Fréttablaðið - 03.02.2010, Page 24
3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR2
GOTT DEKUR þarf ekki að vera dýrt. Það eitt að skella sér í heita pottinn
í sundlaugunum getur endurnært sál og líkama. Með því að skella olíu í bað-
karið og kveikja á kerti er einnig hægt að búa til góðan dekurdag í heimahúsi.
„Ég hef alltaf boðið herrana vel-
komna og hef verið í þessu í
tuttugu ár. En þetta hefur mikið
breyst síðan ég var nemi,“ segir
Brynhildur Jakobsdóttir, eigandi
snyrtistofunnar Helenu fögru. „Þá
var þetta meira feimnismál fyrir
karlmennina og helst að mömm-
urnar pöntuðu tíma fyrir ferm-
ingardrenginn eða eiginkonurn-
ar hringdu fyrir mennina sína. Nú
hringja þeir bara sjálfir.“
Hún segir herrana sækja í allar
meðferðir, fótsnyrtingu, vax,
brúnku sprautun, augnháralit-
un og andlitsmeðferðir. Stærsti
aldurshópurinn er á bilinu 20 til
40 ára og stór hópur yngri stráka
kemur einnig í húðhreinsun og
brúnkusprautun fyrir ferming-
una. Í raun sé ekki mikill munur á
meðferðum fyrir kynin, sömu efni
séu notuð nema þegar um andlits-
meðferð er að ræða, þá eru notað-
ar vörur sérhannaðar fyrir herra,
með herrailmi.
„Við húðgreinum alltaf við-
skiptavininn og ef það er eitthvert
vandamál, eins og bólur og annað,
þá notum við bara efnin sem við
erum með hér. Snyrtiiðnaðurinn
er hins vegar farinn að hanna sér-
staklega fyrir karlmanninn og í
andlitsmeðferð
notum við vörur
með herrailmi.
Við ráðleggj-
um körlunum
að koma nýrak-
aðir til okkar í
andlitsmeðferð,
nema þeir sem
vilja vera með
skegg, þá höfum
við ráð við því
með efnum sem
komast að húð-
inni gegnum
skeggið. And-
litsmeðferðin fer
svo fram með
yfirborðshreinsun, djúphreinsun,
gufu og kreistun ef þarf, herða- og
andlitsnuddi og svo andlitsmaski í
lokin. Meðferðin tekur á bilinu 60
til 90 mínútur.“
Brynhildur segir alla þurfa að
hugsa vel um húðina og verja hana
fyrir sól og þurrki, karla jafnt sem
konur. Karlmenn sem vinna mikið
úti þurfi sérstaklega að huga að
húðinni, eins og bændur, smiðir og
þeir sem stundi útivist eins og golf.
Margir karlar noti þó eingöngu
rakspíra á húðina eftir rakstur og
verða mjög þurrir í framan.
„Það er nauðsynlegt að nota góð
krem og nú eru komin krem í öllum
merkjum til að nota eftir rakst-
ur. Karlmenn geta fengið inngró-
in skegghár sem þarf þá að stinga
á og ættu þá að koma á stofuna. Ég
vil ráðleggja körlunum að hreinsa
húðina kvölds og morgna, nota góð
krem og fá ráðleggingar hjá snyrti-
fræðingum um val á snyrtivörum.“
Brynhildur segir þó að ekki
þurfi að vera vandamál til staðar
til að karlarnir láti sjá sig á snyrti-
stofunni. Það séu þægindi að koma
í dekur sem karlarnir megi leyfa
sér, enda séu þeir að sækja í sig
veðrið. „Þeir horfa heldur ekkert
á hvað hlutirnir kosta, meðan kon-
urnar neita sér frekar um eitthvað
ef þeim finnst það of dýrt.“
heida@frettabladid.is
Karlar horfa síður í verð
Andlitsbað, fótsnyrting og annað dekur á snyrtistofum er jafnt fyrir karla sem konur. Þótt konur hafi
verið duglegri gegnum tíðina að heimsækja snyrtistofurnar eru karlarnir að sækja í sig veðrið.
Brynhildur Jakobs-
dóttir, eigandi
snyrti stofunnar
Helenu fögru, segir
karlmenn duglega
að sækja snyrti-
stofurnar.
Við notkun rakspíra eftir rakstur getur húðin orðið mjög þurr. Nauðsynlegt er að nota góð krem til að hlífa húðinni. NORDICPHOTOS/GETTY
ÍANDA er nýtt fyrirtæki sem býð-
ur upp á vellíðunarferðir fyrir
konur á sérvöldum stöðum á
landinu. Fyrstu ferðinni er heitið
á Sólheima í mánuðinum.
„Við bjóðum konum að komast
frá borginni úr hinu iðandi lífi
og upp í sveit þar sem þær geta
upplifað kyrrð í kringum sig
og innra með sér,“ segir Helga
Sóley Viðarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Íanda. Hún stendur að
fyrirtækinu ásamt Þóreyju Viðars-
dóttur, leiðbeinanda í jógadansi,
og Sólveigu Katrínu Jónsdóttur
listmeðferðarfræðingi.
Ætlunin er því að konurnar fari
í ferðalag í tvenns konar skiln-
ingi. Bæði út á land og inn á við.
„Við erum með einstaka blöndu af
jógadansi, sköpun og hugleiðslu.
Þannig losum við um höft og
tengjumst innsæi okkar og finn-
um neistann,“ segir Helga Sóley.
Fyrsta vellíðunarferðin ber ein-
mitt yfirskriftina Finndu neist-
ann þinn sem farin verður 19. til
21. febrúar. Er ferðinni heitið í Sól-
heima í Grímsnesi en önnur slík
ferð verður farin í mars.
Gist verður í tvær nætur í gisti-
heimilinu Veghúsum en dögun-
um verður skipt upp í skipulagðan
tíma og frjálsan tíma. „Við munum
verja einhverjum tíma í jógadansi
og sköpun,“ segir Helga Sóley en
auk þess verður haldið sérstakt
hreinsunarkvöld. „Þá leggjum við
upp úr góðri fæðu en boðið verður
upp á sérhannað grænmetisfæði
fyrir hópinn,“ segir hún.
Fimmtán konur geta komist í
hverja ferð. Nánari upplýsingar
um Íanda og ferðina er að finna á
vefsíðunni www.ianda.is. - sg
Konum boðið í
innra ferðalag
Á Sólheimum er gott að slaka á fjarri borgarniðnum og ferðast inn á við.
EFTIR STREMBINN VINNUDAG JAFNAST EKKERT Á VIÐ AÐ LÁTA ÞREYTUNA LÍÐA
ÚR TÁNUM Í HEITU FÓTABAÐI FYRIR FRAMAN SJÓNVARPIÐ.
Lítið mál er að blanda gott bað með því sem finnst í
eldhússkápunum.
Byrjið á að stilla litlum bala upp fyrir framan sjón-
varpið, hellið tveimur desilítrum af grófu sjávarsalti í
balann, þá teskeið af ólífuolíu í saltið og fyllið balann
að síðustu til hálfs með snarpheitu vatni. Skerið
hálfa sítrónu í sneiðar og bætið út í og þá er þetta litla
heimagerða spa tilbúið. Komdu þér svo fyrir með sjón-
varpsfjarstýringuna í hendi og slappaðu af.
Heima-spa fyrir tærnar