Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 12
12 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR Hamfarir á Haítí Hafðu samband sími Á þú sem 444 Arion banki kynnir lausnir vegna íbúðalána Eingöngu vaxtagreiðslur í eitt ár Viðskiptavinir með íbúðalán geta óskað eftir að greiða eingöngu vexti í eitt ár.* Kjör verðtryggðra íbúðalána haldast óbreytt Íbúðalán með föstum verðtryggðum vöxtum, sem veitt hafa verið frá árinu 2004, breytast ekki til hækkunar út lánstíma lánanna. Engar uppboðsbeiðnir íbúðalána út árið 2010 Bankinn mun fresta öllum uppboðsbeiðnum til sýslumanna út árið 2010. Íbúðalán ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 63 6 01 /1 0 * Leiðin býðst ekki þeim sem eru með erlend lán, né heldur þeim sem skipta úr erlendum lánum og velja 30% höfuðstólslækkun og 6% óverðtryggða vexti. Íslenska alþjóðabjörgunarsveit- in hafði bjargað tveimur ungum konum og var að ná þeirri þriðju úr rústum matvörumarkaðar þegar blaðið náði tali af Lárusi Bjarnasyni, fjarskiptamanni, rétt fyrir klukkan átján að íslenskum tíma í gær. Konurnar voru ekki slasaðar, en þjáðust af vatnsskorti og fengu vökva í æð. „Ástandið hér er skelfilegt en við erum í nokkuð góðum gír,“ sagði Lárus Björnsson, fjarskipta- maður hjá Íslensku alþjóðabjörg- unarsveitinni. „Við tókum við í [gær]morgun af sveit heimamanna sem hafði verið að störfum um nóttina,“ segir hann. Íslendingar á svæðinu eru alls 35 talsins og hafa sett upp búðir á flugvellinum í Port-au-Prince, höf- uðborg Haítí. Þeir gera ráð fyrir að vera á staðnum í allt að sex sólarhringa í viðbót. Sveitin var í hópi þeirra björgun- arsveita sem fyrstar komu á ham- farasvæðið í gær, en hinar eru frá Kína, Bandaríkjunum, og Belgíu. Hópar frá íslensku og bandarísku sveitunum voru þeir fyrstu til að hefja eiginleg björgunarstörf á svæðinu, en heimamenn sjá um skipulagningu. Konurnar fundust í rústum fjögurra hæða byggingar sem áður hýsti verslanamiðstöðvar á Caribbean Market. Um níu þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna eru á Haítí og gæta þeir flugvallarsvæðis- ins. Nokkuð hefur borið á glæp- um í kjölfar jarðskjálftanna og íslenska sveitin ætlar að biðja um að friðargæsluliðar fylgi henni við björgunarstörfin. „Okkur finnst við nú ekki að í mikilli hættu en til að forðast að mönnum líði illa er kannski betra að hafa einn eða tvo friðargæslu- liða með í för,“ segir Lárus. Hann þakkar að lokum stuðning að heiman og biður að heilsa heim. klemens@frettabladid.is, olikr@frettabladid.is Ástandið í borginni skelfilegt Íslenska björgunarsveitin fann þrjár konur í rústum matvörumarkaðar í höfuðborg Haítí í gær. Þær eru allar á lífi. Sveitin var meðal fyrstu á svæðið. Friðargæsluliðar fylgja íslensku sveitinni við björgunarstörf. Átta manns, sem lentu í jarð- skjálftanum á Haítí, voru væntan- legir til Keflavíkurflugvallar í nótt. Þá var flugvél Icelandair, sem flutti íslensku rústabjörg- unarsveitina til Haítí væntanleg heim á ný. Íslensk stjórnvöld buðu fram vélina til að ferja útlendinga frá Haítí. Fullri vél var fyrst flogið til Bahamaeyja en sex Þjóðverjar, Breti og Frakki þáðu boð um að fara með vélinni alla leið til Íslands. - pg Flóttafólk frá Haítí til Íslands: Þáðu far frá Haítí til Íslands HAMFARASVÆÐI Þessi þýska móðir með þrjú lítil börn var meðal þeirra sem flugu frá Haítí með vélinni sem flutti rústabjörgunarsveitina á staðinn til Port- au-Prince. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Hlín Baldvinsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, hélt af stað til Haítí síðdegis í gær. Hlín kemur til með að gegna stöðu fjármála- stjóra í sérfræðingateymi Alþjóða Rauða krossins. Hún segist hafa aðstöðu til að bregðast skjótt við og halda til starfa, verandi komin á virðulegan aldur. „Ég er orðin sex barna amma og er í þannig stöðu að síðastliðin tíu ár hef ég unnið fyrir Rauða krossinn og farið fyrir þá í ferðir.“ Hlín segir að núna hafi hún verið stödd heima að skoða hvaða verkefni kynnu að vera fyrir Rauða krossinn á árinu þegar neyðar- kall barst á miðvikudagskvöld frá Alþjóða Rauða krossinum. Innan við sólarhring síðar var Hlín lögð af stað til Haítí, en í gær voru tíu neyðar- teymi Alþjóða Rauða krossins á leið þangað. Hlín segist hins vegar lítið vita hvað bíði þegar út er komið hvað aðbúnað eða húsnæði varðar. - óká PAKKAÐ Neyðarkall barst frá Alþjóða Rauða krossinum á miðvikudagskvöld vegna Haítí. Hér sést Hlín Baldvins- dóttir um hádegisbil í gær að pakka eftir að hafa brugðist við kallinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veit ekki hvað bíður á áfangastað Halldór Elías Guðmundsson var á gangi ásamt hópi skólafélaga um götur Jacmel á Haítí þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann slapp ómeiddur en hluti hótelsins hrundi, þar á meðal herbergi Halldórs, að sögn Jennýjar Brynjars- dóttur, eiginkonu hans. „Þau voru ekki inni á hótelinu og það var guðs mildi,“ sagði Jenný í samtali við Fréttablaðið frá heimili þeirra í Ohio. Að sögn Jennýjar gisti hópurinn á flugbraut flugvallar í borginni fyrstu nóttina eftir skjálftann. Í gær voru þau komin undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna. Óljóst er hvenær þau komast frá landinu. „Hann er fyrst og fremst sleg- inn yfir því að geta ekki aðstoðað,“ segir Jenný. „Hann leggur mikla áherslu á að það þarf hjálp til Haítí.“ Jenný sagðist þakklát fyrir það að vita af Halldóri Elías í góðum höndum undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna. - pg Guðs mildi að þau voru ekki inni á hótelinu HALLDÓR ELÍAS GUÐMUNDSSON Á FLUGVELLINUM Björgunarsveitarmað- ur við birgðir af íslensku vatni. FRÉTTABLAÐIÐ VALLI HÖRMULEG SJÓN Heimamenn reyna að komast leiðar sinnar í gegnum rústir í Port- au-Prince. Talið er að um 50 þúsund manns hafi farist í skjálftanum. M YN D N O R D IC PH O TO /A FP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.