Fréttablaðið - 03.02.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 03.02.2010, Síða 8
 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL Borgarfulltrúar og útvaldir embættis- menn fá ekki lengur ókeypis afnot af sumarhúsi í eigu Reykjavíkurborgar á Úlfljótsvatni. Samkvæmt ákvörðun Ólafs Kr. Hjörleifssonar, skrifstofustjóra borgarstjórnar, mun gjaldið fyrir bústaðinn fylgja gjaldskrá orlofshúsa Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar. Forsætisnefnd sam- þykkti þetta í síðustu viku. Upphaf málsins var tillaga frá Þorleifi Gunnlaugssyni, borgarfulltrúa Vinstri grænna, um að gjald yrði tekið upp. Þess má geta að Þorleifur gerði í fyrra tillögu um að borgar- fulltrúar myndu ekki fá að veiða lax frítt á sérstök- um dögum í Elliðaánum en það var ekki samþykkt. Fréttablaðið óskaði fyrir rúmum tveimur vikum eftir upplýsingum frá Reykjavíkurborg um borgar- ráðsbústaðinn svokallaða á Úlfljótsvatni. Meðal ann- ars er spurt hverjir nákvæmlega eigi rétt á að nota húsið og hverjir það hafi gert síðast liðin þrjú ár. Þá er óskað eftir upplýsingum um rekstrarkostnað húss- ins. Svar hefur enn ekki borist. - gar Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkir gjald fyrir sumarhús á Úlfljótsvatni: Ekki lengur frítt fyrir útvalda BORGARRÁÐSBÚSTAÐURINN Eftirleiðis eiga borgarfulltrúar og háttsettir embættismenn að borga fyrir afnot af bústaðnum á Úlfljótsvatni á sama hátt og almennir borgarstarfsmenn fyrir orlofshús starfsmannafélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 50% afsláttur í bíó fyrir Ringjara. Við sendum tilboð beint í símann. Miðvikudagstilboð Ring: Gláp MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út Gildir í dag, miðvikudag E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 8 4 7 50% afsláttur í bíó hjá Senu fyrir 1 Ringjarar fara inn á ring.is og óska eftir að fá MMS með tilboðum send í símann. Athugið, gildir ekki í lúxussal, á íslenskar myndir eða myndir sýndar í þrívídd. Tilboðið gildir í tilteknum bíóum Senu: Ekkert vesen með afsláttarmiða, þú sýnir bara GSM símann í afgreiðslunni. Bíó á hálfvirði í dag á ring.is Ringjar ar geta sent SM S með textanu m bio í 19 05 og afsl áttarmi ðinn kemur beint í símann VIÐSKIPTI Sala á tónlist í Banda- ríkjunum dróst saman um meira en helming milli áranna 1999 og 2009 samkvæmt nýjum tölum. Sama þróun hefur átt sér stað hér á landi. Í umfjöllun CNN Money.com kemur fram að í Bandaríkjunum hafi sala á tónlist farið úr því að vera 14,6 milljarðar dala (1.860 milljarðar króna) árið 1999 í að vera 6,3 milljarðar dala (tæpir 803 milljarðar króna) á síðasta ári. Hér eru ekki enn til tölur yfir tónlistarsölu í fyrra, en sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands er þró- unin jafnvel enn ískyggilegri sé litið til tíma- bilsins frá 1998 til 2008. Á r ið 19 9 8 s e ld i s t h ér erlend tónlist fyrir 395 milljónir króna í heildsölu á verðlagi þess árs. Það jafngildir 716 milljónum króna á verðlagi ársins 2008, en þá seldist hins vegar erlend tón- list fyrir 165 milljónir króna. Sam- drátturinn nemur 76 prósentum. Heildarsamdráttur er þó heldur minni, eða 54,1 prósent, þar sem sala á íslenskri tónlist hefur ekki dregist jafnmikið saman. „Geirinn er að laga sig að kröf- um neytenda um hvernig, hvenær og hvar þeir hlusta á tónlist og við höfum átt við nokkra vaxtarverki að stríða í að hafa tekjur af þessum breytingum,“ hefur CNN Money eftir Joshua Friedman, varafor- seta RIAA, samtaka tónlistar- framleiðenda í Bandaríkjunum. Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, segir algjört hrun hafa orðið í sölu á erlendri tónlist síðasta áratug. „Þannig að tölurnar styðja ekki fullyrðingar sem settar hafa verið fram um að niðurhal tónlistar á Netinu styðji við almenna tónlist- arsölu,“ segir hann og bendir á að þar til fyrir fáum árum hafi hlut- deild erlendrar tónlistar verið í kringum 60 prósent á móti þeirri íslensku. „Núna er þetta hlutfall komið niður í 35 prósent.“ Gunnar segir vangaveltur um að ástæður hruns í sölu á erlendri tónlist sé að finna bæði í því hversu dýr tónlist sé orðin, en líklegra sé að þarna gæti að mestu áhrifa niðurhals af Net- inu. Það endurspeglist líka í því að þótt margir virðist ekki hika við að hlaða niður erlendri tón- list þá kaupi menn frekar geisla- diska með íslenskum tónlistar- mönnum. Gunnar segir að sýna þurfi fólki fram á samhengi hlutanna. „Það verður engin tónlist til á Íslandi ef enginn er til í að borga tónlistar- mönnunum.“ olikr@frettabladid.is GUNNAR GUÐMUNDSSON Sala tónlistar hefur hrunið síðustu ár Sala á erlendri tónlist á Íslandi rúmlega fjórum sinnum meiri árið 1998 en hún var árið 2008. Minnkandi sala er rakin til niðurhals af Netinu. Ný rannsókn sýn- ir að hrun hefur einnig orðið á tónlistarsölu í Bandaríkjunum síðasta áratug. Tónlistarsala í Bandaríkjunum 1999-2009 15 12 9 6 M ill ja rð ar B an da rík ja da la 1999 2009 14,6 milljarðar 6,3 milljarðar Tónlistarsala á Íslandi 1998-2008 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 1.200 1.000 800 600 400 200 0 M ill jó ni r k ró na Söluandvirði í heildsölu alls Söluandvirði í heildsölu erlend 1.290 milljónir 716 milljónir 165 milljónir 592 milljónir ÁLFTANES Vonast er eftir tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna fjárhagsstöðu Álftaness í þessari viku. Ákvörðun um formlegar við- ræður um sameiningu Álftaness og Garðabæjar verður ekki tekin fyrr en niðurstaða ríkisstjórnar- innar liggur fyrir, að sögn Pálma Mássonar, bæjarstjóra á Álftanesi. Sveitarfélögin hafa átt undirbún- ingsviðræður. Pálmi segir að sam- eining við önnur sveitarfélög verði ekki könnuð fyrr en niðurstaða sé fengin í þær viðræður. Samkvæmt samningi við Eftir- litsnefnd um fjármál sveitarfélaga (EFS) er Álftnesingum skylt að leita eftir sameiningu við önnur sveitarfélög. Undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí er þó í fullum gangi á Álftanesi. Í gærkvöldi funduðu bæði sjálf- stæðismenn og framsóknarmenn þar um framboðsmál. Pálmi segir ekkert benda til að niðurstaða úr sameiningarvið- ræðum fáist fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í maí. Sameining taki ekki gildi fyrr en íbúar beggja sveitarfélaga hafa samþykkt hana í almennum kosningum. Óraun- hæft sé að ljúka sameiningu fyrir kosningarnar í vor. - pg Fundað á Álftanesi um framboðsmál vegna sveitarstjórnarkosninga: Kosið í vor þótt sameining vofi yfir ÁLFTANES Forsetabústaðurinn á Bessastöðum tilheyrir Álftanesi, sem hefur skuld- bundið sig til þess að ræða sameiningu við önnur sveitarfélög. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEIMILD: CNN MONEY.COM HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.