Fréttablaðið - 15.01.2010, Side 22

Fréttablaðið - 15.01.2010, Side 22
2 föstudagur 15. janúar núna ✽ Nýtt og ferskt augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Ristjóri Anna M. Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 K áputaska fatahönnuðarins Ágústu Heru Harðardótt- ur er komin í úrslit í nýsköp- unarkeppninni Denmarks Vent- ure Cup. Þá hefur hinn vinsæli danski hönnuður Henrik Vibskov tekið hana til sölu í verslunum sínum. Flíkin er þeim praktísku eiginleikum gædd að henni má á augabragði breyta úr fallegri kápu í skemmtilega tösku. „Ég fékk hugmyndina í London fyrir mörgum árum, eftir að hafa eytt mörgum klukkutím- um í Tophsop með kápuna á arm- inum. Það er við ýmis tækifæri sem það getur verið hentugt að breyta yfirhöfninni í tösku. Ég var til dæmis nýlega stödd á tónleik- um á Nasa þar sem fatahengið var lokað og allar konur í vandræð- um með hvar þær ættu að setja jakkann sinn. Ég hefði auðveld- lega getað selt einhver stykki af kápunni þar,“ segir Ágústa Hera. Tæplega fjögur hundruð hug- myndir voru sendar inn í Den- marks Venture Cup, sem þýðir að í kringum þúsund manns tóku þátt, og því góður árangur að komast þetta langt í ferlinu. Káputaskan keppir við sjö hugmyndir í flokkn- um þjónusta. Verðlaun í hverj- um flokki eru 25 þúsund krón- ur danskar. Ágústa Hera og sam- starfskonur og skólasystur við CBS-háskóla, Erla Tryggvadóttir og Widyanti Winarto, ætla sér þó lengra og stefna á að komast áfram í framhaldskeppni Den- marks Venture Cup líka. Sá hluti snýst um að koma hugmyndinni lengra og þar er verðlaunaféð 250 þúsund krónur danskar. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð þannig að við höfum ástæðu til að vera bjartsýnar. Svo hefur Ex- port Company í New York, fyrir- tæki á vegum danska útflutnings- ráðsins, líka haft samband við okkur en það er batterí sem að- stoðar við markaðssetningu þar. Mjög líklega nýtum við okkur það samstarf.“ Káputaska Ágústu Heru er framleidd á Íslandi og er til sölu á fjórum stöðum í Reykjavík: í Mýrinni, Kraumi, vefversluninni Birkiland og klæðskerastofunni Ateljé Sari á Seltjarnarnesi. - hhs Káputaska Ágústu Heru keppir til úrslita í danskri nýsköpunarkeppni HENRIK VIBSKOV KOLFÉLL FYRIR HERU Samstarfskonur Erla Tryggvadóttir og Ágústa Hera Harðardóttir eru komnar í úrslit í nýsköpunarkeppninni Denmarks Venture Cup með káputösku Ágústu. SARA RIEL MYNDLISTARKONA Um helgina ætla ég að ruglumbulla í tilefni sýningarinnar Ljóslitlífun sem verður opnuð í kvöld í Hafnarhúsinu. Ætli ég reyni svo ekki að púsla mér saman hina tvo dagana. helgin MÍN Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Laugardag 900-1300 býður ykkur velkominn Danskennarinn Brynja Péturs-dóttir býður upp á kennslu í nýjum dansstíl sem kallast Waacking. Hann varð til á vest- urströnd Bandaríkjanna í byrjun áttunda áratugarins og mótaðist hann innan samfélags samkyn- hneigðra karlmanna. Brynja lýsir stílnum sem heldur kvenlegum og segir miklar handahreyfing- ar, pósur og svipbrigði einkenna hann. „Stíllinn er að verða rosa- lega vinsæll um allan heim og er í raun að blómstra núna. Ég lærði Waacking úti í New York hjá Tyr- one Proctor, sem er frumkvöð- ull í þessum stíl. Upphaflega var þetta dans drottninganna og ein- kenndist aðallega af dýnamísk- um handahreyfingum,“ útskýrir Brynja. Innt eftir því hvort fólk eigi að mæta í glitbúningum diskótíma- bilsins á námskeiðið segir hún það óþarfa. „Fólk mætir bara eins og það vill. Allt er leyfilegt. Það þarf ekki að dressa sig sérstak- lega upp fyrir tímana hjá mér. “ segir Brynja og hlær. Námskeiðið hófst í gær og er kennt í Árbæjarþreki við Árbæjarlaug. - sm Samkynhneigður dansstíll slær í gegn: Handahreyfingar og pósur DANSDROTTNING Brynja Pétursdóttir kennir nýjan dansstíl sem nefnist Waack- ing. Dansinn á rætur að rekja til samkyn- hneigðra karlmanna diskótímabilsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STELPULEG Hollywood-dívan og milljónaerfinginn Paris Hilton sést hér í verslunarferð í Beverly Hills í fyrra- dag með tíkarspena í hárinu. Bræður sett á fjalirnar í maí Dansarinn Ástrós Gunnarsdóttir sem hefur eytt vetrinum í Panama í Suður-Ameríku hyggst setja upp verkið Bræður í Þjóðleikhúsinu í maí. Þetta er annað verk þeirra Láru og Ástrósar en það fyrra var verkið Systur sem þótti mjög sterkt og djarft verk og vakti mikla at- hygli á síðasta ári. Ragnhildur Gísladóttir mun sjá um tón- listina í verkinu en Filippía Elísdóttir um búninga. Stefnt er að því að sýna verkið á Lista- hátíð í Reykjavík. Töff tónar í Havarí Hljómsveitin Nolo sem vakti mikla athygli síðasta haust heldur útgáfu- tónleika á morgun í Havaríi klukkan 16. Plata hljómsveitarinnar No Lo Fi náði ekki í verslanir fyrir jól og kom því út aðeins of seint fyrir árs- listana en þessir ungu drengir hafa þó fengið frábæra dóma fyrir tón- list sína sem fyrst var hægt að ná á gogoyoko-síðunni. Á undan Nolo spilar blúsarinn ET Tumason sem býr í Kaupmannahöfn og hefur gefið út tónlist hjá þýsku útgáfunni 8mm Records í Berlín. þetta HELST

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.