Fréttablaðið - 03.02.2010, Side 29

Fréttablaðið - 03.02.2010, Side 29
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2010 VIÐVÖRUN Þið verðið að hakka verðið til að geta lakkað það aftur. Vera með afslátt og tilboð og útrýmingarsölu og lúðrasveit fyrir utan og svoleiðis. Það bara svínvirkar. www.sindri.is / sími 575 0000 Viðarhöfða 6 – Reykjavík Bæjarhrauni 12 – Hafnarfirði Allt á suðupunkti! Byggingadeild Verslanir Véladeild Þjónustudeild Powertec Rafsuðuvél 160 Amp 51WF200172 Invertec V160S 160 Amp rafsuðuvél Öflug vél sem sýður allt að 4 mm pinnavír. Kemur með köplum. Sjálfvirkt „HOT“ start. Tilboðin gilda út febrúar 2010 eða á meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur. Öll verð eru með VSK. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 03 25 51K14004-1 Powertec 250 amp mig/mag 3ja fasa. 15 kg rúlla. Án byssu. 51K14013-1 Powertec 280 amp mig/mag PRO Tvöfalt drif synergic. Digital mælar. 3ja fasa. 15 kg rúlla. Án byssu. 51K14005-1 Powertec 300 amp mig/mag 3ja fasa. 15 kg rúlla. Án byssu. Við þurfum pláss fyrir nýjar Lincoln rafsuðuvélar, sem koma von bráðar, og því seljum við eldri lager á sjóðandi tilboðsverði. Rýmum fyrir nýjum vörum 270.000 Áður kr. 372.000 310.000 Áður kr. 433.000 150.000 Áður kr. 210.000 220.000 Áður kr. 300.000 „Mig er farið að klæja í puttana að loka nýjum díl, við höfum ekk- ert gert á þessu ári,“ sagði einn viðmælenda Ástu Dísar Óladótt- ur sem rannsakaði fjárfesting- ar Íslendinga erlendis í dokt- orsritgerð sinni sem hún varði við Viðskiptaháskólann í Kaup- mannahöfn. Ásta Dís komst meðal annars að því í rannsókn sinni að er líða tók á fyrsta ára- tug 21. aldarinnar töpuðu menn sérhæfni í fjárfestingum og fóru að fjárfesta í alls konar fyrir- tækjum. Græðgi hafi jafnvel virst ráða för í sumum tilfellum frekar en úthugsuð fjárfesting- arstefna, eins og ofangreind til- vitnun sýnir. Ásta Dís lagði upp með að skoða alþjóðavæðingu fyrirtækja frá smáum hagkerfum með áherslu á Ísland. En hún bar einn- ig saman fjárfestingar Íslend- inga, Íra og Ísraela. Í ljós kom að íslensku fyrirtækin fjárfestu í sömu greinum og fyrirtæk- in frá Írlandi og Ísrael, í fjár- mála- og tryggingageiranum og í fasteignum. Eins fjárfestu fyr- irtækin frá löndunum þremur mest í Evrópu og Norður-Amer- íku. Munurinn á fjárfestingum þessara þriggja landa fólst hins vegar aðallega í því að Íslend- ingar notuðu í mun meira mæli skuldsett eigið fé í fjárfesting- um, það er að segja að móðurfé- lögin skuldsettu sig á móti eigin fjár þætti yfirtökunnar. Fá íslensk fyrirtæki stóðu í raun á bak við umsvifamiklar fjárfestingar Íslendinga sem röðuðu sér á topp World Invest- ment Report-listans nokkur ár í röð. Ásta Dís segir margar stofn- anir hafa sofið á verðinum, eft- irlit með fjárfestingum hafi brugðist bæði hérlendis og er- lendis. Hún hefur í framhald- inu hug á að rannsaka þátt selj- endanna, en hún bendir á að Danir og Bretar, sem duglegir hafi verið að gagnrýna Íslend- inga, hafi einnig verið þeir er seldu Íslendingum mörg félag- anna. Einnig hafi þeir í mörg- um tilfellum lánað fyrir kaup- unum, ásamt því að fjármagna íslensku bankana til að standa að baki fjárfestingunum. sbt Misstu stjórn á sér Ásta Dís Óladóttir rannsakaði fjárfestingar Íslendinga frá árinu 1955. ÁSTA DÍS ÓLADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.