Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 24
4 föstudagur 15. janúar Hjónaleysin Ragn- heiður Gröndal og Guðmundur Pét- ursson hafa búið í Berlín undanfarna mán- uði, en nú eru þau komin heim til að spila í Frí- kirkjunni á fimmtudag- inn. Þau segjast skrimta af listinni, enda setji þau standardinn ekki hátt. Þau sjá mörg tækifæri í að koma íslenskri þjóð- lagahefð á framfæri við heiminn. Viðtal: Dr. Gunni Ljósmyndir: Stefán Karlsson B æði Ragnheiður og Guðmundur slógu í gegn á unga aldri. Ragnheiður var 18 ára þegar fyrsta sólóplatan hennar kom út árið 2003 og sama ár sló hún eftir- minnilega í gegn þegar hún söng lag Magnúsar Þórs Sigmunds- sonar, Ást. Síðan hefur hún gert fimm sólóplötur. Guðmundur varð landsfrægur fjórtán ára með rafmögnuðum gítarleik í Músík- tilraunum með Bláa bílskúrsband- inu. Síðan þá hefur hann spilað um víðan völl og gefið út tvær sólóplötur. Er ekki stórhættulegt að slá í gegn svona ungur? „Í mínu tilfelli var það ekki svo slæmt því ég var það ungur að ég var ekki orðinn neitt sérstak- lega góður. Þetta var ekkert sem ég þurfti að standa undir,“ segir Guðmundur. „Þetta var mikil at- hygli í smá tíma, en svo komu skil. Þráðurinn hélt ekki beint áfram eftir kosningasjónvarpið 1987. Svo kannski þremur árum seinna var maður farinn að spila með einhverjum prófessjonal körlum.“ „Auðvitað var pínu erfitt að fá mikinn meðbyr svona snemma því þá finnst þér að þú þurfir að standa undir því,“ segir Ragn- heiður. „Ég þoldi ekki hvað Ást varð vinsælt. Þetta var bara lag sem ég söng inn á plötu og ég átti ekki von á þessu. Þetta var ekki mitt persónulega útspil, en svo tengdu mig allir við þetta lag. Ég vildi frekar vera á minni eigin línu. Þetta skapaði sitt dilemma, en það eru líka margir plúsar við að slá í gegn svona strax.“ SKRIMT AF LISTINNI Það vakti nokkra athygli þegar Ragnheiður og Guðmundur byrj- uðu saman. Þau hafa þó engan áhuga á að ræða sambandið op- inberlega. „Það er stundum verið að reyna að fá okkur saman í viðtöl við ein- hver blöð til að ræða samband- ið. Svo á að vera mynd með af okkur að kyssast eða eitthvað, en Gummi er aldrei til í það,“ segir Ragnheiður. „Æ, fyrir mína parta er alveg nóg komið af heitu potta-kjaft- æði,“ segir Guðmundur. „Mér finnst svona blaðamennska alveg sjúklega ansaleg og vandræðaleg. Þótt maður hafi keypti sér raf- magnsgítar einhvern tímann og sé að spila og einhver að hlusta á það, þá hef ég aldrei skilið af hverju ég ætti að fara í blöð og tala um eitthvað allt annað.“ „Ég kaupi mér nú alveg stund- um svona blöð og hef alveg gaman af því að lesa svona,“ segir Ragn- heiður. Guðmundur dæsir. Þau eru barnlaus – enn þá – en eiga tvo ketti. Þau eru því í góðri aðstöðu til að einbeita sér hundrað prósent að tónlistinni. R: „Maður skrimtir einhvern veginn og flýtur áfram með því að vera ekki með of háan lifi- standard. Maður tekur gigg. Ég syng meðal annars í brúðkaup- um og jarðarförum og vinn fyrir mér hér heima með því. Ef maður væri meira fyrir lífsgæðakapp- hlaupið þyrfti maður að fá sér vinnu með.“ G: „Maður helst á floti og hefur það bara allt í lagi. Eina stund- ina er maður atvinnulaus en hina stundina kemur eitthvert djobb og maður nær að redda næsta mánuði. Þetta hefur reyndar allt minnkað í kreppunni.“ R: „Feitu giggin eru fátíðari.“ G: „Í staðinn gerir maður meira af því sem er gaman, en maður fær ekkert fyrir það.“ R: „Þá þarftu ekki að þóknast neinum, öfugt við það þegar þú ert ráðinn á háum taxta til að skemmta einhverjum á árshátíð. Þá er miklu meiri pressa á að þú standir þig. Það er miklu betra að vera sinn eigin herra.“ Er langt síðan þið voru í „venju- legri“ launavinnu? G: „Síðast var ég nýbúinn með grunnskóla að leggja torfþökur á umferðareyju. Ég er búinn að vera gítarleikari síðan.“ R: „Ég var síðast að selja snyrti- vörur um helgar í Hagkaupum þegar ég var sautján ára.“ G: „Ég lít ekki á það sem ég geri sem vinnu. Maður er bara hepp- inn að einhver vill spila með manni. Og stundum fær maður svo borgað fyrir það.“ ÍSLAND EINSLEITT Ragnheiður og Guðmundur fluttu til Berlínar í september og voru þar fram að jólum. Þau fara svo aftur út í febrúar og ætla að minnsta kosti að vera fram á sumar. R: „Það var búið að vera draum- ur lengi að búa þarna.“ G: „Þetta er ekki eins heví stað- ur og London eða New York og miklu auðveldara að komast í samband við fólk. Við kynntumst fólki og erum með verkefni þegar við förum aftur út. Við erum þarna bara og sjáum hvað gerist. Höfum bara gaman af þessu.“ Hvernig er Berlín? R: „Mér finnst vera afslappaðra andrúmsloft þarna en hér. Samt er erfitt að koma sér af stað og aðlagast. Það tekur tíma að fatta hvernig allt fúnkerar og að vera með svona mörgu fólki. Ég er bara svona mikill sveitamaður.“ G: „Ef það væri neðanjarðar- lestakerfi í Reykjavík og þú þyrftir aldrei að vera á bíl á Miklubraut- inni myndirðu upplifa Reykja- vík allt öðruvísi. Kæmir kannski upp á Lækjartorgi og fengir þér pulsu og kæmist svo heim til þín í Fellin á þremur mínútum. Það væri miklu afslappaðra! Í Reykja- vík ertu alltaf í einhverjum hel- vítis bíl keyrandi í illa skipulögðu vegakerfi með óþolinmóðu fólki – Þar verður stressið til.“ R: „Það er líka stressandi að fara í Kringluna. Eiginlega sama á hvaða tíma sem er.“ G: „Á Íslandi er samfélagið svo einsleitt. Það eru allir einhvern veginn að pæla í því sama. Nú eru kannski allir að rífast yfir því síð- asta sem einhver spekúlant sagði um Icesave-málið. Maður losnar við þetta í stærri löndum.“ Á SAUÐSKINNSSKÓM Útgáfutónleikar Tregagásar, nýj- ustu plötu Ragnheiðar, fara fram í Fríkirkjunni á fimmtudaginn í næstu viku. Miðasala er hafin á Midi.is. Tregagás er sjötta plata Ragnheiðar og sjálfstætt fram- hald af plötunni Þjóðlög frá 2006. Innihaldið er íslensk þjóðlög úr bók séra Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk Þjóðlög, útsett upp á nýtt af Ragnheiði og hljómsveit. Hvað er það við íslensku þjóðlögin sem heillar? R: „Mér finnst andinn í þessari músík svo spennandi. Ég ímynda mér fólkið sem var að syngja þessi lög á þessum tímum, allir í torf- kofum og gríðarleg fátækt. það er myrkur tónn í þessari músík og textarnir fallegir. Þeir endurspegla þennan tíma og Ísland. Það er svo margt hægt að gera við þetta efni, oft er ekki nema eitt lítið stef sem hægt er að fara með um víðan völl. Við leyfum andanum að koma yfir okkur.“ G: „Þetta er mjög sérstök músík. Mjög einföld miðað við það sem þú heyrir í þjóðlagatónlist ann- ars staðar frá. Við blöndum svo inn áhrifum frá Írlandi og Búlgar- íu. Þessi þjóðlög geta hafa komið annars staðar frá og þau urðu ekki endilega til á Íslandi, þótt þau hafi varðveist hér. Mér finnst mest spennandi við þetta dæmi að reyna að gera íslenska þjóð- lagatónlist. Það hefur ekki verið virk spilun á þjóðlagatónlist hér í samanburði við önnur lönd. Við erum að reyna að spila það sem er kallað þjóðleg tónlist eða heimstónlist.“ Tónlist Íslands til forna er spennandi en myndi Ragnheið- ur hafa viljað vera uppi á þess- um tíma? „Nei!“ segir hún, ánægð með nú- tímann. „Maður hefði ekki fengið jafn mörg tækifæri eins og núna. Maður hefði bara verið í sauð- skinnsskóm að syngja þjóðlög til að halda á sér hita.“ EKKERT HEITU POTTA-KJAFTÆÐI Ef maður væri meira fyrir lífsgæðakapphlaupið þyrfti maður að fá sér vinnu með Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pét- ursson eru músíkalskt par. ERTU ORKULAUS? Viltu finna orkubreytingu STRAX! Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða. Énaxin total er frábær jurtaformúla með Rhodiolu ásamt dagskammti af vítamínum og steinefnum Þægilegt, aðeins 1 tafla á dag … Ragnheiður söng á jiddísku á plötu með Schpilkas, sem bróðir hennar, Haukur Gröndal, er í. … Guðmundur samdi tvö lög með Bubba Morthens, Sumarið í Reykjavík og Leiðin liggur ekki heim. … Ragnheiður hefur sungið þrjú lög í forkeppni Eurovision og samdi texta við lag sem Tómas Hermannsson samdi í keppnina. … Guðmundur gleymir seint ræðu bankastjóra Landsbankans sem hann heyrði þegar hann spilaði á árshátíð LÍ árið 2007 í Egilshöll. Ræðan var um það að í blöðunum hefði komið fram að íbúar á Ís- landi væru orðnir þeir skuldugustu í heimi miðað við höfðatölu, og þessu var fagnað með ærandi lófataki. Það runnu tvær grímur á Guðmund og eftir á fannst honum eins og hann hefði verið við hvatn- ingarræðu Hitlers rétt áður en Þýskaland tapaði stríðinu. … Ragnheiður og Guðmundur segja að besta kebabið í Berlín sé að fá á Tayfun á Schönhauser Allé. Besta sushi-ið er hins vegar á stöðunum Sasaya og Kuchi. Vissirðu að … „Maður skrimtir einhvern veginn og flýtur áfram með því að vera ekki með of háan lifistandard. Maður tekur gigg. Ég syng meðal annars í brúðkaupum og jarðarförum og vinn fyrir mér hér heima með því.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.