Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2010, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 25.01.2010, Qupperneq 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Þessar litlu könnur undir olíu og edik eru í raun tengdar tvennum minningum,“ byrjar Anna Þor- björg frásögn sína um leið og hún hefur á loft skrautleg ílát í ker- amikkörfu. „Þegar við maðurinn minn, Þórarinn Guðnason, vorum ungir námsmenn í Gautaborg í Sví- þjóð ákváðum við að senda börnin heim til Íslands og skreppa sjálf í vikuferð til Suður-Ítalíu. Við fórum með danskri ferðaskrifstofu, flug- um frá Kaupmannahöfn og vorum svo fátæk að við sváfum í bílnum á Kastrup. Þar með var tónninn sleginn og þetta varð voða róm- antísk ferð í eitt og allt. Við skoð- uðum Pompei, Vesúvíus, hellana á Capri og margt fleira eftirminni- legt. Í litlu þorpunum á ströndinni var allt fullt af keramiki og mér fannst litirnir í því minna mig svo á ömmu en við höfðum eytt öllum peningnum í flugið og keyptum ekkert.“ Þegar Anna Þorbjörg kom heim til Íslands og hitti þar ömmu sína, Önnu Þorbjörgu Kristjánsdótt- ur, sagði hún henni frá ferðinni. „Þá kom í ljós að hún hafði verið á sömu slóðum með afa að minnsta kosti þrjátíu árum fyrr. Hún var mjög hneyksluð á því að ég hefði ekki keypt neitt keramik, fannst það merki um helst til mikla fátækt að láta það ekki eftir sér. Þegar ég hitti hana viku seinna gaf hún mér þessar litlu könnur sem hún hafði keypt þar. Sagði að það væri okkar sameiginlega minning um þennan stað. Ég hef þær alltaf inni í stofu hjá mér þó mér finnist þær ekk- ert gífurlega fallegar. Þær minna mig annars vegar á þessa ferð með manninum mínum og hin mörgu litlu ævintýri sem við lentum í og hins vegar á ömmu mína.“ Í lokin kveðst Anna Þorbjörg vera eiginlega komin öfugu megin við borðið í þessu viðtali. „Ég er sjálf í söfnun á munum og er allt- af að kreista fram sögurnar með, annars hafa hlutirnir svo litla þýð- ingu, jafnvel fyrir söfnin. Það eru þær sem skipta máli. Svo þetta kom vel á vondan.“ gun@frettabladid.is Rómantíkin rifjast upp Tvær litlar keramikkönnur minna Önnu Þorbjörgu Kristjánsdóttur, safnstjóra Læknaminjasafns Íslands, á ævintýraferð til Ítalíu með eiginmanninum og líka á ömmuna sem bjargaði henni fyrir horn. Anna Þorbjörg með keramikið frá ömmu sem indælar minningar eru tengdar við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FREDERIK ROIJÉ er hollenskur hönnuður sem nýlega kynnti nýjar skálar á hönnunarsýningu í Köln. Skálarnar eru allar mótaðar eftir kortum af hinum ýmsu borgum í heiminum. Gardinur fataefni gjafavara ‘ Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Fyrst og fremst í heilsudýnum 3 mán. vaxtalausar greiðslur Opið virkadaga frá 10.00-18.00 lau 12.00-16.00 ÚTSALA 20-50% afslátturaf völdum vörum TÍU ÞÚSUND KRÓNUR PENINGABAN KI ÍSLANDS SAMKVÆMT S VEFN & HEILS U JANÚAR 2005 E20052006 E20052006 Matthías Ásgei rsson TTT 10.000 kr. vöruúttekt fylgir hverju heilsurúmi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.