Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.02.2010, Blaðsíða 22
2 föstudagur 5. febrúar núna ✽ nýtt og spennandi augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 helgin MÍN RAUTT OG TÆLANDI Þessi fallegi, stutti rauði kjóll er eftir hönnuðinn Ricardo Tisci og var á hátískusýn- ingu Givenchy í síðustu viku. VIKTORÍA HERMANNSDÓTTIR NEMI Ég vakna með gleði í hjarta á föstudegi og skelli mér í vinnuna í Gyllta kettinum þar sem allt er fullt af nýjum fallegum vörum. Á laugardeginum er afmælispartí hjá bestu ömmu í heimi. Birta Björns- dóttir Saumar þrjá síðkjóla fyrir Eurovision. Þ etta verða rokkaðir og róm-antískir síðkjólar,“ segir fata- hönnuðurinn Birta Björnsdóttir, sem situr nú dag og nótt við saumaskap. Hún er að sauma síðkjólana sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eva María Jónsdóttir munu klæð- ast í Eurovision-keppninni annað kvöld. „Þetta er dálítið snúið verk- efni því þær mega ekki vera eins, en heldur ekki gjörólíkar. Svo við erum að vinna í því á fullu núna, svo að þær smellpassi saman,“ segir Birta. Hún fékk ekki langan tíma til að liggja yfir hönnuninni, þar sem boðið barst henni ekki fyrr en um síðustu helgi. „Það var brjálað að gera hérna fyrir og svo bætast þrír síðkjólar við á einu bretti, því ég er líka að hanna kjólinn sem Hera Björk verður í. Ég fékk þrjú sím- töl, frá þeim öllum, sama daginn. Svo þá var ekki annað að gera en að koma sér strax í hönnunargír- inn, kaupa efni og hefjast handa. En þetta er bara gaman, við erum vanar því að vinna undir pressu hérna.“ Birta hefur margoft saumað kjóla á Ragnhildi Steinunni áður, enda eru þær góðar vinkonur. Hefur það komið fyrir að Birta fái símtal meðan á útsendingu stendur, þar sem fólk vill kaupa á staðnum flíkina sem Ragnhildur klæðist. „Það er aldrei neitt mál að hanna á hana Ragnhildi. Við erum alltaf svo samþenkjandi. Ef ég fæ hugmynd er hún yfirleitt alltaf sammála henni.“ Verkefnið er ef til vill örlítið snúnara núna, þar sem þær Ragn- hildur Steinunn og Eva María eru báðar ófrískar og því örlítið öðru- vísi í laginu en vant er. „Þetta eru nú pínulitlar bumbur enn þá. En ég er vön því að hanna á óléttar konur og mér finnst það ekk- ert mál. Ég saumaði til dæmis mjög mikið á sjálfa mig í þessi tvö skipti sem ég hef verið með bumbu. Það er bara gaman.“ - hhs Birta Björnsdóttir hannar Eurovision-kjólana fyrir Ragnhildi Steinunni og Evu Maríu: ROKKAÐIR OG RÓMANTÍSKIR Þetta eru nú pínulitlar bumbur enn þá. En ég er vön því að hanna á óléttar konur og mér finnst það ekkert mál. Ég saumaði til dæmis mjög mikið á sjálfa mig í þessi tvö skipti sem ég hef verið með bumbu. ILVA Korputorgi s: 522 4500 www.ILVA.is laugardagur 10-18 sunnudagur 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 Smurt heilhveitihorn og kaffi 590,- kaffi ÚTSÖLUNNI LÝKUR SUNNUDAGINN 7. FEBRÚAR 60-70% AF ÖLLUM ULLARMOTTUM OG VIÐ MEINUM ÖLLUM ULLARMOTTUM! sendum um allt land FR É TTA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N „Það hefur lengi verið ástríða okkar allra að vinna að sjálfsrækt- armálefnum,“ segir Helga Sóley Viðarsdóttir, sem ásamt þeim Þóreyju Viðarsdóttur, leiðbeinanda í jógadansi, og Sólveigu Katrínu Jónsdóttur listmeðferðarfræðingi hefur stofnað fyrirtækið ÍANDA, sem sérhæfir sig í vellíðunarferð- um fyrir konur. „Nútímakonan hefur mikla þörf fyrir að komast frá amstri dagsins. Okkur finnst að það þurfi að efla konur og ekki síst að leyfa þeim að blómstra eins og þær eru,“ segir Helga Sóley. Mismunandi þema verður í hverri ferð og farið á ólíka staði. Í öllum tilfellum munu konurnar fara í sína „ferð um spíralinn“ til að komast að kjarna sínum. „Þetta gerum við með því að sameina jógadans, hugleiðslu og sköpun. Jógadansinn er dansaður í gegnum orkustöðvar líkamans og hjálpar til við að losa um höft og að sam- eina líkama, huga og sál. Það gerir sköpunin líka. Með því að blanda þessu þrennu saman getur maður fengið mikla útrás en farið inn á við um leið.“ Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.ianda.is. - hhs ÍANDA býður konum upp á ævintýralega upplifun: Vellíðunarferðir fyrir konur Helga Sóley, Sólveig Katrín og Þórey Þær ætla að hjálpa konum að finna neist- ann sinn á Sólheimum helgina 19.-21. febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHEILM Nýir vorlitir frá Clinique Snyrtivörumerkið Clinique var að senda frá sér nýja og fallega vorlínu. Þar er meðal annars að finna nýjungina Lip Smoothie sem er eins konar varagljái sem gefur vörunum næringu og heilbrigt yfirbragð. Glossið fæst í sex nýjum litum og þeim fylgir pensill þannig að það er auðvelt í notkun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.