Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 4
4 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR Sjúkratryggingar Íslands sjá um endurgreiðslur vegna tannréttinga- meðferðar, en ekki Tryggingastofnun ríkisins eins og fram kom í frétt í blaðinu í gær. Sjúkratryggingar Íslands tóku við því hlutverki af TR í október 2008. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 2° 1° 1° 6° 2° 2° 1° 1° 21° 8° 16° 2° 26° -5° 10° 14° -2° Á MORGUN Strekkingur með S- strönd, annars hægari. SUNNUDAGUR Strekkingur/hvasst SV- lands, annars hægari. 2 1 1 4 31-1 1 -1 0 1 3 3 1 0 0 0 0 -1 -1 -7 7 7 12 4 8 5 6 6 4 3 5 16 HELGIN Það verður nokkuð bjart víða á landinu á morgun en á sunnudag má búast við vaxandi vindi sunnanlands með einhverri úrkomu. Þá lítur út fyrir að hiti mjakist yfi r frostmark víða á láglendi á sunnudaginn en áfram verður frost til fjalla. Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður VIÐSKIPTI „Við veltum því oft fyrir okkur hvort skráning á mark- að sé góð leið til að losa bankann við fyrirtæki. Hagar eru dæmi um fyrirtæki sem er heppilegt til skráningar. Fyrirtækið er með langa rekstrarsögu,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, um þá ákvörðun að hefja undirbúning fyrir skráningu Haga í Kauphöll. Gangi allt eftir getur almenningur keypt hlutabréf í Högum seinni hluta árs. Finnur útilokar ekki að fleiri fyrirtæki muni fara sömu leið. „Við skoðuðum marga möguleika. Ég tel þetta farsæla lausn,“ segir hann og bætir við að við skráningu félags- ins fari það í gagnsætt og opið söluferli þar sem dreift eignarhald verður tryggt ásamt því að fyrir- tækið þarf að lúta kröfum markað- arins um upplýsingaskyldu. Arion banki tók óformlega yfir stjórn 1998 ehf., eignarhaldsfélag Haga, seinni hluta síðasta árs vegna skulda eigenda við bank- ann. Þær námu, samkvæmt lána- bók Kaupþings sem lak út á Netið í fyrra, 263,5 milljónum evra. Það jafngildir 46,6 milljörðum króna í dag. Skuldin er tilkomin vegna kaupa Gaums, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, á Högum frá Baugi Group fyrir tveimur árum. Eftir því sem næst verður kom- ist var skuldin færð niður á var- úðarreikningi í bókum bankans við tilfærslu eigna á milli gamla Kaupþings og Arion banka. Finnur segir ómögulegt að áætla hvort söluandvirði Haga nái upp í skuldir fyrri eigenda. „Það er óvissa en við vonumst til að fá sem mest,“ segir hann. Bankinn fer nú með 95,7 pró- senta hlut í Högum og verður hann skráður á hlutabréfamark- að. Hagar eiga hluta af þeim hluta- bréfum sem eftir standa auk þess sem Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteins- son, framkvæmdastjóri Bónuss, eiga um tveggja prósenta hlut. Þeim, ásamt öðrum núverandi stjórnendum Haga, býðst að bæta við hlut sinn upp að fimmtán pró- sentum. Þá fær Jóhannes að kaupa tíu prósent á sama gengi og aðrir fjárfestar í útboði með bréfin. Finnur Árnason staðfesti við blaðið að hann, ásamt hópi starfs- manna, myndi nýta rétt sinn. jonab@frettabladid.is Hagar verða skráðir á hlutabréfamarkað Stjórn Arion banka hefur ákveðið að skrá Haga í Kauphöll í stað þess að selja fyrri eigendum sextíu prósenta hlut. Farsæl lausn, telja bæði bankastjórinn, forstjóri Kauphallarinnar og fyrri eigendur. Fleiri fyrirtæki líkleg á markað. KEYPT Í MATINN Ef allt gengur eftir verður fyrirtækjasamstæðan Hagar að almenningshlutafélagi í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Arion banki hefur skipað nýja stjórn Haga. Framkvæmdastjóri Haga er eftir sem áður Finnur Árnason. Í stjórninni sitja fimm einstaklingar. Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, er stjórnarformaður. Hinir fjórir eru reynslu- boltar úr fyrirtækjarekstri og koma ekki úr bankanum. Þau eru: Guðbrandur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu; Erna Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri B&L og stjórnarmaður í Sjóvá; Svana Helen Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja. FJÓRIR KALLAÐIR Í STJÓRNINA DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest þunga fangelsisdóma yfir Jónasi Inga Ragnarssyni og Tindi Jónssyni fyrir að hafa ætlað að framleiða amfetamín í verksmiðju í Hafnarfirði. Jónas fékk tíu ára dóm og Tindur átta ára dóm. Tvímenningarnir neituðu alla tíð sök og sögðust aðeins hafa ætlað að framleiða milliefni í verksmiðj- unni og selja það á svörtum mark- aði. Þeir hafi ekkert velt því fyrir sér hvort milliefnið yrði notað til amfetamínframleiðslu eða ekki. Símtöl sem lögregla hleraði bentu til annars og því voru menn- irnir sakfelldir fyrir fíkniefna- framleiðslu. - sh Inn fyrir fíkniefnaframleiðslu: Átta og tíu ára dómar standa VIÐSKIPTI Eigendur Saxbygg lán- uðu ekki sjálfum sér peninga úr sjóðum félags til að kaupa eignir úr Saxbygg. Þetta segir í yfirlýs- ingu frá Birni Inga Sveinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Saxbygg. Skiptastjóri þrotabús Saxbygg hefur stefnt fyrri eigendum vegna gjörninganna og var málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Björn segir í yfirlýsingu sinni að um fasteignaverkefni hafi verið að ræða, sem Saxbygg átti hlut í ásamt erlendum sam- starfsaðilum og hafi það þurft að verja hagsmuni sína. Hafi eignirnar verið seldar eftir verðmat. - jab Eigendum Saxbygg stefnt: Segir sölu eigna varnaraðgerð LÖGREGLUMÁL Rúmlega þrítug kona brenndist illa í fyrirtæki í Mosfellsbæ um miðjan dag í fyrradag. Hún var við vinnu sína þegar óhappið átti sér stað með þeim hætti að heitt vatn skvett- ist á hana og brann hún á ann- arri hliðinni frá öxl og niður á kálfa. Nokkur önnur slys voru til- kynnt til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu í fyrradag. - jss Slys í Mosfellsbæ: Kona brenndist illa við vinnu GENGIÐ 04.02.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 231,483 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,25 127,85 201,67 202,65 176,15 177,13 23,658 23,796 21,536 21,662 17,356 17,458 1,4032 1,4114 196,59 197,77 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is Könnun Capacent Skipting lesenda á dag, mánudaga til laug- ardaga, 18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Lesa bara Fréttablaðið 66,3% Lesa bara Morgunblaðið 6,8% Lesa bæði blöðin 26,9% HEIMILD: SÍMAK. KÖNNUN CAPACENT FJÖLMIÐLAR Lestur Fréttablaðsins á landinu öllu jókst um fimm prósent á tímabilinu frá nóvember í fyrra og út janúar á þessu ári. Á sama tíma minnkaði lestur Morgun- blaðsins um þrettán prósent. Á degi hverjum lesa 62,7 pró- sent landsmanna Fréttablaðið, sem er aukning um 2,9 prósentu- stig frá síðustu könnun, sem gerð var á tímabilinu ágúst til október í fyrra. Til samanburðar lesa 32,3 prósent landsmanna Morgunblaðið á degi hverjum, sem er fimm pró- sentustigum minna en á síðasta könnunartímabili. Lestur Fréttablaðsins eykst í öllum aldurshópum, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggð- inni, nema í aldurshópnum 55 til 80 ára á landsbyggðinni. Lestur Morgunblaðsins minnkar á móti í öllum hópum. Mesta yfirburði hefur Frétta- blaðið sé litið til lesenda í aldurs- hópnum 18 til 49 ára á höfuðborg- arsvæðinu. Í þeim hópi lesa 73,8 prósent Fréttablaðið daglega, en einungis 23,7 prósent Morgunblað- ið. Lestur Fréttablaðsins umfram Morgunblaðið í þeim hópi er því 212 prósent. Í aldurshópnum 12 til 34 ára á landsbyggðinni eykst lest- ur Fréttablaðsins um 19 prósent, á meðan lestur Morgunblaðsins dalar um 27 prósent. - sh Lestur Fréttablaðsins eykst um fimm prósent en lestur Morgunblaðsins minnkar: Forskot Fréttablaðsins aldrei meira Jóhannes Jónsson, stjórnarfor- maður Haga, vildi ekki tjá sig um þróun mála þegar eftir því var leitað í gær. Í tilkynningu frá Högum kom fram að reksturinn hefði gengið vel á erfiðum tímum og félagið staðið við allar sínar skuldbinding- ar. Staðan væri sterk og allri óvissu um framtíð félagsins verið eytt. „Það er einlæg von mín, að nú skapist vinnufriður í kringum Haga, svo starfsmenn geti einbeitt sér að því sem þeir gera best, að reka fyrirtækið og þjóna viðskiptavinum sínum. Nú sitja allir við sama borð,“ er haft eftir Jóhannesi í tilkynningunni. ALLIR SITJA VIÐ SAMA BORÐ „Það er fagnaðarefni að þessi ákvörðun hafi verið tekin. Þetta getur orðið mjög mikil- vægt skref að endurvekja hlutabréfa- markað hér,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar. Þórður segir áætlað að fimmtán fyrirtæki verði skráð á markað á þessu ári. Hann útilokar ekki að nokkur þeirra komi úr bönkunum. „Ég geri ráð fyrir því að önnur fyrirtæki muni fylgja í kjölfarið. Þetta opnar leiðina. Það er mikil- vægt að setja fyrirtæki í dreift eignarhald,“ segir hann. BÝST VIÐ FLEIRI FYRIRTÆKJUM JÓHANNES JÓNSSON ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.