Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 6
6 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR ÚTSALA ÚTSALA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTS ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ALA ÚTS ALA ÚTS ALA ÚTS ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ALA ÚTS ALA ÚTS ALA ÚT ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA LA ÚTSA LA Ú ÚTSALA OPIÐ UM HELG INA Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 www.rafha.is Opið virka daga 10-18 laugardag 10-17 sunnudag 13-17 Einföld og vönduð þvottavél með notendavænu stjórnborði. 1000 sn. vinduhraði Tekur allt að 6 kg af taui Íslenskar leiðbeiningar Handþottakerfi og ullarkerfi A/A einkunn fyrir orkunýtni og þvottahæfni Stórt hurðarop Verð áður kr 94.900 Verð nú 15.000 74.900 ÞÚ SPARAR Verð nú 20.000 74.900 ÞÚ SPARAR Ofurhljóðlát ryksuga knúin 01800W vönduðum mótor og hlaðin öðrum þægindum Hljóð aðeins 72 dB(A) Þvoanlegt HEPA filter S-Bag örtrefjapokar Eltisnúra 9 metrav innuradíus Stillanlegur sogkraftur Vandaðir fylgihlutir Gúmmíhjól Verð áður kr 39.900 45 cm uppþvottavél með orkunýtni A og þvottagæði A 5 þvottakerfi þ.á.m. hraðkerfi og pottakerfi 4 hitastig 45-70°C Tekur borðbúnað fyrri 12 manns Verð áður kr 89.900 Verð nú 10.000 29.900 ÞÚ SPARAR Verð nú 15.000 49.900 ÞÚ SPARAR Verð nú 15.000 64.900 ÞÚ SPARAR 143 CM 85 CM TOPPMÓDEL AÐEINS 45 CM 94 lítra frystiskápur í A flokki 4 skúffur Hitastillir og hraðfrysting HxBxD: 85x54,5x57,5 cm Verð áður kr. 64.900 Kæliskápur 240 lítra nettó Orkuflokkur A HxBxD: 143x55x58 cm Verð áður kr. 79.900 STJÓRNMÁL Lilja Mósesdóttir, for- maður viðskiptanefndar Alþing- is, vill að Arion og Landsbank- inn fari að dæmi Íslandsbanka og bjóði öllum skuldurum fasteigna- lána höfuðstólsleiðréttingu. Fjallað var um greiðsluúrræði bankanna á fundi viðskiptanefnd- ar í vikunni. Útskýrðu fulltrúar bankanna þriggja þær leiðir sem þeir bjóða upp á. Lilja segir úrræðin misjöfn; Arion og Landsbankinn bjóði upp á svokallaða 110 prósenta leið þar sem höfuðstóll láns er færð- ur niður í 110 prósent af mark- aðsvirði eignar en Íslandsbanki bjóði upp á lækkun höfuðstóls um tiltekna prósentu, eftir því hvort lánin eru í íslenskum krónum eða erlendri mynt. „Ég myndi vilja sjá Arion-banka og Landsbankann fara sömu leið og Íslandsbanki, að bjóða öllum leiðréttingu á höfuðstól,“ segir Lilja sem telur 110 prósenta leið- ina fyrst og fremst gagnast fólki sem hafði háar tekjur fyrir hrun og gat því fengið lán langt umfram verðmæti eigna. Sá hópur sé lítill. Tekjulágt fólk eigi kost á sambæri- legri leið, greiðsluaðlögun innan bankanna. Hún sé hugsuð fyrir þá sem ómögulega geti staðið undir afborgunum eftir þann forsendu- brest sem varð við 25 prósenta verðbólgu og 40 prósenta gengis- fall. Eftir standi stærsti hópurinn, fólk með millitekjur sem vitaskuld mátti þola sama forsendubrest. Þeim hópi standi engin leiðrétting til boða. „Sá hópur er ekki sáttur, við heyrum það mjög vel. Það fólk vill fá einhverja leiðréttingu líka,“ segir Lilja. Aðrir lánveitendur en stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða, að sögn Lilju, einungis upp á lög- bundin úrræði. Þau eru annars vegar greiðslujöfnun og hins vegar greiðsluaðlögun með íhlutun dóms- kerfisins. Á það við um Íbúðalána- sjóð, sparisjóðina og lífeyrissjóð- ina. „Úrræðin eru því mismunandi eftir lánastofnunum og af því hef ég áhyggjur. Mismunandi eftirá- aðgerðir eru ósanngjarnar. Fólk sem nú berst við að halda fasteign- um sínum vissi ekki þegar það tók lán hvaða úrræði yrðu í bönkunum seinna meir. Við því vil ég spyrna við fótum.“ Lilja kveðst ekki telja að svo stöddu þörf á lagasetningu um að allar lánastofnanir veiti sömu úrræði. Eftirlitsnefnd eigi, lögum samkvæmt, að fylgjast með aðgerðum lánveitenda og gæta að sanngirni og jafnræði. Nefndin sé nýskipuð og taki senn til starfa. bjorn@frettabladid.is Óheppilegt að boðið sé upp á ólík úrræði Formaður viðskiptanefndar telur óheppilegt að lánastofnanir bjóði húsnæðis- lántakendum upp á mismunandi úrræði. Hún vill að Arion og Landsbankinn fari sömu leið og Íslandsbanki. Mismunandi eftiráaðgerðir séu ósanngjarnar. REYKJAVÍK Fólki með húsnæðislán bjóðast mismunandi leiðir til greiðsluaðlögunar eftir því við hvaða lánastofnun það skiptir. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, telur það óeðlilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INDLAND Forseti Indlands, Pratibha Patil, afhenti í gær Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, Nehru- verðlaunin fyrir árið 2007. Verð- launin veita indversk stjórnvöld ár erlendum manni, sem talinn er stuðla að friði og skilningi þjóða á milli. Síðastur hlaut verðlaunin á undan forseta Íslands, Luiz Inac- io Lula da Silva, forseti Brasilíu en áður hafa meðal annars hlot- ið þau Aung San Suu Kyi, Nelson Mandela og Yasser Arafat. Forsetahjónin eru nú í sjö daga opinberri heimsókn á Indlandi. Í gær var hleypt af 21 fallbyssu- skoti við móttökuathöfn til heið- urs þeim í forsetahöllinni í Nýju- Delí. Þar átti forsetinn viðræður við Patil forseta og Manmohan Singh forsætisráðherra. Í frétta- tilkynningu frá forsetaskrifstofu kemur fram að Singh hafi lýst áhuga Indverja á að nýta Kefla- víkurflugvöll sem samgöngumið- stöð fyrir fólks- og vöruflutninga. Einnig hafi forsætisráðherrann verið áhugasamur um samvinnu varðandi olíuvinnslu á Dreka- svæðinu. Í gærkvöldi sat forseti Íslands svo kvöldverðarboð fornvinar síns, Murli Deora, olíumálaráð- herra Indlands, ásamt fjölmörg- um áhrifamönnum úr indverskum olíuiðnaði. Ólafur Ragnar tilkynnti við verðlaunaathöfnina að hann ætli að láta verðlaunaféð, sem jafngild- ir um 14 milljónum króna, standa straum af kostnaði við rannsóknir íslenskra og indverskra vísinda- manna á jöklum og vatnsforða í Himalajafjöllum. - pg Ólafur Ragnar ræddi olíumál við forsætisráðherra í Indlandsheimsókn: 21 fallbyssuskoti hleypt af HEIÐURSVÖRÐUR Forseti Íslands kannaði heiðursvörð indverska hersins við forseta- höllina í Nýju-Delí í gær. NORDICPHOTOS/AFP HAÍTÍ Barnaheill (Save the Child- ren) á Íslandi hafa hafið söfnun vegna jarðskjálftanna á Haítí. Alþjóðasamtök Barnaheilla leggja nú áherslu á að koma upp neyðarskýlum fyrir börn og fjöl- skyldur þeirra á hamfarasvæð- unum. Hægt er að hringja í 904- 1900 og dragast þá 1.900 krónur af símreikningnum, eða leggja inn á reikning samtakanna. Reikningsupplýsingar eru á vefn- um barnaheill.is. Auk Barnaheilla stendur Rauði krossinn á Íslandi fyrir símasöfn- un vegna Haítí-skjálftanna. Söfn- un Barnaheilla hófst í gær og Rauða krossins í fyrradag. - óká Barnaheill safna fyrir Haítí: Fleiri safna fyr- ir neyðarhjálp FÆREYJAR Lækir Capital ehf. hefur gegnum félagið Løkir keypt hlut í gamalgrónu dagblaði Færeyinga, Dimmalætting. Blaðinu hefur gengið illa síðustu ár og var komið að fótum fram vegna offjárfestinga, meðal annars í nýju húsnæði. Greint var frá því á fréttasíðu færeyska Sósíals- ins í gær að P/F Løkir hefði keypt blaðið, en Løkir er fjárfestingarfélag Færeyja banka, Lækja Capital og færeysku félaganna Tjaldurs og Krúnborgar. Løkir munu ekki ætla að standa í fjölmiðlarekstri til langtíma, heldur selja blaðið út úr samsteypu, sem einnig inniheldur stóra prentsmiðju, ferðastofu og fyrirtækjaskrá. Dimmalætting var lengi helsta blað Færeyja, stofnað 1878, en hefur í seinni tíð mátt lúta í lægra haldi fyrir Sósíalnum. Félagið sem var utan um útgáfu blaðsins var elsta hlutafélag Færeyja. Ekki fengust upplýsingar í gær um hve stór eignar- hlutur Íslendinganna er né hvað blaðið kostaði. Skráðir stjórnarmenn í Lækjum eru Baldvin Björn Haraldsson lögmaður, Hilmar R. Konráðs- son, forstjóri Magna og Sigrún Bjarnadóttir, kona hans. Einnig Hildur Dungal, forstjóri Útlendinga- stofnunar, sem býður sig nú fram til bæjarstjórnar í Kópavogi fyrir Sjálfstæðisflokk. - kóþ Fyrirtæki forstjóra Útlendingastofnunar fjárfestir í elsta dagblaði Færeyja: Íslendingar kaupa í Dimmu DIMMALÆTTING Meðal þess sem gerði reksturinn þungann eru þessar nýju höfuðstöðvar blaðsins. Nú er rætt um að selja þær. MYND/DIMMA.FO KJÖRKASSINN Keyptir þú raftæki í desember? Já 26,2% Nei 73,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Brýtur þú stundum umferðar- lög? Segðu skoðun þína á Vísi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.