Fréttablaðið - 12.01.2010, Page 20

Fréttablaðið - 12.01.2010, Page 20
 12. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Þrátt fyrir nafnið hefur félagið Geirfugl komið mörgum á flug um loftin blá á litlum en öruggum vélum því það rekur bæði klúbb og skóla eins og formaðurinn Matthías Svein- björnsson kann að lýsa. „Markmið Geirfugls er að efla einkaflug á Íslandi. Þegar skól- inn var stofnaður árið 1997 fannst okkur sem einkaflugmenn væru að deyja út eins og geirfuglinn því aðgengi að flugnámi og vélum var svo dýrt. Frá því skólinn var settur á laggirnar árið 1999 hafa vel á þriðja hundrað manns farið gegnum hann,“ segir Matthí- as og nefnir að sérstök áhersla sé lögð á nám sem henti þeim sem fljúgi sér til skemmtun- ar með vini og vandamenn án greiðslu. „Við erum stolt af að hafa getað látið drauminn um flug ræt- ast hjá svo mörgum, ýmsir sem byrjuðu að læra hjá okkur hafa síðan farið út í atvinnuflugmanna- nám í öðrum skólum og fljúga far- þegaþotum í dag,“ lýsir hann. Matthías segir Geirfugl í eigu 175 félagsmanna sem eigi átta flugvélar, þar með taldar tvær nýlegar Diamond-kennsluvélar. „Margir hafa gengið í klúbbinn til að eignast hlutdeild í vélunum og læra á þær með mun ódýrari hætti en annars því um kvartmillj- ón krónum munar á náminu eftir því hvort nemendur eru innan fé- lags eða utan.“ Bak við einkaflugmannspróf eru að lágmarki 45 tímar að sögn Matthíasar. „Í fyrstu er flogið með kennara og eftir um 20 tíma fá menn svokallað sólópróf. Þá flýgur nemandinn einn eftir leiðsögn kennara og eftir það er námið sam- bland af sólóflugi og flugi með kennara. Ef fólk vill halda áfram eftir einkaflugmannspróf er blindflug næsta skref og Geir- fugl er eini skólinn á landinu með bóklegt námskeið í því.“ Auk þess sem að ofan greinir er Geirfugl með upprifjunarnám- skeið fyrir þá sem hafa einhvern tíma lokið einkaflugmannsprófi og vilja hressa upp á kunnáttuna. „Þetta er helgarnámskeið í bókleg- um fræðum. Síðan er farið í flug- tíma með kennara og í framhaldi af því í próf hjá Flugmálastjórn. Þá er fólk búið að endurnýja réttind- in. Ótrúlega margir einstaklingar hafa lokið einkaflugmannsnámi einhvern tíma en lent í húsbygg- ingum, barneignum og öðru sem hefur fengið forgang um tíma. Þeir njóta þess margir að kom- ast í loftið á ný,“ segir Matthías og nefnir líka að boðið sé upp á þjálfun á stélhjólsvél sem erfiðara og jafnframt skemmti- legra sé að lenda og taka á loft á en nefhjólsvél- um. Hann upplýsir að um 20 kennarar séu á skrá hjá félaginu og af þeim séu fimm til tíu virk- ir. „Það sem skólinn byggir á er reynsla og þekking,“ segir hann. „Við reynum að gæta þess að setja ekki of marga nemendur á hvern kennara þannig að allir fái per- sónulega og vandaða kennslu og nemendur geti komist í flug þegar þá langar til.“ Næstu einkaflugmanns- og upp- rifjunarnámskeið Geirfugls hefj- ast í lok janúar en allar nánari upplýsingar er að finna á heima- síðunni www.geirfugl.is - gun Flugdraumar rætast Í þann mund sem ljósmyndarann bar að renndi ein kennsluvélin upp að Matthíasi með þá Albert Bjarna Úlfarsson flugkennara og Guðmund Halldór Atlason nema. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stélhjólsvélin sem Matthías kallar gælu- dýr Geirfugls. MYND/BALDUR SVEINSSON Í mörgu er að snúast hjá Guðríði Maríu Jóhannesdótt- ur sem hefur tekið að sér rekstur veitingasölunnar í hinu nýja húsnæði Háskólans í Reykjavík í sunn- anverðri Öskjuhlíðinni, ásamt nýjum veitingastað á sömu slóðum sem ber hið gamalkunna nafn Naut- hóll. Guðríður María var nýbúin að afgreiða 1.000 manns með kakó og kleinur í HR þegar haft var samband við hana í gærmorgun og fyrsti hádegisverðurinn var að verða tilbúinn. „Hér verða sæti fyrir 300 manns sem einkum eru ætluð nemendum og starfsfólki skólans,“ segir hún en viðurkennir að enn vanti stóran skenk til að afgreiða við,“ segir hún. Mikið mæðir á kokknum en þar hefur Guðríður María vanan mann, bróður sinn Jón Örn Jóhannes- son matreiðslumeistara. Þau systkinin eiga ekki langt að sækja áhugann á veitingarekstri því faðir þeirra er Jóhannes Stefánsson, matreiðslumeistari í Múlakaffi, sem tók við keflinu þar úr hendi föður síns, Stefáns Ólafssonar matreiðslumeistara. Nauthóll er bístróstaður sem tekur 50 manns í sæti og verður opnaður um miðja vikuna. Hann stendur á sama stað og gamli Nauthóll á sínum tíma, við göngu- stíginn meðfram Fossvoginum. Þar eldar Eyþór Rún- arsson sem áður var yfirkokkur hjá Sigga Hall og leggur áherslu á ferskleika og gott bragð. - gun Með matsölu í HR og nýjan Nauthól Guðríður María fyrir utan Nauthól ásamt föður sínum, Jóhann- esi Stefánssyni, matreiðslumeistara í Múlakaffi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Búvísindi, hestafræði og umhverf- isskipulag eru meðal greina sem kenndar eru til BS, meistara- og doktorsprófs við Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Þar er líka starfs- menntanám í blómaskreytingum, búfræði, skrúðgarðyrkju og fleiri fræðum. Einn af nemendum í skrúðgarð- yrkju er Kópavogsbúinn Guðmund- ur Vignir Þórðarson. Hann byrjaði haustið 2008 og er í fjarnámi við skólann en rekur líka eigið fyr- irtæki sem nefnist Allraverk og hefur haslað sér völl síðustu ár í hellulögnum og lóðavinnu. „Aðal- ástæða þess að ég fór í þetta nám var að ég vildi fræðast um garða- gróður og gjarnan fá það sem menn kalla græna fingur,“ segir hann og kemur með játningu. „Ég kannski hellulagði bílaplan og var spurður hvort sniðugt væri að vera með beð þar við hliðina og hvaða plöntur ættu þá heima þar, ég hafði bara ekki hugmynd um það.“ Guðmundur segir námið hafa nýst sér alveg frá byrjun og lýsir fyrirkomulaginu aðeins. „Þetta eru fjórar annir í skóla og 17 mánuðir í dagbókarskyldri vinnu sem þýðir að allt er skráð, bæði verkefni og veðurfar og verklýsingarnar þurfa að vera það greinilegar að aðrir geti unnið eftir þeim.“ Hann segir hentugt að vera í svona námi á vet- urna því þá er rólegasti tíminn í garðvinnunni. Kennslan er mjög góð og fróðleg og ég er í skemmti- legum hópi,“ segir hann. „Svo er gaman að læra um það sem maður hefur áhuga á, nýtist eigin fyrir- tæki og þeim sem maður vinnur fyrir.“ - gun Vildi fá græna fingur Guðmundur Vignir segir hentugt að vera í skrúðyrkjunámi á veturna því þá sé rólegasti tíminn í garðvinnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● AÐ FESTA NÁMSEFNIÐ Í MINNI Ekki er nóg að lesa, maður verður að muna líka. Þetta eru algeng mistök margra nemenda sem beita vitlausri tækni við námið. Ýmsar aðferðir geta hjálpað til að festa at- riði í minninu og sumar þeirra má líka nota við upprifjun. ● Tengja það sem þú lærir við eitthvað sem þú þekkir eða hefur lært ● Gefa þér tíma til að íhuga nýjan lærdóm ● Ræða við aðra um það sem þú hefur lært ● Fá einhvern til að hlýða þér yfir ● Undirstrika mikilvæg atriði í námsbók ● Skrifa niður glósur úr námsefninu eða kennslustundum ● Nota verkefnablöð ● Nota spurningar og svör ● Skrifa útdrætti úr bókaköflum ● Teikna skýringarmyndir ● Gera minniskort Heimild: Námsgagnastofnun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.