Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 15. janúar 2010 3 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFA N Björn Þór hefur verið viðloðandi veitingarekstur í tuttugu ár en síð- ustu fjögur árin hefur hann rekið veitingastað í Ekvador í Suður- Ameríku. Þegar hann sneri heim fannst honum vanta hágæðaveit- ingastað með mat á lágu verði. „Í mörg ár hefur mér fundist vanta veitingastað í fínni klassan- um sem byði upp á vínflöskur sem kostuðu ekki 5.000 krónur sem og aðalrétti sem gætu kostað minna en 4.000 krónur. Erlendis má víða finna slíka staði og ég sæki slíka staði sjálfur þegar ég ferðast. Ég settist því niður með Ásgeiri Erlingssyni matreiðslumanni, sem er einstakt gúrú í þessu og fyrrver- andi landsliðsmaður, og fékk hann mér til ráðgjafar um hvernig við gætum komið þessari hugmynd í framkvæmd,“ segir Björn Þór. Til að byrja með var sushi-take- away matseðill staðarins lækkað- ur um 30 prósent. Til að mynda er hægt að fá 100 bita á 10.000 krón- ur, en Björn segir að svo mikið hafi verið að gera undanfarið að best sé að panta með góðum fyrirvara. „Nýi aðalmatseðill staðarins er þannig að við eigum að vera ódýr- astir í Evrópu í þessum gæðaflokki og má þar nefna að dýrasta vín- flaskan er á 2.990 krónur og dýrasti eftirrétturinn á 990 kr. Í hádeginu bjóðum svo við upp á hlaðborð, með sushi, fiski, kjöti og tilheyrandi og kostar það 1.990 krónur á mann.“ Björn Þór segist vakta önnur veit- ingahús í þessum gæðaflokki í Evr- ópu á Netinu til að geta miðað við að vera ódýrari. Til að geta haldið verðinu niðri veðji staðurinn á stór- an kúnnahóp. „Ég vil hafa þetta svo ódýrt að almenningur hafi efni á því að koma til mín. Þannig geta lágvöruverslanir gengið og ég ætla að reka staðinn eftir þeirri for- múlu. Íslenskir veitingastaðir hafa yfirleitt hærra verðlag til að geta treyst á lítinn kúnnahóp en þetta á að geta gengið vel meðan fólk not- færir sér þennan möguleika og sækir staðinn.“ juliam@frettabladid.is Vill reka ódýrasta hágæða- veitingastað Evrópu Björn Þór Baldursson er nýr eigandi veitingastaðarins Domo. Takmark hans er að reka ódýrasta hágæða- veitingastað Evrópu og virðist þemað hitta vel í mark því fullt hefur verið út úr dyrum síðustu vikur. Björn Þór Baldursson, eigandi og yfirmatsveinn Domo í Þingholtsstræti, lækkaði sushi-take-away matseðil staðarins um 30 prósent við góðar undirtektir. Aðalfundur Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar verður haldinn föstudaginn 5. febrúar kl. 17:00 í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Að fundi loknum verður boðið upp á kvöldverð í Safnaðarheimili kirkjunnar. Verið velkomin! Stjórnin. Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38 / 105 Reykjavík Sími: 514 8000 / Fax: 5148030 grand.is Þorrablótsveisla Jörmundu Reykjavíkurgoði helgar blótið í fullum skrúða. Heitir réttir Glóðarsteikt lambalæri transerað í sal Hreindýrabollur í gráðostasósu Meðlæti Nýmeti Sviðakjammar, sviðasulta og svínasulta Blóðmör og lifrapylsa Harðfiskur, hákarl, síldarréttir, heitreyktur lax og hangikjöt Með þorramatnum er borin fram rófustappa, grænar baunir, rúgbrauð og flatbrauð með ekta íslensku smjöri. Súrmeti Hrútspungar og sviðasulta Lundabaggar og bringukollar Lifrapylsa og blóðmör Hvalur Hlaðborð Verð fyrir hlaðborð er 6.200 krónur. Bjór og brennivínsstaup er innifalið.* 33 cl bjórglas og eitt brennivínsstaup. Bjóddu bóndanum þínum í gómsætan þorramat á Grand hótel á bóndadaginn 22. janúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.