Fréttablaðið - 03.02.2010, Qupperneq 10
10 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
BÚAST TIL SÝNINGAR Prufur þar sem
leitað var stúlkna til að sýna á haust-
og vetrartískusýningu í Nýju-Delí á
Indlandi í lok mars fóru fram í tísku-
hönnunarráði Indlands í gær.
NORDICPHOTOS/AFP
4. febrúar Selfoss Réttindi lífeyrisþega
11. febrúar Bæjarhraun Réttindi lífeyrisþega
18. febrúar Hornafjörður Fjármál heimilisins
25. febrúar Grafarholt Fjármál heimilisins
11. mars Sauðárkrókur Fjármál heimilisins
18. mars Snæfellsbær Fjármál heimilisins
Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Landsbankans, landsbankinn.is,
og í síma 410 4000. Allir velkomnir.
Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða
fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtu-
dagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið nám-
skeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri
yfirsýn yfir fjármál heimilisins.
Réttindi lífeyrisþega
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu breytingar sem gerðar voru á réttindum
og greiðslum lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Sólveig
Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri, og Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri á Réttindasviði
TR, kynna breytingarnar og svara fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans.
Fjármál heimilisins
Námskeiðinu er ætlað að auðvelda fólki að halda utan um fjármálin. Sérfræðingar
bankans fjalla um skipulag og stýringu fjármála heimilisins, útgjöld, endurskipu-
lagningu, kosti heimilisbókhalds, sparnaðarleiðir og lánamöguleika.
Fimmtudagskvöld
eru fjármálakvöld
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
40
46
6
Námskeiðin verða haldin í eftirtöldum útibúum:
UMHVERFISMÁL Getur hugsast að
umhverfisráðherra sé á móti
virkjunum í neðri hluta Þjórsár
og sé því „vanhæfur þegar kemur
að endurteknum úrskurðum um
formsatriði í þessu máli?“ Svo er
spurt í grein á vef Samorku, Sam-
taka orku- og veitufyrirtækja, eftir
Gústaf Adolf Skúlason aðstoðar-
framkvæmdastjóra.
Gústaf segir Samorku ekki hafa
nein áform um að láta reyna á
hæfi ráðherra, enda sé Samorka
ekki aðili að málinu. Samtökin
hafi einfaldlega viljað velta þess-
um fleti upp. Þá segir hann engu
líkara en Svandís Svavarsdóttir
umhverfisráð-
herra skilji ekki
eðli endurnýjan-
legra orkulinda,
en hún velti því
upp, í Frétta-
blaðinu í gær,
hvort núver-
andi kynslóð
gæti ráðstafað
„öllum mögu-
legum virkjana-
kostum um ókomna framtíð eins
og það sé ekki fleiri kynslóða að
vænta á Íslandi“.
Í grein sinni segir Gústaf:
„Þarna talar ráðherrann um nýt-
ingu vatnsafls með rennslisvirkj-
unum eins og um námagröft sé
að ræða. Ráðherrann virðist ekki
skilja eðli endurnýjanlegra orku-
linda, þrátt fyrir að aukin nýting
þeirra sé efst á baugi í umhverfis-
umræðunni um veröld alla, í stað
brennslu jarðefnaeldsneytis.“
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra segist ekki hafa sérstaka
skoðun á úrskurðinum og túlkun
umhverfisráðuneytisins á skipu-
lagslögum virðist vera í lagi. Hún
vill þó endurskoða skipulagslög-
in, ekki sé hægt að fámenn sveit-
arfélög beri mikinn kostnað vegna
framkvæmda sem jafnvel eru
taldar þjóðhagslega hagkvæmar.
Hvað virkjanir í neðri hluta
Þjórsár varðar segir Katrín lykil-
atriði að þær hugmyndir séu inni í
ferli rammaáætlunar um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma.
„Það hefur alltaf legið ljóst fyrir
að þessi ríkisstjórn mun ekki taka
ákvörðun um neðri hluta Þjórsár
utan við það ferli.“
Rammaáætlun er væntanleg í lok
þessa mánaðar og Katrín segir að
þá sé það Alþingis að taka afstöðu
til mögulegra virkjanakosta.
kolbeinn@frettabladid.is
Efasemdir um
hæfi ráðherra
Samorka spyr hvort umhverfisráðherra sé vanhæfur
til að úrskurða um virkjanir í Þjórsá. Hefði alltaf
beðið rammaáætlunar, segir iðnaðarráðherra.
ÞJÓRSÁ Hér hyggst Landsvirkjun reisa virkjun. Umhverfisráðherra hefur hafnað
skipulagi þar um. Samorka telur ráðherra jafnvel vanhæfan þar sem hann sé á móti
virkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KATRÍN
JÚLÍUSDÓTTIR
Þarna
talar
ráðherrann um
nýtingu vatnsafls
með rennslis-
virkjunum eins
og um námagröft
sé að ræða.
GÚSTAF ADOLF SKÚLASON
HJÁ SAMORKU
BORGARMÁL „Það er helber lygi
að þarna sé um að ræða eitthvert
einkahlutafélag mitt,“ segir Ólafur
F. Magnússon, borgarfulltrúi F-list-
ans í Reykjavík, um tilkynningu
sem Frjálslyndi flokkurinn sendi
frá sér í gær. Ólafur telur tilkynn-
inguna runna undan rifjum lítill-
ar klíku í flokknum, sem trúlega
samanstandi af færra fólki en séu
á bak við Borgarmálafélag F-Lista
í borginni.
Í tilkynningunni áréttar Frjáls-
lyndi flokkurinn að Ólafur sé ekki
í flokknum og að heilsíðuauglýs-
ing sem hann birti í Fréttablaðinu
í gær sé ekki á vegum F-listans í
borginni. „Auglýsingin er sögð í
nafni Borgarmálafélags F-lista.
Af því tilefni ítrekar Frjálslyndi
flokkurinn að það félag hefur ekk-
ert með Frjálslynda flokkinn að
gera eða Borgarmálafélag Frjáls-
lynda flokksins í Reykjavík. Félag
það sem Ólafur kallar „Borgar-
málafélag F-lista“ er einkahluta-
félag sem Ólafur stofnaði á valda-
tíma sínum sem borgarstjóri til
þess eins að færa til fjárstyrk af
hálfu borgarinnar sem áður hefur
jafnan runnið til Frjálslynda
flokksins,“ segir í tilkynningunni.
Ólafur segist furða sig á að fjöl-
miðlar hafi í gær kosið að éta upp
„gamla lygi“ um Borgarmálafélag-
ið. Hann bendir á að kjördæma-
ráð Frjálslynda flokksins hafi lýst
eindregnum stuðningi við hann og
gefur ekki mikið fyrir tilkynning-
una sem send var út í gær. - óká
Ólafur F. Magnússon, óháður borgarfulltrúi F-listans:
Hafnar fullyrðingum
Frjálslynda flokksinsLÖGREGLUMÁL Fimm líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunn-
ar eftir helgina. Ein átti sér stað
aðfaranótt laugardags og fjórar
aðfaranótt sunnudags.
Í miðborginni fékk karlmaður
um fertugt skurð á hnakk-
ann eftir að hafa verið sleginn
hnefahöggi. Þá var karlmaður
á fimmtugsaldri bitinn í hand-
legginn en málsatvik þykja
óljós.
Einnig kom til ósættis í
heimahúsi á höfuðborgarsvæð-
inu. Það leiddi til þess að karl-
maður lagði til manns með
sverði. Sá sem fyrir árásinni
varð var fluttur á slysadeild til
aðhlynningar. Árásarmaðurinn
var handtekinn. Tilefni átak-
anna lá ekki ljóst fyrir í gær en
fyrir liggur að mennirnir höfðu
setið að sumbli. - jss
Fimm líkamsárásir tilkynntar:
Bitið í handlegg
og sverði beitt
MENNTUN „Foreldrar eiga að hafa
eitthvað að segja um hvar skorið
er niður í skólum barna þeirra,“
segir Guðrún Valdimarsdóttir
framkvæmdastjóri Samfok, Sam-
taka foreldra grunnskólabarna í
Reykjavík. Samfok sendi frá sér
fréttatilkynningu í gær þar sem
ítrekað er mikilvægi þess að haft
sé samráð við skólaráð þegar
ákvarðanir eru teknar um niður-
skurð í skólum.
Menntasviði Reykjavíkur er gert
að skera niður um fjögur prósent
í ár. Guðrún segir foreldra ugg-
andi um hvar verður borið niður,
reyndar megi ekki skera niður í
almennri kennslu, sérkennslu eða
nýbúakennslu. En leiðir sem gætu
orðið fyrir valinu séu til dæmis
tækjakaup, gæsla í frímínútum
eða skólaferðir.
Samfok harma að skera þurfi
niður í menntakerfinu og bendir
Guðrún á að þetta sé annað árið
í röð sem skorið er niður þar og
svigrúmið því ekki mikið. „En
fyrst að skera þarf niður þá er
mjög mikilvægt að foreldrar séu
með í ráðum, þeir fái að láta sínar
skoðanir í ljós og skólastjórnend-
ur upplýsi um rök fyrir sínum
tillögum,“ segir Guðrún.
Samkvæmt lögum um grunn-
skóla ber að hafa samráð við skóla-
ráð um allar ákvarðanir er snerta
skólastarf, þar með talið rekstr-
aráætlanir. Í skólaráði sitja tveir
fulltrúar foreldra, auk skólastjórn-
enda, fulltrúa nemenda og fulltrúa
nærsamfélagsins. -sbt
Foreldrar séu með í ráðum þegar niðurskurður í skólum er ákveðinn:
Foreldrar uggandi yfir niðurskurði
BÚLGARÍA, AP Villihundar drápu
þrettán dýr í dýragarði Sofíu, höf-
uðborgar Búlgaríu, í síðustu viku.
Ivan Ivanov, framkvæmdastjóri
dýragarðsins, segir hundana hafa
komist í gegnum girðingu og ráð-
ist á átta villisauði, fjóra krón-
hjartartarfa og eina hind. Hann
segir atvikið það alvarlegasta sem
upp hafi komið í dýragarðinum á
síðari árum. Frosthörkur og hung-
ur hafi rekið hundana í árásina.
Tvö hjartardýr og einn villi-
sauður sluppu áður en öryggis-
verðir skárust í leikinn. Hundarn-
ir komust undan.
Dýragarðurinn er sá stærsti í
Búlgaríu með 1.310 dýrum. - óká
Áhrif kulda í Búlgaríu:
Hundar drápu
dýr í dýragarði
GUÐRÚN VALDI-
MARSDÓTTIR
Framkvæmda-
stjóri Samfok
segir foreldra
uggandi vegna
niðurskurðar í
skólum.