Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Anna Aðalheiður Smáradóttir, nemi í margmiðlun, hefur lumað á þess- ari súpuuppskrift í nokkur ár og segir hana vera í miklu uppáhaldi. Hún segir að súpan sé best þegar hún er látin standa aðeins eftir að búið er að sjóða hana eða þá daginn eftir. „Ég og vinkonur mínar lifðum á þessari súpu þegar við vorum að ferðast um Tyrkland árið 2001. Okkur fannst hún góð og svo var hún einnig ódýr þannig að við borð- uðum þetta oft tvisvar til þrisvar á dag alla ferðina. Þegar ég kom svo heim til Íslands gat ég ekki hætt að hugsa um súpuna góðu og fór að spyrjast fyrir um hana en enginn virtist kannast við þessa súpuupp- skrift. Einn daginn fann ég þó súpu- uppskrift í einhverri matreiðslubók sem ég ákvað að prófa og í ljós kom að þetta var súpan góða. Ég man að þegar ég var að elda hana í fyrsta sinn og fann lyktina af henni fannst mér eins og ég væri komin aftur til Tyrklands og síðan þá hefur þetta verið súpan mín,“ útskýrir Anna. Hún segist vera dugleg að breyta innihaldi súpunnar og hefur meðal annars skipt baununum út fyrir brokkólí. Lyktin minnti á ferðalag Anna Aðalheiður Smáradóttir lifði á tyrkneskri baunasúpu á meðan hún ferðaðist um landið. Súpan er enn í miklu uppáhaldi og segir Anna Aðalheiður að hún bragðist hvað best þegar hún er löguð með ást. Anna Aðalheiður Smáradóttir varð heilluð af baunasúpunni þegar hún ferðaðist um Tyrkland fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðspurð segist Anna ekki borða súpuna eins oft og hún gerði í Tyrklandi þótt hún eldi hana nokk- uð reglulega. Samkvæmt uppruna- legu uppskriftinni á að skera allt hráefnið niður, sjóða það og að lokum mauka í matvinnsluvél. Anna segist þó kjósa að gera það ekki þar sem henni finnst gott að hafa hráefnið í bitum. „Ég nota ekki matvinnsluvél sjálf því ég vil að hún sé svolítið undir tönn. Mér finnst gaman að skera þetta allt niður og nostra við matinn og setja smá ást í hann því þá er hann bestur.“ Anna segir súpuna bæði bragð- góða og ódýra og því hafi margir vinir hennar fengið uppskriftina til að prófa sjálfir. „Allir sem smakka hana eru mjög hrifnir af henni enda er hún rosalega holl og ódýr, sem er ekki verra á þessum síðustu og verstu. Ég hef oft eldað stóran skammt af súpunni og skipt henni í minni einingar sem ég svo frysti og geymi til betri tíma. Mér finnst best að bera súpuna fram annað hvort með brauði eða salati, eða bara eina og sér. Tyrkirnir kreista sítrónu út á hana og borða með einhvers konar flatbrauði.“ sara@frettabladid.is Tyrknesk baunasúpa 2 dl rauðar linsubaunir 1 meðalstór kartafla 2 gulrætur 1 laukur 2 grænmetisteningar 1 dós tómatpuré Mynta, þurrkuð eða fersk salt og pipar Allt grænmetið er saxað niður mjög smátt. Setjið 1 lítra af vatni í pott og bætið við grænmetinu. Gott er að sjóða græn- metið þar til að það maukast og bæta svo baununum við þar sem þær þurfa styttri tíma. Bíðið þar til suðan kemur upp, lækkið hitann og látið krauma í 20 til 40 mínútur. Tómatmauk- inu er því næst bætt við og svo myntunni. Salt og pipar eftir smekk. Anna bendir á að einnig sé hægt að sleppa myntunni og setja 1½ dós af kókos- mjólk út í ásamt kórí- ander og þá sé komin önnur góð súpa. BAUNASÚPA Frá Tyrklandi FYRIR 2-4 LEIKLIST FYRIR LÍFIÐ er yfirskrift leiklistarnámskeiðs fyrir fullorðna sem kennt er af Ólöfu Sverrisdóttur leikkonu. Næsta námskeið hefst 10. febrúar og fer skráning fram í gegnum iceolof@hotmail.com Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Snitzel samloka Kaffi tería Perlunnar á 4. hæð Snitzel samloka með súrsuðum rauðlauk, fersku káli og piparrótarsósu Allt í steik 4ra rétta veisla frá 4.990 kr. Aðeins 790 kr. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.