Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 38
22 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi fyrirliði ís- lenska landsliðsins og leikmaður Tottenham, er í kastljósi bresku press- unnar um þessar mundir eftir að breska blaðið The Sun hélt því fram að hann hefði átt í ástarsambandi við undirfatafyrirsætuna Vanessu Perroncel. Samkvæmt The Sun heldur því fram að ástarsamband Eiðs Smára og Vanessu hafi átt sér stað árið 2003 og staðið yfir í sjö mánuði. Ítarlegt viðtal við leigjanda Vanessu, Lindu Wardley, var að finna á vefsíðu The Sun í gær en málið vakti gríðarlega athygli og var meðal annars fjallað um það á vef Times of India. Bæði Eiður Smári og Vanessa hafa neit- að því staðfastlega að fréttir The Sun séu sannar og Vanessa hélt því fram í gær að þetta mál hefði eyði- lagt orðspor sitt. „Þessar fréttir eru langt frá því að vera sannar og ég er búin að vera grátandi frá því að þær birtust fyrst,“ sagði Vanessa í sam- tali við breska blaðið Daily Mail. Eggert Skúlason, upplýsingafulltrúi Eiðs Smára hér á landi, sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Gula pressan í Bretlandi er þekkt fyrir allt annað en linkind við þekkt fólk og innan The Sun er meðal ann- ars starfrækt sérstök lögfræðideild til að taka á þeim málum sem ber- ast vegna frétta blaðsins. Sveinn H. Guðmarsson, útvarpsmaður á Rás 2, var lengi búsettur í London en hann segir það ekki einskorðað við hin svokölluðu götublöð að fjalla um einkalíf opinberra persóna og fræga fólksins. „Það er hefð fyrir því í bresku fjölmiðlalífi að ganga tiltölulega nærri einkalífi þess og það er ekkert eingöngu bundið við hina svokölluðu „gulu pressu“. Þessi virtu tímarit á borð við Times og Guardian hafa líka fjallað um fram- hjáhöld yfirstéttarinnar og annað slíkt á sínum síðum,“ segir Sveinn. Hann segir hin svokölluðu götu- blöð vera ákaflega mikið lesin í Bret- landi, The Sun sé til að mynda enn mest selda blað landsins. „Þau hafa kannski ekki mikinn trúverðugleika og blöð á borð við The Sun eru alveg ófeimin við að birta eitthvað, lenda í málsókn og tapa henni því þegar öllu er á botninn hvolft kaupir fólk þetta,“ segir Sveinn og bætir því við að Bretar séu ekki jafn hörundsár- ir fyrir hönd annarra og Íslending- ar þegar einhver þjóðþekktur ein- staklingur lendir á síðum blaðanna fyrir eitthvað misjafnt í einkalífinu. „Bretarnir verða ekki reiðir fyrir hönd einhvers þegar gengið er á einkalíf opinberrar manneskju. Þeir eru einfaldlega vanir því.“ Andrés Jónsson almannatengill bendir á Vanessa Perroncel sé skjól- stæðingur Max Clifford en hann sér- hæfir sig í að koma fólki á framfæri. „Clifford hefur viðurkennt að hafa matað fjölmiðla á fréttum af skjól- stæðingum sínum og að sumar séu sannar og aðrar lognar. Allt er þetta gert í þágu þess að koma viðkom- andi komist í kastljós fjölmiðla og svo spila fjölmiðlarnir auðvitað með því þetta selur blöðin.“ Andrés segir að umfjöllun The Sun um Eið Smára sýni hversu mikil stjarna Eiður sé á Bretlandi. „Meðferðin á honum er sú sama og önnur stór nöfn hafa fengið.“ freyrgigja@frettabladid.is September 2001: Breskir fjölmiðlar greina frá því að Eiður Smári og félagar hans úr Chelsea hafi verið með drykkjulæti á Heathrow- hótelinu skömmu eftir árásirnar á Tvíburaturnana. Með Eiði á barnum voru þeir Jody Morris, Frank Lampard og John Terry. Hótelið var þá fullt af Bandaríkjamönnum sem fylgdust með frétta- flutningi frá New York, harmi slegnir. Janúar 2003: Eiður Smári viðurkennir í breskum fjölmiðlum að hann hafi eytt rúmlega fjögur hundruð þúsund pundum í rúllettu-spil á fimm mánuðum. Eiður sagði í samtali við fjölmiðla að honum hefði einfaldlega leiðst. Febrúar 2003: Breska blaðið Sunday Mirror heldur því fram að Eiður hafi átt í ástarsambandi við íslensku fyrir- sætuna Ósk Norðfjörð og að hún beri barn hans undir belti. Eiður neitaði því staðfastlega. Febrúar 2005: Breskir fjölmiðlar greina frá því að Eiður Smári hafi verið handtekinn af lög- reglunni í London á BMW- bifreið sinni, grunaður um ölvunarakstur. Hann var aldrei dæmdur sekur fyrir ölvunarakstur. Janúar 2010: News of the World greinir frá sam- bandi Johns Terry við undirfatafyrirsæt- una Vanessu Perroncel. Í kjölfarið birtir breska blaðið The Sun svo frétt um að Perroncel hafi átt í ástarsam- bandi við fimm leikmenn Chelsea, þeirra á meðal sé Eiður Smári. Eiður Smári í klóm breskra fjölmiðla ERFIÐIR TÍMAR Umfjöllun The Sun um Eið Smára sýnir hversu frægur hann er á Bretlandseyjum að mati Andrésar Jónssonar almannatengils. EIÐUR SMÁRI Á SÍÐUM BRESKU GÖTUBLAÐANNA Leikarinn William Shatner er afar sorgmæddur yfir dauða leikarans Justins Mentells sem lést í bílslysi á mánudag, aðeins 27 ára að aldri. Shatner lék á móti Ment- ell í hinum vin- sælu sjónvarps- þáttum Boston Legal. „Það var mjög sorglegt að heyra um Justin Mentell. Hann hefði getað náð mjög langt. Ég vil senda samúðarkveðjur til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shatner á Twitter-síðu sína. Mentell lék lögfræðinginn Garret Wells í Bos- ton Legal frá 2005 til 2006. Hann lék einnig í nokkrum kvikmynd- um, þar á meðal G-Force. Lög- reglan í Iowa segir Mentell ekki hafa verið í bílbelti þegar bifreið hans skall á tré. Mentell deyr í bílslysi JUSTIN MENTELL Leikkonan Scarlett Johansson hefur hannað nýja tegund af hand- töskum til styrktar fórnarlömb- um jarðskjálft- ans á Haítí. Töskurnar eru unnar í sam- starfi við fyrir- tækið Mango og koma í versl- anir í mars. Allur ágóðinn af töskusölunni rennur til sam- takanna Oxfam. „Ég er mjög ánægð með að starfa með Mango við að hanna neyslu- vöru sem vekur fólk til umhugs- unar og um leið styrkja sjóð Oxfams vegna jarðskjálftanna á Haítí og með því að kaupa þessa tösku veitirðu fólki lífsnauðsyn- lega aðstoð,“ sagði Johansson. Handtöskur fyrir Haítí SCARLETT JOHANSSON > ÆTLAR EKKI AÐ VERÐA PABBI Leonardo DiCaprio ætlar ekki að stofna fjölskyldu og eignast barn á næstunni. „Ég er ekki það gamall. Lífræði- lega klukkan mín er ekki farin að tikka enn þá. Ég vil að örlög- in ráði því hvort og þá hvenær ég verði faðir,“ sagði hinn 35 ára leikari sem er í sambandi með ísraelsku fyrirsætunni Bar Refaeli. New York-sveitin The Strokes er byrjuð að taka upp sína fjórðu breiðskífu. Strákarnir hafa fengið í lið með sér upptökustjórann Joe Chiccarelli og upptökur fara að sjálfsögðu fram í stóra eplinu. Chiccarelli er enginn viðvaning- ur í bransanum, hann hefur meðal annars starfað með Björk Guð- mundsdóttur, U2 og Beck. The Strokes sendu síðast frá sér plötuna First Impressions of Planet Earth árið 2006. The Strokes í hljóðver á ný TÖFFARAR The Strokes eru að taka upp nýja plötu í þessum skrifuðu orðum. „Við erum að reyna að gera sjósundið sem öruggast og leiðbeina þeim sem koma nýir inn í þetta,“ segir Benedikt Hjartarson, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að Karl Sigurðsson, einnig þekktur sem Karl West, formaður sjósundsselskapar Kaffibarsins, hafi verið fluttur kaldur á spítala eftir sjósund á dögunum. Nokkrir höfðu sam- band við Benedikt og höfðu áhyggjur af því að hann hefði verið sá kaldi, en hann hefur verið í forsvari fyrir því að fólk fari varlega í sjósundi. „Við í félaginu höfum verið að beita okkur fyrir því að fólk fari var- lega og fari aldrei einsamalt út í sjó. Starfsólk niður frá hefur líka fylgst með ásamt því að við fylgjumst með hvert öðru.“ Ekki er langt síðan sjósundsáhugi kviknaði á Íslandi, en Benedikt segir að engin stórslys hafi orðið á fólki síðan. „En það hefur gerst að fólk komi vannært eða ósofið og þá ger- ist það stundum að það fær blóðsyk- urs- eða blóðþrýstingsfall og líður illa í smá tíma – kólnar eða fær yfirliðstilfinningu,“ segir hann og beinir til fólks að fara hvorki svangt né ósofið í sjóinn. - afb Benedikt ofkældist ekki REYNDUR Benedikt er ekki formaðurinn sem ofkældist á dögunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.