Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 42
30 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is EM-HÓPURINN Markverðir Björgvin Páll Gústavsson 61 leikur Kadetten S., Sviss 2. stórmót Hreiðar Levý Guðmundsson 96 Emsdetten, Þýskalandi 6. stórmót Horna- og línumenn Alexander Peterss. 92 leikir/357 mörk Flensburg, Þýskalandi 6. stórmót Guðjón Valur Sigurðsson 223/1076 RN Löwen, Þýskalandi 12. stórmót Róbert Gunnarsson 159/474 Gummersbach, Þýskalandi 8. stórmót Sturla Ásgeirsson 37/54 Düsseldorf, Þýskalandi 2. stórmót Vignir Svavarsson 117/131 Lemgo, Þýskalandi 5. stórmót Skyttur og leikstjórnendur Arnór Atlason 79/167 FCK, Danmörku 5. stórmót Aron Pálmarsson 11/28 Kiel, Þýskalandi 1. stórmót Ásgeir Örn Hallgrímsson 114/161 GOG, Danmörku 6. stórmót Logi Geirsson 84/284 Lemgo, Þýskalandi 5. stórmót Ólafur Guðmundsson 5/8 FH 1. stórmót Ólafur Stefánsson 287/1378 RN Löwen, Þýskalandi 14. stórmót Snorri Steinn Guðjónsson 149/555 RN Löwen, Þýskalandi 8. stórmót Varnarmenn Ingimundur Ingimundarson 64/49 Minden, Þýskalandi 2. stórmót Sverre Andreas Jakobsson 78/16 Grosswallstadt, Þýskalandi 4. stórmót HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn voru valdir í íslenska landsliðið sem tekur þátt í EM í Austurríki. Mótið hefst á þriðju- daginn en Ísland mætir Serbíu í fyrsta leik. Helst bar til tíðinda í vali Guðmundar að þeir Logi Geirs- son og Ólafur Guðmundsson voru valdir í liðið en ekki Rúnar Kára- son og Ragnar Óskarsson. Logi og Ólafur voru reyndar báðir í hinum upphaflega leik- mannahópi Guðmundar en hinir tveir voru kallaðir inn í kjölfar meiðsla Loga og Þóris Ólafssonar. Þórir er enn meiddur og er ekki með af þeim sökum en Logi stóðst prófið í leiknum gegn Portúgal í fyrrakvöld. Ólafur verður tvítugur á árinu, rétt eins og Aron Pálmarsson, fyrr- verandi liðsfélagi hans hjá FH og núverandi landsliðsfélagi. Guð- mundur var ánægður með hans framlag, bæði í æfingum sem og í leiknum gegn Portúgal. „Mér leist mjög vel á hann og það leikur enginn vafi á því að hann er framtíðarleikmaður í íslenska landsliðinu. Mér finnst það afar jákvætt að geta tekið hann með,“ segir Guðmundur sem vill þó lítið segja um hlutverk hans á mótinu. „Það verður bara að koma í ljós. Eins og er er hann einn af leikmönnum í hópnum og hvert hans hlutverk verður fer eftir því hvernig málin þróast.“ Guðmundur er ánægður með hópinn sem hann valdi. „Það má alltaf tína til rök fyrir því af hverju þessi er valinn og ekki hinn og svo framvegis. En ég hef trú á því að þetta sé sterkasti hópurinn sem við eigum að þessu sinni.“ Hann hefur trú á því að Logi Geirsson hafi ýmislegt fram að færa þó svo að hann hafi lítið sem ekkert spilað stærstan hluta síðasta árs vegna meiðsla. Hann spilaði vel gegn Portúgal en skaut aðeins einu sinni að marki – í hraðaupphlaupi. „Við ræddum saman eftir leikinn og þetta var niðurstaðan. Hann er klár í mótið og það er í raun ekkert meira sem ég hef að segja um það,“ segir Guðmundur. Um miðjan desember skilaði Guðmundur inn lista með nöfn- um 28 leikmanna. Af þeim hafa nú sextán verið valdir en hann getur engu að síður kallað inn leikmenn af þeim tólf sem ekki voru valdir á síðari stigum mótsins. Nú, í fyrsta sinn, má þjálfari skipta út tveim- ur leikmönnum eftir riðlakeppnina og einum eftir milliriðlakeppnina, gerist þess þörf. „Ég hef rætt við leikmenn um að vera tilbúnir að koma í hópinn ef ég þarf á þeim að halda. Ég er með ákveðna varaáætlun í gangi sem ég tel líka eðlilegt miðað við hvernig fyrirkomulag er á mótinu,“ segir hann. Leikjaálag er mikið á stórmótum sem þessu og þau lið sem komast hvað lengst munu spila átta leiki á þrettán dögum. Meiðslahætta er því mikil eins og landsliðsmenn Íslands hafa fengið að kynnast í gegnum tíðina. Guðmundur segist tiltölulega ánægður með stöðuna á leik- mannahópnum. Það hafi þó vissu- lega verið sárt að missa Þóri Ólafsson. Landsliðið heldur í dag til Frakk- lands þar sem liðið spilar tvo leiki á æfingamóti um helgina. Það mætir Spáni á morgun og svo ann- aðhvort Brasilíu eða Frakklandi á sunnudag. eirikur@frettabladid.is Okkar sterkustu leikmenn Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn fara til Austurríkis þar sem Evrópumeistaramótið hefst á þriðjudaginn. Logi Geirsson og Ólafur Guðmundsson eru báðir með í hópnum. KLÁR Í SLAGINN Logi Geirsson stóðst lokaprófið gegn Portúgal og fór með landslið- inu til Frakklands í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bóluefnið Rússneska Rúllettan!!! Vegna greinar Þórólfs og Haraldar Briem í blaðinu þann 21. des sl. sá ég ástæðu til að svara þeirra ósannindum, fyrir það fyrsta þá kemur fram í leiðbeiningunum frá framleiðenda bóluefnisins, að bóluefnið uppfyllir ekki alla staðla um öryggi, hvað varðar barnshafandi konur, börn og unglinga yngri en 18. ára og síðan 60. ára og eldri. Þar sem ekkert er til af gögnum er segir að öryggi þeirra sé tryggt, eða engar upplýsingar (“no data”) liggja fyrir. Ólíkt þeim vel þekktu læknum dr. Joseph Mercola, dr. Rima Laibow, dr Sherry Tenpenny, dr. Russell Blaylock og fleirum sérfræðingum sem benda á vísindarannsóknir máli sínu til stuðnings, þá velja þeir Haraldur og Þórólfur þá leið að hafna öllum vísindagreinum er segja að innsprautað skvalen (squalene) gæti framkallað gigt. Því að þeir Haraldur og Þórólfur hafa kosið að bjóða fólki uppá þetta bóluefni án þess að gera eina einustu tilraun til þess að benda á þessa áhættu. Eins og áður segir þá hefur það komið fram í vísindaritinu American Journal of Pathology (2000) að innsprautað skvalen getur framkallað gigt. Einnig má benda á rannsóknir þeirra Barbro C. Holm. Lena Jacobsson og fleiri á, að innsprautað skvalen var aðalorðsakavaldur gigtar. Í Experimental and Molecular Patology (2000) er sagt frá þessum tengslum á milli Persaflóahermannaveiki (Gulf War Syndrome) og skvalen. Í þessu sama tímariti frá árinu 2002 er svo sagt frá þessu sambandi milli skvalen og bandarískra hermanna með aukaverkanir vegna miltisbrandsbóluefnisins. Þórólfur og Haraldur fullyrða að skvalen hafi ekki verið notað í bóluefninu gegn miltisbrandi, en Bandaríska Matvæla og Lyfjastofnunin hefur viðurkennt að skvalen var notað, fjórðungur allra bandarískra persaflóahermanna fékk þessa hermannaveiki og 44 fylki Bandaríkjanna hafa viðurkennt sjúkdóminn. Fyrst að þessir embættismenn okkar eru að fullyrða að svínaflensubóluefnið sé svona öruggt hvað eftir annað, ættu þeir þá ekki einnig að taka á sig persónulega ábyrgð á því, þar sem bóluefnafyrirtækið GSK er ekki talið skaðabótaskylt? Eins og ég hef áður sagt, þá tek ég frekar mark á þessum áðurnefndu vísindarannsóknum og sérfræðingum, en þessum embættismönnum þarna úti á Seltjarnarnesi. Að lokum vil ég geta þess hér að fólk ætti að athuga allar þessar hryllingssögur barna, fullorðna svo og öll þessi fósturlát er hafa verið að birtast á theflucase.com og í erlendum fjölmiðlum. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson höf. margmiðlunarfræðingur Auglýsing Hafnfirðingarnir ungu, Aron Pálmarsson og Ólafur Guðmundsson, eru í talsvert öðrum sporum nú en fyrir ári. Þá voru þeir að leika með meistara- og unglingaflokki FH en núna eru þessir 19 ára strákar á leið á EM í Austurríki með íslenska A-lands- liðinu. „Þetta gerist hratt. Fyrir einu ári vorum við bara að spila með unglingaflokki fyrir framan mömmu og pabba. Það verður talsvert annað að spila á EM,“ sagði Ólafur Andrés við Fréttablaðið í gær. Hann er nokkrum mánuðum eldri en Aron sem er því yngstur í hópnum. „Ég er enn kjúklingurinn og allt í lagi með það,“ segir Aron en þeir félagar verða samt ekki saman á herbergi þar sem Aron hefur þegar komið sér vel fyrir við hlið fósturbróður síns, Loga Geirssonar. „Það er mjög gaman að við séum báðir að fara á þetta mót. Við erum búnir að spila saman með FH upp alla yngri flokkana í bæði handbolta og fótbolta sem og með yngri landsliðum,“ segir Aron en Ólafur segir alla tíð hafa verið gott að spila með Aroni. Aron söðlaði um í sumar og gekk í raðir þýska stórliðs- ins Kiel en Ólafur spilar enn með FH. Hann er eini leik- maðurinn úr N1-deildinni sem komst í hópinn. Það kom því meira á óvart að hann skyldi verða valinn enda ekki verið viðloðandi landsliðið jafn mikið síðustu mánuði og Aron. „Ég gerði mitt besta til þess að ná sætinu og það gekk upp sem er ánægjulegt. Ég get ekki neitað því að ég er hrikalega spenntur fyrir þessu móti. Þetta verður algjört ævintýri. Vissulega mikl- ar breytingar á skömmum tíma en jákvæðar,“ segir Ólafur en hann var ekki eins stressaður fyrir valið og pabbi hans. „Ég var ekki að velta mér mikið upp úr þessu en pabbi var að teikna þetta upp og reikna fram og til baka. Hann hafði að lokum rétt fyrir sér og var eðlilega ánægður með það.“ FH-INGARNIR ARON PÁLMARSSON OG ÓLAFUR GUÐMUNDSSON: FRÁ FH Á EM Á AÐEINS EINU ÁRI Það verður algjört ævintýri að fara á EM FÓTBOLTI Liverpool-mennirn- ir Fernando Torres, Steven Gerrard og Yossi Benayo- un meiddust allir í bikar- leiknum gegn Reading og verða ekki með næstu vikurnar. Þessar slæmu frétt- ir eru ekki til að létta brúnina á stuðnings- mönnum Liverpool eftir að liðið féll út úr enska bikarnum fyrir B-deild- arliði Reading. Fernando Torres verð- ur ekki með Liverpool næstu sex vikurnar. Það kom í ljós að liðþófi í hné væri farinn hjá framherjanum. Steven Gerrard fór af velli í hálfleik í leikn- um eftir að hafa togn- að aftan í læri og hann verður frá keppni næsta hálfa mánuðinn. Yossi Benayoun braut rifbein í leiknum og verð- ur ekki með Liverpool næstu fjórar vikurnar. - óój Reading-leikurinn var dýr fyrir Liverpool: Lykilmenn meiddir IE-deild karla: Grindavík-Fjölnir 109-111 Stig Grindavíkur: Darrell Flake 38, Ómar Sævars- son 22, Guðlaugur Eyjólfsson 20, Ólafur Ólafsson 17, Páll Axel Vilbergsson 6, Nökkvi Jónsson 3, Björn Brynjólfsson 3. Stig Fjölnis: Ægir Steinarsson 33 (13 stoðs.), Chris Smith 21, Tómas Tómasson 20, Magni Hafsteins- son 12, Arnþór Guðmundsson 12, Jón Sverrisson 6, Sindri Kárason 5, Garðar Sveinbjörnsson 2. FSu-Hamar 78-91 Stig FSu: Richard Williams 27, Aleksas Zimnickas 15, Chris Caird 13, Dominic Baker 7, Kjartan Kára- son 7, Sæmundur Valdimarsson 4, Jake Wyatt 3, Orri Jónsson 2. Stig Hamars: Andre Dabney 35 (11 frák.), Marvin Valdimarsson 23, Páll Helgason 13, Viðar Haf- steinsson 9, Svavar Pálsson 5, Ragnar Nathana- elsson 2, Bjarni Lárusson 2, Oddur Ólafsson 2. Tindastóll-Njarðvík 80-106 Stig Tindastóls: Michael Giovacchini 19, Kenney Boyd 16, Axel Kárason 10, Friðrik Hreinsson 9, Svavar Birgisson 9, Helgi Margeirsson 8, Helgi Viggósson 6, Sigmar Björnsson 2. Stig Njarðvíkur: Jóhann Árni Ólafsson 18, Friðrik Stefánsson 15, Nick Bradford 14, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Guðmundur Jónsson 10, Rúnar Erlingsson 8, Kristján Sigurðsson 6, Páll Kristins- son 6, Grétar Garðarsson 5, Magnús Gunnarsson 5, Egill Jónasson 4, Elías Kristjánsson 2. STAÐAN: Njarðvík 13 11 2 1160-966 22 Stjarnan 12 10 2 1051-940 20 KR 12 10 2 1130-987 20 Keflavík 12 9 3 1056-911 18 Grindavík 13 8 5 1219-1049 16 Snæfell 12 8 4 1108-968 16 ÍR 12 5 7 1001-1058 10 Hamar 13 5 8 1077-1124 10 Tindastóll 13 4 9 1079-1174 8 Fjölnir 13 3 10 1016-1054 6 Breiðablik 12 2 10 905-1057 4 FSu 13 0 13 871-1264 0 Enski deildarbikarinn: Blackburn-Aston Villa 0-1 0-1 James Milner (23.). ÚRSLIT > Helgi Pétur hættur á Skaganum Helgi Pétur Magnússon hefur gert Skagamönnum ljóst að hann muni ekki leika með knattspyrnuliði félagsins næsta sumar. Helgi Pétur hefur nýlokið lögfræðiprófi og er farinn að starfa hjá lögfræðistofu í Reykjavík. Á heimasíðu Skagamanna er sagt alls óvíst hvort Helgi Pétur haldi áfram að leika knattspyrnu. Orðrómur er um að Gunnlaugur Jóns- son, þjálfari Vals, muni reyna að lokka Helga Pétur á Hlíðarendann sem er að verða vinsæll áningarstaður hjá Skaga- mönnum. Forráðamenn ÍA eru að vinna í að fá atvinnuleyfi fyrir Igor Pesic og eru þeir bjartsýnir á að leyfið fáist fyrr frekar en síðar. KÖRFUBOLTI Raunir Grindvíkinga í körfuboltanum héldu áfram í gær er liðið tapaði á heimavelli fyrir Fjölni sem var í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Fjölnismenn voru lengstum skrefi á undan en Grindavík kom til baka og þvingaði fram fram- lengingu. Þar var Fjölnir einnig sterkari og aftur kom Grindavík til baka en þriggja stiga karfa Tómasar Tómassonar tryggði Fjölnismönnum óvæntan sigur. Grindvíkingar halda því áfram að valda vonbrigðum á nýju ári. Njarðvíkingar misstigu sig ekki þegar liðið hélt á Krókinn þar sem þeir unnu öruggan sigur og tylltu sér á toppinn í deildinni. Njarðvíkingar hafa reyndar spil- að leik meira en Stjarnan og KR. - hbg Grindavík tapaði óvænt fyrir Fjölni í Röstinni: Njarðvík á toppinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.