Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég kaupi oft tilbúið deig á ein- hverjum pitsustað eða útbý það sjálf en þá vil ég láta það bíða í ísskáp yfir nótt til að losna við mesta gerbragðið,“ segir Ágústa sem leikur sér með hið ólíklegasta álegg á pitsurnar sínar. Pitsuna sem hún gefur upp- skrift að valdi hún þar sem hún er létt og fersk og hentar vel í kjöl- far jólanna. Þá segir Ágústa hana einstaklega kreppuvæna þar sem allt hráefnið hafi kostað þúsund krónur. „Við erum oft með pitsuboð fyrir vini okkar og gerum þá nokkrar gerðir af öðruvísi pit- sum. Maður sér oft að karlmenn- irnir líta þessa hornauga því það er ekki kjöt á henni. En þegar þeir smakka hana eru þeir yfirleitt mjög ánægðir með hana, enda gerir kúluosturinn mjög mikið,“ útskýrir Ágústa. Heilsuræktarfrömuðurinn er lítið fyrir hefðbundið álegg á borð við pepperoni. „Svo finnst mér hefðbundnar pitsur með Afbragðs kreppupitsa Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, býr ósjaldan til pitsu í matinn. Hún notar hið ólíklegasta álegg á borð við kartöflur, kjúkling, humar og afganga en sjaldnast hina hefðbundnu tómatsósu. Ágústa Johnson með létta og ferska pitsu með mozzarella-osti, klettasalati, tómötum og hvítlauk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ólívuolía 1-2 hvítlauksrif söxuð steinselja salt og pipar Blandað saman og smyrjið á útflatt deigið. Sett inn í ofn. 3-4 tómatar 1 kúla mozzarella-ostur 1 msk. basilpestó ½ msk. ólívuolía klettasalat svartur pipar Tómatarnir eru saxaðir í litla munn- bita. Osturinn rifinn niður í smáa bita, pestói og ólívuolíu blandað saman. Þegar pitsan er tekin úr ofninum er tómötunum dreift yfir, síðan mozza- rella-ostinum. Pestóinu er slett létt yfir og síðan klettasalatið sett ofan á. Að lokum er pitsan pipruð örlítið. LÉTT OG GÓÐ PITSA Í ÁRSBYRJUN tómatsósu allar smakkast eins þar sem tómatsósan er svo ríkjandi. Við byrjuðum því fyrir mörgum árum að gera alls konar tilraun- ir og viða að okkur uppskrift- um að pitsum sem eru ekki með tómatsósu.“ Ágústa notar ýmislegt hráefni á pitsur, til að mynda humar, kjúkl- ing, afgangsgrænmeti og kartöfl- ur. „Með kartöflunum er gott að nota rósmarín og hvítlauk. Það er súpereinfalt og kostar mjög lítið.“ solveig@frettabladid.is ÍSLENSKA KOKKALANDSLIÐIÐ er komið með sérvef á síðunni www.freisting.is vegna heimsmeistarakeppninnar Expogast- Culinary World Cup í Lúxemborg sem liðið tekur þátt í dagana 20.- 24. nóvember 2010. Þá má þess geta að þátt um liðið og undirbún- ing þess fyrir mótið er að finna á Netinu en þættirnir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni ÍNN undir heitinu Ertu í mat? Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 9. janúar - 28. febrúar Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði. Tilvalið fyrirárshátíðina! HUMAR OG SALTFISKKRÓKETTUR með tómatsultu, blönduðu salati og humarmajonesi RJÓMALÖGUÐ SJÁVARRÉTTASÚPA með steiktum tígrisrækjum, rjómatoppi og karrýolíu FISKUR DAGSINS ferskasti hverju sinni, útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar (4.990 kr.) PÖNNUSTEIKTUR FASANI með polentu og kóngasveppasósu (5.590 kr.) PRIME RIBS með kartöfluturni, Bearnaisesósu og steinseljurótarmauki (6.590 kr.) NAUTALUND með grænmetismósaík og blönduðum skógarsveppum (7.590 kr.) SÚKKULAÐIFRAUÐ með hindberjahlaupi, ferskum ávöxtum og passionís 1 2 3 4 VELDU MILLI FJÖGURRA AÐALRÉTTA Góð tækifærisgjöf !

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.