Fréttablaðið - 03.02.2010, Side 38
BAKÞANKAR
Jóns
Sigurðar
Eyjólfssonar
22 3. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
Mikilvægasta
augnablikið á
ferli Picasso
Fyrirsætur
óskast
Hæ, Hugo, ég heiti Nanna
Jóhanna og ég er í forsvari
fyrir KókaKólatappasam-
tökin í Varanger.
Já, hæ!
Ég hef heyrt svo ótrúlega
mikið um tappa-safnið
þitt, langar þig
til að sýna
mér það? Safnið?
Já, mig langar
ekkert meira en að
baða mig uppúr
töppunum þínum
Ó
boy,
ó boy
Komdu, Nanna
Jóhanna, komdu
og stingdu þér í
tappana mína
Ótrúlega flottir
sokkar, Pierce.
Ég er ekki í
sokkum!
Flott húðflúr,
Pierce!
Takk, þau eru
af skoskum
ættum!
Jæja, ætli það sé ekki
best að taka niður
jólaskrautið! Nei, ekki
strax!
Hvað á ég þá að gera, bara
bíða eftir því að þú segir að
það megi taka það niður?
Það væri
fínt!
Og á ég
bara að
þegja?
Það væri
líka fínt!
Jólaljós, tengdaforeldr-
ar, hátíðar-
skreytingar…
Maður fær enga forgjöf lengur á Spáni fyrir það að vera Íslendingur. Það er
einn af kostunum við nýja Ísland.
„Svo þú ert Íslendingur,“ sagði Juan
á bæjarskrifstofu Zújar þegar ég var
að gera grein fyrir búsetu minni þar í
bæ með þar til gerðum pappírum. Síðan
spurði hann hvort Eyjólfsson væri móður-
nafn mitt. „Nei það er föðurnafnið,“ svar-
aði ég. „Nú er Sigurður þá móðurnafnið?“
Ég útskýrði fyrir honum að við Íslend-
ingar tækjum venjulega ekki eftirnafn
frá móður líkt og Spánverjar. „Eruð þið
svona miklar karlrembur?“
MÉR þótti þessi aðfinnsla hjá honum
til marks um breytt viðhorf Spán-
verja í garð Íslendinga. Áður var ég
borinn á höndum þegar ég greindi
frá þjóðerni mínu hér syðra. Hófst þá
venjulega spænskur lofsöngur um Sigur
Rós, Björk og einstaka sinnum um
Eið Smára. Það var líka eins og
Spanjólarnir væru upp með sér
að Íslendingur sýndi af sér þá
auðmýkt að yfirgefa allsnægt-
irnar í þessu forríka fyrir-
myndarlandi og drífa sig
á Íberíuskagann til að
borða af sama brauði og
spænskur lýður.
ÞÁ voru mér allar dyr
opnar en svo sat ég skyndilega í eins
konar yfirheyrslum, grunaður um karl-
rembu. Ég varðist þó ásókn Juans fimlega
og minntist á Vigdísi Finnboga, Kvenna-
listann og að allir handhafar forsetavalds
væru konur.
ÉG var við það að sannfæra hann um hvað
við værum mikil kvenfrelsisþjóð þegar
hann spurði hvort íslenskan væri fallegt
tungumál. Svaraði ég játandi og því til
staðfestingar þuldi ég Þorraþrælinn. Hinn
sjálfmiðaði Spánverji vildi hins vegar
annað sýnishorn. „Hvernig segir maður
„español“ á íslensku?“ spurði hann. „Spán-
verji“ segi ég á minni ylhýru. „En españ-
ola?“ spyr hann þá.
ÞÁ voru góð ráð dýr. Ég var við það að
hringja í Steinunni Valdísi en hún fann
ekki einu sinni kvenkynsorð fyrir ráð-
herra svo varla fyndi hún neitt fyrir Spán-
verja. Baráttunni við Juan lauk síðan yfir
bjórglasi á barnum. Var oft hart tekist
á en síðan skildum við í mesta bróðerni,
staðráðnir í því að taka upp þráðinn aftur
við fyrsta hentugleika.
ÞAÐ var ekki svona auðvelt að finna
drykkjufélaga á Spáni í þá daga þegar
Ísland var forríka fyrirmyndarríkið
og hin þunglyndislega Sigur Rós blés
spænskum viðhlæjendum anda í brjóst.
Grunaður um karlrembu
Pantaðu
í síma
565 600
0
eða á w
ww.som
i.is
Frí heim
sending
*
TORTILLA
VEISLUBAKKI
EÐALBAKKI
LÚXUSBAKKI
DESERTBAKKI
GAMLI GÓÐI
TORTILLA OSTABAKKI
30 bitar
30 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
50 bitar
Fyrir 10 manns
Aðeins
1.900 kr.
ÁVAXTABAKKI
Fyrir 10 manns
ÁVAXTABAKKI
Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm.
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
FERSKT & ÞÆGILEGT
Fbl.★★★★★ Elísabet Brekkan
IÐN
Ó TILBRIGÐI VIÐ STEF
Stef: Hin sterkari eftir Strindberg
Næstu sýningar: 4/2, 6/2, 11/2, 14/2, 21/2, 25/2, 27/2 – kl. 20
Sími: 562 9700 kl. 11–16 og tveim tímum fyrir sýningu – www.midi.is
eftir Þór Rögnvaldsson
Mbl. ★★★ Ingibjörg Þórisdóttir
Klassískt verk fullt af leikgleði. Leikstjóranum Ingu Bjarnason tekst vel
upp enda enginn nýgræðingur í faginu.
Auglýsingasími
– Mest lesið