Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 18
 5. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR2 Kiwanisklúbburinn Katla hefur haft umsjón með klukkunni frá árinu 1980 og á vefsíðu hans er að finna fróðleik um sögu klukkunnar sem Sigurbergur Baldursson hefur tekið saman. Þar kemur fram að árið 1929 hafi Magnús Kjaran, kaupmað- ur í Reykjavík, fengið leyfi til að setja klukku á torgið og auglýsa á henni þvottaefnið Persil. Erlendis hafði framleiðandi þvottaefnisins sett upp klukkur víða og auglýst þvottaefnið og þaðan fékk Magnús hugmyndina. Úrsmiðirnir Sigurður Tómas- son og Sigurður Ísólfsson gengu frá klukkunni á gamlárskvöld árið 1929 og fór hún að ganga eftir miðnættið. Klukkan var lengi vel kennimerki þar sem fólk mælti sér mót enda á góðum stað. Magn- ús Kjaran sá um rekstur og við- hald á klukkunni allt til ársins 1980 en þá tók Kiwanisklúbbur- inn Katla við. Hliðar klukkunnar héldu áfram að hýsa auglýsingar frá ýmsum aðilum og renna aug- lýsingatekjurnar af klukkunni óskiptar í styrktarsjóð Kiwanis- klúbbsins sem aftur styrkir margs konar málefni. Félagið flutti meðal annars inn fyrsta sérútbúna bíl- inn sem fatlaðir gátu ferðast með. Einnig gefur félagið Barnaspítala Hringsins dúkkuna Kötlu á hverju ári. Hin svokallaða Persil klukka hefur um árin orðið fyrir skakka- föllum. Nokkrum sinnum hefur verið ekið utan í hana og á og eins fór illa fyrir henni þegar horn- húsið á Lækjargötu 2 brann árið 2007. Þar inni var móðurúrverkið geymt. Það fannst í rústunum og er nú geymt á Árbæjarsafni. Nýtt úrverk fékkst í klukkuna svo tím- inn stóð ekki lengi kyrr á torginu. Þó að nútímatækni eins og GSM- símar hafi orðið til þess að fólk þurfi ekki að mæla sér mót við klukkuna lengur er hún enn notuð undir auglýsingar og segir okkur hvað klukkan er. heida@frettabladid.is Hefur talið tímann í 80 ár Klukkuturninn á Lækjartorgi hefur staðið þar í 80 ár en vísarnir hófu að telja tímann þegar árið 1930 gekk í garð. Vinsælt var að mæla sér mót við klukkuna á árum áður þegar engir voru GSM-símarnir. Persil-klukkan hefur staðið í 80 ár á Lækjartorgi og þótti gott að mæla sér mót við klukkuna. Myndin er tekin árið 1940. MYND/GARÐAR ÓLAFSSON ÚRSMIÐUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Klukkan er fyrir löngu orðin ómissandi hluti af ásýnd Lækjartorgs. Skokkarnir loksins komnir! Ótrúlegt úrval Stærðir 36-48 Vandaðar seríur af konumyndum Innrammaðar í 40 x 40 cm eða 18 x 18 cm Númeraðar og undirritaðar. ‚Snót‘ Art & design / Sjøfn Har / Skólavörðustígur 41 101 Reykjavík, Sími: 551 0606 / 894 0367 sjofnhar.is • sjofnhar@sjofnhar.com Virka daga kl. 14 – 18 Laugardaga kl. 12 – 18 Opið mán.-fös. 11 - 18. | lau 12 - 16. | Laugavegur 95 | Sími 552 9922 www.augnakonfekt.is Góðar ferðatöskur á góðu verði Verð frá 8.500 kr. FERÐATÖSKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.