Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN
7
ið gefandi. Auk þess fer varla hjá því,
að dóttirin læri að meta þetta að verð-
leikum, þegar fram í sækir.
Ef þú átt litla dóttur, ættirðu að segja
lienni eftirfarandi atriði:
1. Að hollt viðurværi sé mjög mik-
ilsvert og því æltu þessar fæðutegundir
að vera á livers manns borði: Mjólk,
skyr, ostur, hrátt grænmeti, fiskur,
hrogn, lifur, magurt kjöt, lijörtu, nýru
og ávextir. Allt þetta stuðlar mjög að
hollustu og heilsuvernd og eykur fólki
fegurð og þrótt.
2. Að sælgætisát í óhófi sé varhuga-
vert, valdi tannskemmdum og sé fitandi.
Gefðu telpunni þinni rúsínur, sveskjur,
hnetur, möndlur og gulrætur í staðinn
fvrir sætar kökur.
3. Að baða sig og snyrta daglega og
hirða hárið á réttan hátt. Vendu liana
einnig á að hursta tennurnar kvölds og
morgna og eftir máltíðir.
4. Að þvo sér ætíð um liendurnar, þeg-
ar liún kemur inn, áður en hún borðar
og eftir að hún hefur sinnt nauðþurft-
um sínum. Kenndu henni auk þess að
hirða hendurnar vel með því að nota
handáhurð og nudda þær með sítrónu-
sneið til að styrkja neglur og naglabönd.
ö. Að nota hollan skófatnað og hirða
fæturna vel.
6. Að vera ætíð í hreinum nærfötum
og fara á hverjum morgni í hreina
sokka.
7. Að taka til i herberginu sínu á
hverju kvöldi, áður en hún háttar, leggja
fötin sin snyrtilega frá sér og láta leik-
föngin sin á réttan stað.
3. Að sofa á liarðri dýnu og hafa lágt
undir liöfðinu.
9. Að kenna henni fögur kvæði og
bænir og venja hana á að biðja Guð um
bandleiðslu og farsæld bæði kvölds og
morgna.
Fyrir öll þessi hollráð ælti dóttir þín
að verða þér þakklát, þegar hún kemst
til vits og ára, enda eru þau með þvi
bezta, sem þú getur látið henni í té. Þau
munu reynast henni ómetanlegt vegar-
nesti á lífsleiðinni og veita henni öi-yggi
og sjálfstraust, sem er henni ómetanlegt.
^ Undirhaka
FYRSTA ráðið til að fá ekki undir-
höku eða losna við hana er að sofa með
lágt undir höfðinu, helzt koddalaus og
með 25 cm hærra undir fótum en boln-
um. Ástæðan fyrir því, að fitan sezt neð-
an á hökuna er sú, að blóðrásin er þar
hægari en annars staðar. Auk þess eru
hökuvöðvarnir fremur linir, og það vill
slakna á þeim, ef ekkert er gert til að
styrkja þá. Á þessu má ráða bót með
æfingum, en þær eru nokkuð tímafrek-
ar sumar hverjar.
Einna bezt er að sveigja höfuðið vel
aftur og reyna að teygja neðri vörina
og tunguna á vixl upp i nef. Þetta er
næsta skopleg æfing, en hún gefur brátt
góða raun. En það, sem nú er talið, kem-
ur að litlu haldi, ef fólk venur sig á að
ganga álúlt, grúfa sig yfir bækur eða
sofa með liátt undir höfðinu. Loks má
nefna, að megrandi krem og vökvar, sem
eyða fitu á höku og hálsi, fást í snyrti-
vöruverzlunum. Þið getið leitað ykkur
upplýsinga um allt þess háttar i verzl-
uninni Dömniízkan á Laugavegi 35.
+ Nagar neglur
KARL skrifar: Ég hef þann leiða
ávana að naga neglurnar. Hvernig á ég
að venja mig af því?
SVAR: Fáðu þér heldur Ópal eða
tyggigúmmí. En að naga neglur, á sér
því miður oft alvarlegar orsakir. Það
stafar oft af áhyggjum og vanmáttar-
kennd. Hefurðu áhyggjur af starfi þínu,