Fréttablaðið - 03.02.2010, Síða 17

Fréttablaðið - 03.02.2010, Síða 17
Endurreisn Frakkar vilja hjálpa 84 Sögurnar... tölurnar... fólkið... 6-7 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 3. febrúar 2009 – 2. tölublað – 6. árgangur Bókanir erlendra ferðamanna á flugferðum til Íslands hjá Ice- landair eru um fimmtán pró- sentum fleiri nú en á sama tíma í fyrra. Þetta er aukning umfram þá tíu prósenta aukningu sem er á sætaframboði hjá félaginu. Þetta segir Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri. „Við reiknum með að toppa síðasta sumar, sem þó sló öll met,“ segir Birkir. Almenn bjartsýni með kom- andi ferðasumar ríkir meðal fyrirtækja sem starfa í ferða- þjónustu hér á landi, segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Áhyggjuefni sé hins vegar að nú dragi úr komum ferðamanna utan háannatíma. Erna bendir á að lágt gengi krónunnar nái ekki að vega upp almennan samdrátt á fjölda ferðamanna í heiminum í kjölfar heimskreppunnar. Fjölgun ferðamanna frá fyrra ári ÞJÓÐVERJAR ELTA SKATTSVIKARA Angela Markel, kansl- ari Þýskalands, segir að þýska ríkisstjórnin sé reiðubúin að kaupa nafnalista skattsvikara sem eru með leyni- reikninga í Sviss. Fyrst verði hins vegar að sannreyna að listinn, sem fyrrverandi starfsmaður HSBC- bankans í Genf hefur boðið til sölu á 3,5 milljónir dollara, sé sannur. Talið er að hátt í tvö þúsund Þjóð- verjar hafi reynt að komast hjá skattgreiðslum með því að stofna reikninga í svissneskum bönkum og að þýsk stjórnvöld gætu með þessum hætti endurheimt hátt í 100 milljónir dollara. BJARTSÝNI HJÁ BOEING Randy Tinseth, yfirmaður mark- aðsmála hjá Boeing, telur að rekst- ur flugfélaga muni batna til muna á næstu misserum og að árið 2011 verði þau farin að skila hagnaði. Eftirspurn eftir nýjum flugvél- um muni aukast árið 2012. Tin- seth sagði að í lok þessa árs verði fyrsta Dreamliner 787-flugvélin afhent japanska flugfélaginu All Nippon Airways. AUGLÝSING Á 375 MILLJÓNIR Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS er búin að selja öll auglýsingapláss fyrir úrslitaleikinn í bandaríska fótboltanum (Super Bowl) sem fer fram á sunnudaginn. Alls verða á bilinu 50 til 60 auglýsingar sýnd- ar og er verðið á bilinu 2,5 til 3 milljónir doll- ara (313 til 375 millj- ónir króna). Verðið er svipað og í fyrra þegar NBC-sjónvarpsstöðin átti sýningarréttinn á úr- slitaleiknum. Algengt er að stórfyrirtæki noti úr- slitaleikinn til að frum- sýna auglýsingar. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Unnið er að því að opna fjárfestum leið inn í landið með íslenskar krónur sem þeir hafa keypt á aflands- mörkuðum eftir að gjaldeyrishöft voru sett í nóvem- ber 2008. Ræddar hafa verið ýmsar hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir til að gera þetta mögulegt innan stjórnsýslunnar, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Horft er til þess að aflandsféð verði nýtt til að fjármagna íslensk fyrirtæki á meðan dyrnar eru lokaðar landinu á erlendum lánamörkuðum. Ekk- ert mun fast í hendi og vildi því enginn tjá sig um það opinberlega. Nokkur fjöldi erlendra fjárfesta mun hafa áhuga á að fjárfesta hér með íslenskum aflandskrónum. Reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti hindra slíka gjörninga, nema í þeim tilvikum að hægt er að sanna að krónurnar hafi verið keyptar fyrir setningu gjaldeyrislaganna í nóvember 2008. Gefi Seðlabank- inn ekki græna ljósið á viðskiptin er eina færa leið- in fyrir fjárfestana til að koma krónunum í verð að skipta þeim í erlenda mynt ytra, svo sem evrur. Það þykir óhagstæður kostur enda ljóst að krónurnar seljast ekki nema með verulegum afslætti. Nokkrar leiðir hafa verið ræddar um það hvaða leiðir verði opnaðar til að hleypa aflandskrónunum inn. Ein þeirra felur í sér að heimila útlendingum að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum gegn skuld- bindingu um að festa fé sitt til eins eða tveggja ára. Önnur er sú að stofna sjóð fyrir aflandsféð, sem muni dreifa áhættunni og fjárfesta í mörgum fyrirtækjum. Sjóðnum yrði stýrt með hefðbundnum hætti. Viðmælendur Fréttablaðsins segja aflandskrón- urnar geta haft góð áhrif á íslensk fyrirtæki, sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkað, jafnvel sem vítamínsprauta fyrir nýsköpunarfyrirtækin. Vilja hleypa „vond- um“ krónum inn Leitað er leiða innan stjórnsýslunnar til að koma aflands- krónum inn í landið. Féð á að nýta til að fjármagna íslensk fyrirtæki á meðan erlendir lánamarkaðir eru þeim lokaðir. Samþykkt var á hluthafafundi 365 miðla síðdegis í gær, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið, að skipta hlutafé fyrirtækisins í A- hluta og B-hluta. Þá verður hluta- fé fyrirtækisins aukið um einn milljarð króna. Fjögur hundr- uð milljónir falla til A-hluta, sem nýtur atkvæðaréttar, en sex hundruð milljónir í B-hluta, sem er án atkvæðaréttar en nýtur for- gangs 25 prósenta nafnvirðis arð- greiðslna. Ari Edwald, forstjóri fyrirtæk- isins, segir að greint verði frá hluthafahópi fyrirtækisins þegar niðurstöður hlutafjáraukningar- innar liggja formlega fyrir. - jab Hlutafé 365 skipt upp Er prentverkið Svansmerkt? Stærstu fyrirtækin Hverjir eiga hvað? Harold James Afturhvarf til fortíðar í efnahagsmálum FIMM ÞÚSUND KRÓNUR Erlendir fjárfestar hafa leitað eftir því að kaupa hlut í íslenskum fyrirtækjum og eignum með íslenskum krónum sem voru keyptar á aflandsmörkuðum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á. Fram til þessa hefur slíkt verið bannað. MARKAÐURINN/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.