Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég kaupi oft tilbúið deig á ein-hverjum pitsustað eða útbý það sjálf en þá vil ég láta það bíða í ísskáp yfir nótt til að losna við mesta gerbragðið,“ segir Ágústa sem leikur sér með hið ólíklegasta álegg á pitsurnar sínar.Pitsuna sem hún gefur upp-skrift að valdi hún þar sem hún erlétt og fersk o h Afbragðs kreppupitsaÁgústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, býr ósjaldan til pitsu í matinn. Hún notar hið ólíklegasta álegg á borð við kartöflur, kjúkling, humar og afganga en sjaldnast hina hefðbundnu tómatsósu. Ágústa Johnson með létta og ferska pitsu með mozzarella-osti, klettasalati, tómötum og hvítlauk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ólívuolía 1-2 hvítlauksrifsöxuð steinseljasalt og pipar Blandað saman og smyrjið á ú fldei ið LÉTT OG GÓÐ PITSA Í ÁRSBYRJUN ÍSLENSKA KOKKALANDSLIÐIÐ er komið með sérvef á síðunni www.freisting.is vegna heimsmeistarakeppninnar Expogast- Culinary World Cup í Lúxemborg sem liðið tekur þátt í dagana 20.- 24. nóvember 2010. Þá má þess geta að þátt um liðið og undirbún- ing þess fyrir mótið er að finna á Netinu en þættirnir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN undir heitinu Ertu í mat? 9. janúar - 28. febrúarHinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! HUMAR OG SALTFISKKRÓKETTUR með tómatsultu, blönduðu salati og humarmajonesiRJÓMALÖGUÐ SJÁVARRÉTTASÚPA með steiktum tígrisrækjum, rjómatoppi og karrýolíu FISKUR DAGSINSferskasti hverju sinni, útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar (4.990 kr.)PÖNNUSTEIKTUR FASANImeð polentu og kóngasveppasósu (5.590 kr.)PRIME RIBSmeð kartöfluturni, Bearnaisesósu og steinseljurótarmauki (6.590 kr.) NAUTALUNDmeð grænmetismósaík og blönduðum skógarsveppum (7.590 kr.) SÚKKULAÐIFRAUÐmeð hindberjahlaupi, ferskum ávöxtum g 1 2 3 4 VELDU MILLI FJÖGURRA AÐALRÉTTA Góð tækifærisgjöf! Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% FÖSTUDAGUR 15. janúar 2010 — 12. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÁGÚSTA JOHNSON Notar óvenjulegt álegg á pitsurnar sínar • matur • út að borða Í MIÐJU BLAÐSINS Syngur í Carnegie Hall Bylgja Dís Gunnarsdóttir lenti í fyrsta sæti í alþjóðlegri söngv- arakeppni. TÍMAMÓT 20 Ofstolt og fréttafréttir „Er okkur virkilega svona mikil- vægt að aðrir taki eftir þegar við vinnum góðverk?“ skrifar Pawel Bartoszek. Í DAG 16 Enn meiri verðlækkun Útsalan í fullum gangi HEILBRIGÐISMÁL Einungis þriðjung- ur ungra lækna sem eru í sérnámi erlendis er ákveðinn í því að snúa aftur til Íslands að loknu námi. Þetta gengur þvert á reynslu innan íslensku læknastéttarinnar þar sem mikill meirihluti lækna hefur löng- um verið staðráðinn í að snúa aftur heim að námi loknu. Nýleg könnun á vegum Læknafélags Íslands gefur vísbendingar um þessa þróun. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands (LÍ), tekur fram að niðurstöður könnunarinnar séu í sínum huga aðeins vísbending um þróun næstu ára. Svör þurfi frá fleiri læknum til að fá skýra mynd. „Hlutföllin í könnuninni eru engu síður mjög athyglisverð. Fyrir ára- tug eða tveim ætluðu allir íslensk- ir læknar í sérnámi heim. Níu af hverjum tíu stóðu við þau áform sín. Nú bregður hins vegar svo við að í þessari könnun skiptust menn í þrjá jafna hópa. Þeir sem ætla heim, þeir sem ætla ekki heim og svo þeir sem eru ekki búnir að taka ákvörðun.“ Um mitt ár í fyrra bjuggu 220 lækn- ar undir fertugu utan landsteinana, við nám og störf. Í ljósi þessara niðurstaðna og annarra rannsókna á vinnuafli íslenskra lækna hefur LÍ áhyggur af því að í sumum stéttum verði ein- göngu eftir eldri læknar sem kom- ast á eftirlaun innan tíu ára. Valentínus Þór Valdimarsson, unglæknir og stjórnarmaður í Læknafélagi Íslands, vekur athygli á stöðu íslenskra unglækna í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir að erfiðlega gangi að ráða í stöður lækna sem auglýst- ar eru hér á landi og bætir við: „Á síðum Læknablaðsins streyma inn auglýsingar um atvinnutilboð að utan og fréttir berast um æ fleiri lækna sem eru á leið til útlanda í vinnu. Vitsmunaflótti er því orðinn staðreynd á meðal stéttarinnar.“ Óþarft er að fjölyrða um niður- skurð í heilbrigðiskerfinu, hann er á allra vitorði. Hins vegar hafa for- svarsmenn heilbrigðisstofnana og fagfélaga heilbrigðisstarfsfólks lýst yfir áhyggjum sínum af flótta úr stéttum lækna og hjúkrunarfræð- inga vegna niðurskurðar. Valentínus segir í grein sinni að aðferðafræði stjórnvalda og stjórn- enda stærstu heilbrigðisstofnana við niðurskurðinn muni að óbreyttu fæla fólk frá störfum hér á landi. - shá Þriðjungur lækna í sérnámi segist ekki koma heim aftur Mikil hugarfarsbreyting virðist meðal lækna sem eru í sérnámi. Erfiðlega gengur að ráða í stöður hérlendis á meðan mikil eftirspurn er eftir íslenskum læknum að utan, segir stjórnarmaður í Læknafélaginu. BESTI FLOKKURINN Ragnar sagði nei við Jón Gnarr Ragnar Bragason neitaði þátttöku FÓLK 34 Tæknileg mistök hluti af skýringunni Karen Pálsdóttir heyrði ekki rétta tóntegund. FÓLK 34 VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn á fimmtíu málum sem tengjast falli Glitnis, Kaup- þings og Landsbankans haustið 2008 og eru 27 enn í rannsókn. Nokkur mál eru á algjöru frum- stigi og líklegt að mörg mál bætist við í tengslum við yfirtöku eftir- litsins á Spron, Straumi og Spari- sjóðabankanum. Mörg málanna eru afar flókin og teygja anga sína yfir landamæri. Þetta kemur fram í grein sem Helga Jónsdóttir, sviðsstjóri á verðbréfasviði Fjármálaeftirlits- ins, skrifar í Fréttablaðinu í dag. Helga bendir á að eftirlitið hafi afgreitt hátt í níutíu viðurlagabrot í fyrra og sent 31 til embættis sér- staks saksóknara, sem vinni að þeim. Tveimur hafi verið vísað til efnahagsbrotadeildar lögreglunn- ar og fimm til ríkissaksóknara. Af þessum níutíu málum hafi stjórnvaldssektir og sættir náðst í 51 máli. Þá eru ótalin 22 mál sem Seðlabankinn sendi eftirlit- inu og varða meint brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. - jab / sjá síðu 18 Fjármálaeftirlitið rannsakar enn 27 mál af 77 sem tengjast falli bankanna: Fimmtíu málum lokið hjá FME Þurrt og bjart norðan til Í dag verða suðaustan 5-13 m/s, hvassast syðst. Rigning eða skúrir SA-lands en SV-til í kvöld. Hiti víðast 0-8 stig. VEÐUR 4 1 1 4 6 4 Logi verður með Guðmundur Guð- mundsson landsliðs- þjálfari hefur valið hópinn fyrir EM. Logi Geirsson er klár í slag- inn og fer til Austurríkis. ÍÞRÓTTIR 30 Stjórn og stjórnarandstaða: Sáttatónn í Icesave-deilum EFNAHAGSMÁL Fulltrúar ríkisstjórn- ar og stjórnarandstöðu ræddu í gærkvöldi um drög að samkomu- lagi um hvernig halda skyldi utan um hugsanlegar viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave- reikningana, ef þeim mætti hrinda af stað. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sátt- ur eftir fundinn, sem hafi verið mikilvægt skref í rétta átt. „Við ætlum að hittast aftur á morgun [í dag] og ég hef trú á að þá klárist þetta,“ segir hann. Ekki hafi verið rætt um að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna, heldur verði undirbúningi hennar haldið áfram. „Það eru allir með báðar lappir á jörðinni ennþá,“ segir Bjarni. Ekki náðist í forystumenn stjórnarinnar í gærkvöldi, en for- sætisráðherra hefur lýst sig von- daufa um möguleika á nýjum við- ræðum við Breta og Hollendinga. - kóþ / sjá síðu 4 GIFTUSAMLEG BJÖRGUN Í GÆR Íslenskir björgunarmenn bera hér tvær ungar konur út úr húsarústum Caribbean Market, sem er matvælamarkaður í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Þegar blaðið fór í prentun var enn unnið að björgun þriðju konunnar. Í gærkvöldi skaut alþjóðlegi Rauði krossinn á að um fimmtíu þúsund hefðu farist í jarðskjálftanum. Íbúar hafa kvartað undan stjórnleysi í landinu, en mörg ráðuneyti og höfuðstöðvar friðargæslu Sameinuðu þjóðanna hrundu í skjálftanum. sjá síður 10 og 12 M YN D /L A N D SB JÖ R G

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.