Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 2
2 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Sophia Hansen neit- aði fyrir dómi í gær að hún hefði skrifað undir þrjú viðskiptabréf, samtals að upphæð um 42 millj- ónir króna og fleiri pappíra. Hún fyllyrðir að Sigurður Pétur Harð- arson hafi falsað undirskrift henn- ar á bréfunum. Hún hefur nú verið ákærð fyrir fjársvik. Sigurður Pétur, sem starfaði náið með Sophiu við að fá dætur hennar heim til Íslands, bar að hann hefði séð Sophiu undirrita umrædd bréf, ýmist á hóteli í Tyrklandi eða á heimili hennar. Rúnu dóttur hennar hefði hann séð votta undirskriftina á sumum skjalanna. „Ég skil ekki hvað þú ert að bulla,“ heyrðist Sophia þá segja hálfhátt. Sigurður Pétur bar að hann hefði farið út að borða á hóteli í Istanbúl með Sophiu, Rúnu, eig- inmanni hennar og barni á tíma- bilinu 2005 þegar þær mæðgur hafi skrifað undir eitt bréfanna. Þessu neituðu bæði Sophia og Rúna. Sænskur rithandarsér- fræðingur sem kom fyrir dóminn sagði rannsókn sína og samstarfs- manns síns benda eindregið til þess að Sophia hefði skrifað undir umrædd skjöl. Nokkur vitni voru leidd fyrir dóminn í gær, auk þess sem Rúna Hansen, dóttir Sophiu, bar vitni símleiðis frá Tyrklandi. Undir- skrift Rúnu var á sumum þeirra skjala sem lögð voru fram í dóm- inum, þar sem hún var sögð hafa vottað undirskrift Sophiu. Sophia taldi það af og frá að dóttir sín hefði skrifað eitthvað sem hún ekki skildi, þar sem hún hvorki talaði né læsi íslensku. Rúna sjálf neitaði að hafa vottað undirskrift Sophiu. Athygli vöktu hörð viðbrögð Sophiu í dómsal þegar vitni sögðu eitthvað sem henni hugnaðist sjáanlega ekki. Ragnar H. Hall kvaðst hafa útbúið bréf að beiðni Sigurðar Pét- urs, til tryggingar því að sá síð- arnefndi fengi greiddar þær fjár- hæðir sem hann hefði lagt út til greiðslu á skuldum Sophiu. Þetta hefði verið með hennar vitund og samþykki. „Mér er alveg sama hvað Ragn- ar segir hér. Ég ber ekki ábyrgð á hans orðum,“ heyrðist þá Sophia segja. Hörður, faðir Sigurðar Péturs, kvaðst hafa útbúið veðskuldabréf upp á þrjár milljónir til að greiða skuldir Sophiu er hún dvaldi í Tyrklandi. Sjálf hefði hún lagt til upphæð og greiðslukjör. „Ég get bætt við að ég fékk jóla- kort frá henni með afskaplega miklu þakklæti fyrir aðstoðina,“ sagði Hörður. Sophia hefði þó ekki greitt bréfið fyrr en það hafði verið sett í innheimtu. jss@frettabladid.is SOPHIA HANSEN Mætti ásamt verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni hæstaréttarlög- manni, í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sophia brást hart við í dómsalnum Sophia Hansen neitaði fyrir dómi í gær að hún hefði skrifað undir þrjú við- skiptabréf. Hún hefur verið ákærð fyrir fjársvik. Rúna Hansen, dóttir hennar, bar vitni símleiðis frá Tyrklandi. Hörð viðbrögð Sophiu í dómsal vöktu athygli. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA Nýr Rauðmagi Glæný Línuýsa Páll, gréstu krókódílatárum yfir bráðinni? „Nei, ég grét veiðitárum.“ Páll Reynisson veiðimaður veiddi sinn fyrsta krókódíl í Suður-Afríku á dögunum. Konan sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu á Langjökli um helgina hét Halldóra Bene- diktsdóttir. Hún var fædd 8. okt- óber 1964 og var til heimilis að Brekkubyggð 28 í Garðabæ. Halldóra lét eftir sig eigin- mann og þrjú börn á aldrinum 7 til 20 ára. Sjö ára sonur Hall- dóru féll einnig í sprunguna en er á batavegi. Lést í slysi á Langjökli SVISS Viðræður milli Rússa og Bandaríkjamanna um fækkun kjarnorkuvopna hafa hafist á ný í Genf í Sviss, að sögn bandarískra embættismanna sem ræddu við fréttamenn AP-fréttastofunnar. Viðræðurnar hafa staðið lengi og snúast um hvað koma skuli í stað samkomulagsins frá 1991 um fækkun kjarnorkuvopna. Til stóð að nýtt samkomulag yrði tilbúið þegar fyrri samningurinn rann út 5. desember síðastliðinn. Michael Parmly, talsmaður bandarísku sendinefndarinnar, sagðist í byrjun vikunnar von- ast til þess að „hægt yrði að ljúka fljótlega þeim viðræðum sem eftir standa“. Hann vildi hins vegar ekki spá fyrir um hvenær það kynni nákvæmlega að vera. Sergey Lavrov, utanríkisráð- herra Rússa, lét í síðustu viku hafa eftir sér að vonir stæðu til að samkomu- lag næðist um frekari afvopn- un „innan fárra vikna“. Embættis- menn í viðræðu- nefnd Rússa í Genf vildu ekk- ert láta hafa eftir sér um málið þegar við þá var rætt í byrjun vikunnar. Nýtt samkomulag þjóðanna um fækkun kjarnorkuvopna á að vera til tíu ára, en viðræður komust á skrið á ný eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti og Dmitrí Med- vedev, forseti Rússlands, náðu samkomulagi um að skorið yrði niður um þriðjung í kjarnaoddum beggja þjóða sem þegar hafi verið komið fyrir á hernaðarlega mikil- vægum stöðum. - óká FUNDUR Í FYRRASUMAR Dmitrí Med- vedev og Barack Obama á fundi þeirra í Moskvu í júlíbyrjun í fyrra. Forsetarnir hittust til að ræða fækkun kjarnavopna. NORDICPHOTOS/AFP Viðræður sendinefnda Rússa og Bandaríkjamanna í Sviss hafnar á ný: Rætt um fækkun kjarnorkuvopna SERGEI LAVROV STJÓRNMÁL Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur tekið sæti Ásbjörns Óttarssonar, flokksbróð- ur síns, í nefnd alþingismanna sem fara á yfir skýrslu rannsókn- arnefndar þingsins um orsakir hruns fjármálakerfisins á Íslandi. Ásbjörn ákvað sjálfur að víkja úr nefndinni eftir að hafa viður- kennt að hafa tekið sér ólögleg- ar arðgreiðslur upp á tuttugu milljónir króna úr fyrirtæki sínu. Ásbjörn kveðst hafa skilað umræddri upphæð aftur til fyrir- tækisins. Það hafi hann gert eftir að honum varð ljóst við umfjöll- un fjölmiðla að arðgreiðslan hafi ekki verið lögleg þar sem eigin- fjárstaða fyrirtækis hans hafi verið neikvæð þegar arðurinn var tekinn á árinu 2006. - gar Mannaskipti í hrunnefndinni: Ragnheiður í stað Ásbjörns RAGNHEIÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR Tekur sæti í nefnd alþingismanna um við- brögð við hrunskýrslu. DÓMSMÁL Eignarhaldsfélagið Skildingur, í eigu Sigurðar Helgasonar, stjórnarformanns Icelandair, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Glitni 1,1 millj- arð vegna gjaldfallinnar skuldar. Skuld- in er vegna láns sem var tekið árið 2007. Skildingur var stofnaður 2004 um hlutabréf í FL Group. Sig- urður stofnaði félagið ásamt þáverandi lykilstjórnendum Flugleiða. Samkvæmt ársreikn- ingi frá 2007 átti félagið hluti í Bakkavör, Kaupþingi og Lands- bankanum. Eignir félagsins hafa rýrnað til muna við bankahrun- ið. Þá staðfesti dómurinn kyrr- setningu á rúmlega 91 millj- ónar króna á bankareikningi Skildings. - sh Félag Sigurðar Helgasonar: Gert að greiða 1.100 milljónir SIGURÐUR HELGASON Ljósabúnaður víða í ólagi Það hefur vakið sérstaka athygli lögreglu undanfarið að ljósabúnaði margra ökutækja er ábótavant. Ökumenn eru hvattir til að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi enda er hér um mjög mikilvægt öryggisatriði að ræða í skammd- eginu. STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er bjartsýnn á að það takist að ná samstöðu um markmið Íslendinga í við- ræðum við Breta og Hollendinga um Icesave, komi til þeirra. For- ystumenn stjórnmálaflokkanna funduðu í gær. „Það var harður en jákvæður tónn í þessum fundi og eftir hann er ég bjartsýnn á að ríkisstjórn- inni og stjórnarandstöðunni tak- ist að ná samstöðu. Það er algjör forsenda fyrir því að hægt sé að nota sér þau færi sem eru í stöð- unni. Ég er líka orðinn nokkuð viss um það að það eru opnanir gagn- vart viðsemjendum okkar. Ég tel að þeir geri sér grein fyrir þeirri gríðarlega þröngu stöðu sem málið er í.“ Össur segir vitaskuld mun á skoðunum stjórnar og stjórnarand- stöðu, en hann sé bjartsýnn. „Ég er orðinn sannfærður um að þeir eru af mikilli einlægni og heilind- um að skoða það í fyllstu alvöru hvort þeir geti lagt í þessa sjóferð, í herrans nafni og fjörutíu, með okkur. Menn verða að hafa þrek til þess að ná samstöðu í svona örlagastundu í lífi þjóðarinnar.“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra telur að viðræður gætu hafist innan hálfs mánaðar og staðið stutt yfir. - kóp Forystumenn stjórnmálaflokkanna funduðu á ný um Icesave: Össur bjartsýnn á samstöðu UTANRÍKISRÁÐHERRA Segir menn ekki mega bresta þrek til að ná samstöðu á ögurstundu í lífi þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir telur að skynsamlegt hefði verið að hafa sérfræðing með í viðræðum við Breta og Hollend- inga um Icesave. Hún vildi þó ekki viðurkenna að það hefðu verið mistök að skipa Svavar Gestsson yfir samninganefndina. Þetta kom fram í Kastljósi í gær. Jóhanna sagði að hún hefði ítrekað mótmælt því að tengja lán Norðurlandanna við Icesave. Jóhanna hélt utan í gær og mun funda með José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um aðildar- umsókn Íslands að sambandinu. Iceave mun bera á góma. - kóp Forsætisráðherra: Áttum að hafa sérfræðing með Bærinn vill HSS Bæjarstjórn Reykjanesbæjar vill koma að rekstri Heilbrigðistofnunar Suður- nesja til að tryggja grunnþjónustu við íbúa. Bókun þessa efnis var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi, að því er fram kom á vef Víkurfrétta. Í bókuninni segir að bæjarstjórnin vilji að óvissu um framtíðarrekstur stofn- unarinnar verði eytt nú þegar. HEILBRIGÐISMÁL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.