Fréttablaðið - 12.01.2010, Page 27

Fréttablaðið - 12.01.2010, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2010 Meðal fjölmargra ævintýralegra námskeiða á vorönn hjá Mími sí- menntun er eitt sem nefnist Virkj- aðu hægra heilahvelið og snýst um teikningu. Þar kennir Bergljót Njóla Jakobsdóttir. „Teikningu geta allir lært,“ segir hún og telur námskeið- in í Mími sérlega góð fyrir þá sem hafi efast um eigin getu á teikni- sviðinu. Bergljót Njóla kveðst eiginlega alin upp í Myndlistarskóla Reykja- víkur frá átta ára aldri til sextán en síðar farið til frekara náms í Bret- landi. Pælingarnar um að virkja hægra heilahvelið segir hún byggj- ast á rannsóknum á því hvaða at- höfnum hvort heilahvel stjórni sem sýni að sköpun fari fram í því hægra. „Aðferðin sem ég nota er byggð á námsefni sem búið er að kenna í Bandaríkjunum í mörg ár og er kennt við Betty Edwards. Ég hef notað það bæði á grunnskóla- stigi og í fjölbraut og veit að það virkar. Ég kenni fólki aðferðina við að ná einbeitingu og svo skapar æf- ingin meistarann. Fyrsta atriðið er að horfa á hluti útfrá formum, línum og skuggum og opna fyrir flæði, þá skapast gott einbeitingarástand. Bergljót Njóla verður með nám- skeið í pastelmálun í Mími þegar nær líður vori. „Þar verður spáð í form og leikið með liti og þar koma líka skuggarnir inn,“ lýsir hún og bætir við. „Svo verður farið í lita- skynjun. Fólk lærir að uppgötva að ákveðnir litir hafa vissa merkingu fyrir það og við veljum tónverk sem kalla fram mismunandi teiknitján- ingu.“ - gun Að virkja rétt heilahvel „Ég kenni fólki aðferðina við að ná einbeitingu og virkja sköpunargáfuna, svo skapar æfingin meistarann,“ segir Bergljót Njóla um teikninámskeiðið í Mími. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.