Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.12.1968, Blaðsíða 16
8 SAMTÍÐIN Nýjasta Parísargreiðslan Karl? Ef svo er, skaltu umfrain alll reyna aö lirinda þeim frá þér og herða ])ig upp. Aukin útivist og líkamsæfingar eru hollar í þessu tilliti. Ef ekkert af ])essu dugar, ráðlegg ég þér að lala við lækni. Andlitsskekkja B. skrifar og kvartar um slappleika í vinstri kinninni, er valdi því, að and- litið sé skakkt. Hún kveðst vera 43ja ára og hefur miklar áhyggjur af þessu lýti, en bannar mér að birta bréf sitt. SVAR: Ég býst ekki við, að nudd geti bætt úr þessu, en bygg, að auðvelt muni að laga það með skurðaðgerð. Þeir geta lagfært margs konar ándlitslýti lækn- arnar nú á dögum. Of lítill barmur E. skrifar: Ég er 1,67 m á liæð og veg 55 kíló. Brjóstmál mitt er 80 cm, en mér finnst það of lítið og vildi gjarnan, að ])að væri 85 cm. Hvað á ég að gera, til þess að svo verði? SVAR: Þú mátt vel þyngjast um 2—3 kg, og gæti þá farið svo, að brjóstmál þitt kæmist í það horf, sem þú óskar eftir. Sjáðu til, hvernig fer. + Ávaxta-jólakaka SKOLIÐ og þerrið 350 g af rúsínum og 250 g af kúrenum og seljið þær síð- an í hveitið. Smábrytjið 100 g af sykr- uðum kirsiberjum og 100 g af afhýdd- um möndlum. Sigtið 450 g af hveiti, setj- íið örlítið af salti út í það og 1 tsk. af geri. Bætið síðan út i rifnum sítrónu- berki, söxuðum kirsiberjum, rúsínum og kúrenunum. Hrærið 350 g af smjöri eða smjörlíki, l)ætið úl i það 6 heilum eggjum, einu í einu, og stráið svolitlu af hveiti með til að koma í veg fyrir, að deigið aðskiljist. Síðan er öllu hveitinu með ávöxtunum bætt út í og kaldri mjólk, ef vill. Hafa má til helminga mjólk og ávaxtasafa. Einnig er gott að bæta út í 1-—2 msk. af koníaki. 2 stór kökuform, sem taka rúml. i/> kg af deigi, eru smurð að innan og þakin smurðum smjörpappír. Þau eru fyrst fóðruð með heilum kirsiberjum, sein bafa verið tekin frá. Kakan bakist við formkökuhita í 1/2 klst. eða þar til prjónn hreinsar sig, þegar lionum er slungið í liana. FDRELDRAR! ÞIÐ FÁIÐ 12 MYNDIR af barninu í EINNI MYNDATÖKU. - EIN STÆKKUN INNIFALIN. FJDLDI SKAPAR FJÖLBREYTNI. Barna- & f jölskyldu Ljósmyndir AU3TURSTRÆTI 6 — SÍMI 12644

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.