskert áfram. Þær stóðu sig jafn vel á prófum sem mældu minni og aðrar heilbrigðar mýs á sama aldri. Ekki nóg með það. Vísindamennirnir komust jafnframt að því að mýs, sem þegar höfðu orðið fyrir minnistapi vegna Alzheimer- sjúkdómsins, endurheimtu minni eftir geislameðferðina. Rannsóknin var birt í tímaritinu Journal of Alzheimer’s Disease. Niðurstöðurnar lofa góðu en þess skal getið að ávinningur farsímanotkunarinnar var nokkra mánuði að koma fram hjá músunum og því talið ljóst að álíka áhrif á menn gætu tekið mörg ár. Rannsóknin er einnig enn á frumstigi og rannsóknir á mönnum því ekki á dagskrá alveg á næstunni. Næsta skref vísindamannanna í Flórída var að prófa sig áfram með aðra tíðni geislunar á músum. Þess má einnig geta að prófessor Arendash var höfundur annarrar rannsóknar þar sem því var haldið fram að kaffi gæti varið fólk gegn Alzheimer. - sg Jákvæð áhrif farsímageislunar á Alzheimer VÍSINDAMENN Í FLÓRÍDA TELJA SIG HAFA UPPGÖTVAÐ JÁKVÆÐ ÁHRIF FARSÍMAGEISLUNAR EN ÞEIR GERÐU RANNSÓKNIR Á ERFÐAFRÆÐILEGA BREYTTUM MÚSUM. Gerð var tilraun á músum með Alzheimer sem reyndust hafa gott af geislun frá farsíma yfir lengri tíma. Konur sem eru með stórar og þykkar varir þykja unglegri en aðrar samkvæmt rannsókn sem birtist í PLoS One-tímaritinu. Rannsóknin, sem náði til 250 kvenna, leiddi í ljós mikinn mun á varaþykkt kvenna, sextíu ára og eldri. Minnstu varirnar, frá efrivör að neðrivör, voru 3 milli- metrar en þær stærstu voru 2,2 sentímetrar. Í rannsókninni voru grá hár, hrukkur, sólarskemmd- ir og aldursflekkir einnig tekin til athugunar en þegar borin voru kennsl á þær konur sem virkuðu ungar miðað við aldur var áber- andi munur á vörunum og voru þær unglegu iðulega með stærri varir. Varaþykkt nær yfirleit t hámarki snemma á fullorðinsár- um en minnkar hjá konum á fer- tugs- og fimmtugsaldri. Þær sem halda fyllingunni lengur geta þakkað góðum genum. - ve Stórar varir yngja Leikkonan Scarlett Johansson þykir hafa óvenju stórar varir og mun því að öllum líkindum eldast vel. World Class stendur fyrir Bolly- wood-dansnámskeiði í vetur. Námskeiðin spanna 13 vikur og fer kennsla fram tvisvar í viku. Nám- skeiðið hefst 18. janúar en það er Yesmine Olsson sem mun kenna dansinn indverska. Bollywood-dans er einnig kennd- ur í Kramhúsinu. Þar fer fremst Rosana Davudsdóttir. Hún hefur kennt magadans og Bollywood í Kramhúsinu við góðan orðstír. Nánari upplýsingar um dansinn og námskeiðin er að finna á vefsíðunum www.wc.is og www.kramhusid.is. Yesmine kennir Bollywood-dans ÁHUGI Á FRAMANDI DANSI ER NOKKUR Á ÍSLANDI EN BÆÐI KRAMHÚSIÐ OG WORLD CLASS BJÓÐA UPP Á BOLLYWOOD-DANSNÁMSKEIÐ Í VETUR. Yesmine Olsson kennir Bollywood- dans í World Class. Réttirnir koma í tvískiptu boxi. Mán. - föst. kl. 10-18 Laugard. kl. 11-16 www.friform.is 15% varanleg verðlækkun 15% afsláttur að auki15+15 Fríform fagnar 10 ára afmæli sínu með 15% varanlegri verðlækkun á öllum innréttingum og býður nú um sinn 15% afmælisafslátt að auki ELDHÚS - BAÐ - ÞVOTTAHÚS - FATASKÁPAR - OFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR / HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR NETTOLINE - ELBA - SNAIGE - SCANdomestic

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.