Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 46
34 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. lítill, 6. úr hófi, 8. regla, 9. umrót, 11. hvort, 12. svölun, 14. gáleysi, 16. ekki, 17. niður, 18. starf, 20. guð, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. skóli, 4. ýtinn, 5. bein, 7. agndofa, 10. eyða, 13. þangað til, 15. nýlega, 16. trjátegund, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. smár, 6. of, 8. agi, 9. los, 11. ef, 12. fróun, 14. vangá, 16. ei, 17. suð, 18. iðn, 20. ra, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. ma, 4. ágengur, 5. rif, 7. forviða, 10. sóa, 13. uns, 15. áðan, 16. eik, 19. nr. „Tvær sneiðar normalbrauð með reyktum rauðmaga, kaffi, glas af sykurlausu límonaði og geríkomplex. Búið.“ Einar Kárason, rithöfundur. Ragnar Bragason, leikstjóri Vakt- ar-seríanna, sagði nei við Jón Gnarr um að taka sæti á lista Besta flokksins fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í vor. Jón segir að leikstjórinn hafi sett sér það prins- ipp að taka aldrei þátt í stjórn- málum. „Hann er svona prins- ipp-maður og við þeim er erfitt að stugga,“ útskýrir Jón en bætir því við að Ragnar muni styðja flokkinn á bak við tjöldin þegar nær dregur kosningum. Jón ætti þó ekkert að þurfa að kvíða manneklu því fjöldi þekktra Íslendinga hefur þekkst boð um að taka sæti á listanum. Þeirra á meðal eru Fóstbræðurn- ir Þorsteinn Guðmundsson og Sig- urjón Kjartansson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Hugleikur Dags- son og tónlistar- maðurinn Barði Jóhannsson. Jón reiknar með því að skila öllum tilskild- um gögnum til yfirkjörstjórnar á réttum tíma en kosningar verða laugardaginn 29. maí. Hann hefur þó ekki gert það upp við sig hvort sérstök kosningaskrifstofa flokks- ins verði opnuð en nýr vefur ætti að líta dagsins ljós um eða eftir helgi. Þá ætti jafnframt endanleg- ur listi að vera kominn á hreint. „Ég er kominn með kennitölu og bankareikning sem fólk getur lagt inn á til að leggja okkur lið,“ segir Jón enda fá nýjar stjórnmálahreyf- ingar engan pening frá hinu opin- bera fyrr en þær eru komnar með kjörna fulltrúa. Jón er bjartsýnn á að flokkurinn muni ná góðu gengi í borgarstjórnarkosningunum en hann lítur á þær sem ein- hvers konar generalprufu fyrir alþingiskosningarn- ar. „Stefna Besta flokks- ins er ekkert leyndar- mál, hún er að koma manni inn á þing.“ - fgg Ragnar sagði nei við Jón Gnarr FRÆGIR Á LISTA Meðal þeirra sem hafa sagt já við Besta flokkinn eru Ágústa Eva, Þorsteinn Guðmunds- son og Hugleikur Dagsson. Ragnar Bragason sagði hins vegar nei, hann hefur það prinsipp að taka aldrei þátt í stjórnmálum. JÓN GNARR LEIKARI Bandaríska stórblaðið New York Times valdi nýverið Kaupmannahöfn sem einn af þeim stöðum sem ferðamenn ættu að sækja á þessu ári. Blaðið nefndi þar sérstaklega Norðurbrú sem er þekkt fyrir fjölda kaffihúsa og sína miklu reiðhjóla- menningu. Kaupmannahafnardeild fréttastofu dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 gerði sér mat úr þessu vali New York Times og kaus að taka viðtal við íslenska kaffihúsaeigandann Friðrik Weisshappel vegna þessara tíðinda. „Ég veit ekki hve margir horfðu á þetta en það hafa örugglega verið mjög margir enda kom innsl- agið strax á eftir aðalfréttatíma stöðvarinnar,“ segir Friðrik, kampakátur, enda fín auglýsing fyrir hann og staðinn. Friðrik skartaði litríkum klæðnaði í viðtalinu og var meðal annars með volduga slaufu sem hann fékk í jólagjöf frá starfs- mannastjóranum sínum. Friðrik hlær þegar hann er spurður hvort þetta sé ekki bara enn ein stað- festingin á því að hann sé aðalmaðurinn á Norður- brú. „Jú, ætli það ekki bara, ég kann allavega vel við þann titil.“ Annars er Friðrik önnum kafinn þessa dagana við fundahöld enda er í bígerð að opna þriðja Laundromat-staðinn í Kaupmannahöfn. Hann er þögull sem gröfin þegar kemur að staðsetningu en segist þó bjartsýnn á að staðurinn verði opnaður á þessu ári. Staðsetningin eigi eftir að koma á óvart. „Eftir síðasta fund með eiganda húsnæðisins þá er ég bara ákaflega bjartsýnn á að þetta geti gengið eftir.“ - fgg Frikki aðalmaðurinn á Norðurbrú FÆRIST NÆR ÞRIÐJA STAÐNUM Friðrik Weisshappel er bjart- sýnn á að þriðji Laundromat-staðurinn verði opnaður á þessu ári. ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Bretinn Alan McGee er mikill tónlistarbransagaur og hefur það meðal annars á samviskunni að hafa uppgötvað hljómsveitina Oasis. Guardian taldi nýlega upp 15 bönd sem búast má við miklu af á þessu ári. Meðal þeirra er Dead Skeletons, sem er dúett þeirra Jóns Sæmundar og Henriks í Singapore Sling. „Hafðu augun opin fyrir meira búddista búggí árið 2010,“ skrifar Alan, sem finnst lagið Dead Mantra það besta sem hann heyrði á síðasta ári. Búast má við að Dead Skeletons komi með plötu á árinu. Útvarpsstöðin X-ið 977 er þekkt fyrir að vera ákaflega beinskeytt í umfjöllun sinni um daglegt líf og þau mál sem eru efst á baugi. Útvarpsmennirnir Þorkell Máni og Frosti Logason stóðu fyrir kosningu um skítseiði ársins í útvarpsþætti sínum, Harmageddon, og kynntu niðurstöð- urnar í gær. Sá sem varð fyrir valinu var Björgólfur Thor og fær hann að launum ljósmynd og skeini- pappír. Sérstaka athygli vakti að sú sem náði í annað sætið var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. En þáttastjórn- endur höfðu fyrirfram búist við því að fyrrum útrásarvíkingar myndu skipa sér í efstu sætin. Bjarni Ármannsson og Jón Ásgeir Jóhannes- son voru raunar ofarlega en það sama má reyndar segja um Gunnar í Krossinum. - drg FRÉTTIR AF FÓLKI Innspil lagsins, svokallað „play- back“ Eurovision-lagsins In the Future var of lágt stillt þegar Karen Pálsdóttir, sextán ára söng- kona, flutti það í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Umrætt atriði hefur verið mörg- um hugleikið í netheimum og var þeirri umræðu gerð sérstök skil í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á miðvikudagskvöld en flutningur á laginu heppnaðist ekki alveg sem skyldi. Þegar umrætt „playback“ er of lágt getur það gerst að söngv- arar eiga erfiðara um vik með að greina rétta tóntegund. Reyndir söngvarar eru yfirleitt með hana í kollinum og vilja hafa „playback“ fremur lægra en hærra. Erfiðara getur hins vegar reynst fyrir unga og óreynda listamenn ef þeir eru ekki alveg öruggir á því hvernig það eigi að vera. Söngkonan Mar- grét Eir Hjartardóttir, sem hefur þjálfað Karen að undanförnu, stað- festi við Fréttablaðið að umrætt „playback“ hefði verið of lágt og höfundar lagsins, þau Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Daði Georgsson, sögðu bæði í samtali við Fréttablaðið að þau hefðu strax gert sér grein fyrir því að ekki væri allt með felldu. Of seint hefði þó verið að grípa inn í. Bryndís bendir á að bakraddasöngkonurn- ar hefðu byrjað í vitlausum tón og dansararnir hefðu átt erfitt með að finna rétta taktinn. Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV, segir tæknimenn Sjónvarpsins vera að fara yfir útsendinguna og að eflaust megi eitthvað við hana lagfæra. Upptaka með atriðinu hefur nú verið fjarlægð af myndbands- vefnum YouTube en það voru laga- höfundarnir sem fóru fram á það við forsvarsmenn vefsíðunnar. „Við gerðum þetta að ósk Karen- ar og fjölskyldu hennar og vildum minnka það að fólk væri að klippa búta úr laginu og nota í annarleg- um tilgangi,“ segir Daði. Frétta- blaðið hafði í gær samband við föður Karenar, Pál Róbertsson, en hann upplýsti að þau myndu ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. Upp hefur komið sú umræða að hækka aldurstakmarkið vegna umrædds atviks en Þórhallur segir að þetta geti alltaf gerst, hvort sem söngvarinn sé átján eða sextán ára. „Aldur er ekkert aðal- málið í þessu heldur sú staðreynd að þetta getur komið fyrir hvern sem er.“ freyrgigja@frettabladid.is ÞÓRHALLUR GUNNARSSON: HÆKKAÐ ALDURSTAKMARK ENGIN LAUSN TÆKNILEG MISTÖK HLUTI AF SKÝRINGUNNI LÁGT INNSPIL Karen Pálsdóttir átti að öllum líkindum erfitt með að greina rétta tóntegund Eurovision- lagsins In the Future vegna þess hversu lágt innspilið, eða „playbackið“, var. Reyndir söngvarar eru með tóntegundina í kollinum en fyrir unga og óreynda söngvara er erfitt að fást við slík tæknileg vandamál. Þórhall- ur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV, segir hækkað aldurstakmark enga lausn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.