Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 10
 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR Hamfarir á Haítí *Gildir ekki af DVD-diskum og tölvuleikjum. KORPUTORGI ÚTSALA 25% VIÐBÓTARAFSLÁ TTUR AF ÖLLUM VÖRU M* Outlet verð kr. 4.995 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 3.746 Outlet verð kr. 4.995 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 3.746 Outlet verð kr. 3.995 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 2.996 Outlet verð kr. 9.995 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 7.496 Outlet verð kr. 4.995 VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 3.746Outlet verð kr. 2.995VIÐBÓTARAFSLÁTTUR VERÐ kr. 2.246 H et tu pe ys a, m /á le tr un Opið: Mán.-lau. 11 til 18 Sun. 12 til 18 • Sími 578 9400 H et tu pe ys a, m /á le tr un G al la bu xn al eg gi ng s Fl ís pe ys a fy ri r dö m ur G al la bu xu r fy ri r dö m ur So ft S he ll ja kk i Fy ri r dö m ur o g he rr a 50% AFSLÁTTUR AF MÁLVERKUM Undarleg ró hvíldi yfir Port-au- Prince, höfuðborg Haítí, í gær þrátt fyrir eyðilegginguna eftir jarðskjálftann mikla. Íbúar borgarinnar reyndu hvað þeir gátu að bjarga sér og öðrum meðan beðið var eftir aðstoð. Margir notuðu sleggjur og hend- ur sínar til að brjóta sér leið inn í rústirnar í von um að finna þar fólk á lífi. Sært fólk var flutt á hjól- börum eða sjúkrabörum á sjúkra- hús, en lögreglan notaðist við pall- bíla til að flytja sært fólk. Víða á götum borgarinnar mátti sjá lík, stundum hulin hvítu klæði. Einnig mátti sjá fólk draga lík eftir götum borgarinnar í leit að sjúkra- húsi þar sem hægt væri að skilja líkin eftir. Hjálparsamtökin Læknar án landamæra sinntu fólki á tveim- ur sjúkrahúsum sem höfðu staðist skjálftann. Einnig settu þeir upp læknastöðvar í tjöldum annars staðar í borginni. Um 300 læknar komu frá Kúbu og unnu þeir störf sín í sjúkratjöldum. Engin leið var að leggja mat á hve margir fórust í jarðskjálftan- um, sem var 7,0 stig á Richter og reið yfir á þriðjudagskvöld. René Préval, forseti Haítí, talaði um að þúsundir hefðu farist, Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, talaði um tugi þúsunda og Jean-Max Bellerive forsætis- ráðherra hafði sagst óttast að hinir látnu myndu á endanum skipta hundruðum þúsunda. Fjöldi ríkja hefur sent björgun- arlið og fé á staðinn og næstu daga er von á meiri aðstoð víðs vegar að. Bandaríkin sendu bæði herlið og borgaralegar sveitir. Strax á mið- vikudag komu björgunarsveitir frá Íslandi og Virginíu og í gær lentu flugvélar frá Kína, Frakk- landi, Spáni og Bandaríkjunum á flugvellinum í Port-au-Prince. gudsteinn@frettabladid.is Beðið eftir aðstoð í rústum borgarinnar Upphaf björgunarstarfs í Port-au-Prince gekk brösuglega en komst þó á skrið. Engin leið var að leggja áreiðanlegt mat á fjölda þeirra sem fórust. Fjöldi ríkja hefur sent björgunarlið og næstu daga er von á frekari aðstoð víðs vegar að. MANNSLÍFI BJARGAÐ Starfsmenn skattstofunnar í Port-au-Prince náðu að bjarga þessum starfsfélaga í gær. Hann hafði legið í nærri tvo sólarhringa í rústunum. N O R D IC PH O TO S/A FP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.