Fréttablaðið - 25.01.2010, Page 41
MÁNUDAGUR 25. janúar 2010 25
AUDDI OG ÞÚ Í BEINNI
SENDU KVEÐJU TIL STRÁKANNA OKKAR
Notaðu vefmyndavélina þína til að hvetja strákana okkar til dáða. Farðu inn
á ibs.is til að senda þína kveðju og skoða kveðjur annarra. Þú getur líka sent
textakveðju. Bestu kveðjurnar fá verðlaun.
FYLGSTU MEÐ AUDDA
Auddi verður í beinni með góðum gestum meðan á leikjum íslenska liðsins
stendur. Fylgstu með Audda í beinni á ibs.is og sjáðu leikinn frá öðru sjónarhorni.
FARÐU INN Á
WWW.IBS.IS OG
SKEMMTU ÞÉR VEL
ICELANDAIR STYÐUR LANDSLIÐIÐ
N1-deild kvenna:
Fylkir – Valur 14-31
Mörk Fylkis: Sunna María Einarsdóttir 6, Sunna
Jónsdóttir 3, Hildur Harðardóttir 2, Laufey
Guðmundsdóttir 1, Elín Helga Jónsdóttir 1, Tinna
Soffía Traustadóttir 1.
Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Íris
Ásta Pétursdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 4,
Hrafnhildur Skúladóttir 3, Karólína Gunnarsdóttir
3, Rebekka Skúladóttir 2, Arndís Erlingsdóttir 2,
Katrín Andrésdóttir 1, Soffía Rut Gísladóttir 1,
Berglind Íris Hansdóttir 1, Ágústa Edda Björns-
dóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Haukar – Stjarnan 26-22
Mörk Hauka: Hanna Stefánsdóttir 7, Ramune
Pekarskyte 7, Erna Þráinsdóttir 5, Nína Arn-
finnsdóttir 3, Þórunn Friðriksdóttir 2, Sandra
Sigurjónsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Harpa Sig Eyjólfsdóttir 6, Alina
Daniela Tamasan 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 3,
Þorgerður Atladóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir
2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Jóna Sigríður
Halldórsdóttir 1.
KA/Þór – Víkingur 30-19
Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 6, Inga
Dís Sigurðardóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 5, Katrín
Vilhjálmsdóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 3, Emma
Havin Sardardóttir 3, Kolbrún Einarsdóttr 2, Aldís
Mánadóttir 1, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1.
Mörk Víkings: Guðríður Ósk Jónsdóttir 6, Jóhanna
Guðbjörnsdóttir 4, María Karlsdóttir 3, Fríða
Jónsdóttir 2, Berglind Halldórsdóttir 1, Helga Hall-
dórsdóttir 1, Brynhildur Bolladóttir 1, Alexandra
Kristjánsdóttir 1.
ÚRSLIT
ENN Á TOPPNUM Anna Úrsula og félagar
í Val eru óstöðvandi og unnu enn einn
leikinn um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
IE-deild karla:
Stjarnan-Snæfell 87-93
Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 22, Jovan Zdra-
vevski 20, Kjartan Kjartansson 13, Fannar Helgas.
12, Magnús Helgas. 11, Guðjón Lárusson 9.
Stig Snæfells: Sean Burton 22, Emil Jóhannsson
21, Hlynur Bæringsson 19, Sigurður Þorvalds. 18,
Jón Jónsson 5, Sveinn Davíðs. 5, Páll Helgas. 3.
Hamar-ÍR 102-81
Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 29, Oddur
Ólafsson 26, Andre Dabney 23, Svavar Pálsson
13, Ragnar Nathanaels. 10, Viðar Hafsteinsson 1.
Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 19, Eiríkur
Önundarson 17, Michael Jefferson 13, Ólafur
Þórisson 10, Kristinn Jónasson 8, Nemanja Sovic
7, Steinar Arason 5, Elvar Guðmundsson 2.
Fjölnir-Keflavík 84-103
Stig Fjölnis: Chris Smith 27, Tómas Tómasson
19, Ægir Steinarsson 13, Sindri Kárason 7, Magni
Hafsteinsson 7, Sverrir Karlsson 6, Arnþór Guð-
mundsson 3, Jón Sverrisson 2.
Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 25, Draelon
Burns 17, Þröstur Jóhannsson 17, Hörður Axel
Vilhjálmsson 17, Sigurður Þorsteinsson 8, Jón
Nordal Hafsteinsson 8, Elentínus Margeirsson 5,
Sverrir Sverrisson 4, Gunnar Stefánsson 2.
EM í handbolta:
Frakkland-Þýskaland 24-22
Spánn-Pólland 26-32
Slóvenía-Tékkland 35-37
ÚRSLIT
HANDBOLTI Frakkar og Pólverjar
standa ansi vel að vígi í milliriðli
2 á EM eftir sigra í gær.
Frakkar lögðu Þjóðverja og
Pólverjar skelltu Spánverjum í
afar mikilvægum leik.
Fyrir vikið eru Frakkar og
Pólverjar í efstu sætum riðilsins
með fimm stig.
Spánverjar eru aftur á móti
með þrjú stig. Tékkar eru með
tvö stig eins og Slóvenía eftir að
hafa unnið afar óvæntan sigur á
spútnikliði Slóveníu í gær. Þjóð-
verjar hafa eitt stig. - hbg
Milliriðill 2 á EM í handbolta:
Frakkar og
Pólverjar efstir
KÖRFUBOLTI „Þetta var sætaskipta-
leikur sem við náðum að vinna og
við erum virkilega stoltir af því,“
sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálf-
ari Snæfells, eftir sigur liðsins á
Stjörnunni í Garðabænum í gær.
Leikurinn endaði 87-93 og var
virkilega jafn og spennandi eins
og búist var við.
„Það er ekki auðvelt að spila
við Stjörnuna á þeirra heimavelli
og ég er mjög sáttur við að landa
sigri, sérstaklega eftir svona rússí-
banaleik. Þeir þrír sem fyrirfram
eru okkar lykilmenn voru að skila
góðu framlagi,“ sagði Ingi og var
þar að tala um Hlyn Bæringsson,
Sean Burton og Sigurð Þorvalds-
son.
„Að auki sýndi Emil Þór (Jóhann-
esson) hversu megnugur hann er
og Sveinn Arnar (Davíðsson) kom
mjög flottur inn. Ég er rosalega
ánægður með hvernig þeir stigu
upp.“
Stjörnumenn voru betri á fyrstu
andartökum leiksins og náðu fljót-
lega ágætri forystu. Snæfellingar
fundu betri takt í leik sinn hægt
og rólega en voru tveimur stigum
undir eftir fyrsta leikhluta 23-21.
Þeir komust yfir í fyrsta sinn
þegar rúm mínúta var eftir af
öðrum leikhluta og fóru til bún-
ingsherbergja með þriggja stiga
forystu, staðan 43-46 í hálfleik.
Hart var barist í þriðja leikhlut-
anum og liðin skiptust á um að hafa
forystuna. Heimamenn leiddu með
sjö stigum fyrir lokafjórðunginn.
Á lokasprettinum reyndust Snæ-
fellingar hins vegar sterkari og
tilraunir Stjörnunnar til að jafna
í lokin gengu ekki. Spennan var
mikil en gestirnir glöddust mikið
þegar leiktíminn rann út.
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörn-
unnar, var sammála blaðamanni
um að spilamennska liðsins hafi
verið of sveiflukennd. „Við spil-
uðum bara ekki nægilega vel og
gátum oft gert betur. Það er í raun
bara furðulegt að við höfum verið
inni í leiknum allan tímann miðað
við hvernig við spiluðum,“ sagði
Teitur en Garðbæingar hafa nú
tapað tveimur leikjum í röð.
„Við erum frekar þunnir núna
og ekki nægilega margir sem hafa
afrekað eitthvað inni á vellinum.
Það er að bíta á. Við megum ekki
við neinum meiðslum. Þetta er
mjög erfitt en samt engin afsök-
un fyrir því að við spiluðum ekki
betur í dag.“
elvargeir@frettabladid.is
Rússíbanaleikur í Ásgarði
Snæfell fór góða ferð í Garðabæinn. Þjálfari Stjörnunnar segir furðulegt að sín-
ir menn hafi verið inn í leiknum allan tímann miðað við spilamennskuna.
BARÁTTA Hlynur Bæringsson og Jovan Zdravevski berjast hér um boltann í Ásgarði í
gær. Það var hart tekist á eins og sjá má. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI