Samtíðin - 01.12.1968, Síða 25
SAMTÍÐIN
17
Það er mikill munur á því að sniglast áfram og að þjóta í geimfari
FÁTT ER AFSTÆÐARA EN HRAÐINN
Það þótti þó nokkurt fyrirtæki að fara
til Reykjavíkur auslan úr uppsveitum
Árnessýslu snemma á þessari öld. Nú
fara menn á klukkutíma í bíl ámóta vega-
lengd og þá var farin á dag. Flugferð
frá Reykjavík til Lundúna í dag er farin
á skemmri tíma en menn fóru á hestum
milli bæja innan sveitar, áður en bílar
komu til sögunnar.
Það er gaman að athuga liraða ýmsra
dýra og bera hann saman. Ef snigill, sem
skríður að jafnaði 4 cm á klst. (= 0,0004
km á klst.), herðir allt í einu ferðina
um helming og kemst upp í 8 cm á klst.,
sem dæmi eru til, er við húið, að liann
verði bráðkvaddur. Þetta er nefnilega
geysihraði á mælikvarða sniglanna. —
Ef maður lileypur 100 m á 10 sek., sem
er nálægt heimsmetinu, samsvarar það
40 km á klst., og ekkert mannshjarta
myndi þola þvílíkt álag. Þó væiá þetta
liálfgerður snigilshraði samanborið við
lnaða geimfarans, sem fer ef til vill
30.000 km á klst. Hvað er þó ln aði geim-
faranna borinri saman við hraða ljóssins
frá hinum fjarlægu hnöttum, sem þeir
eru að reyna að komast til; hann er nefni-
lega 300,000 km á sek. eða 1 milljarður
og 80 milljónir km á klst.
En það er alger óþarfi að fara út í
himingeiminn; við höfum feikinóg verk-
efni við að hera saman hraða manna,
dýra og hluta hér á jörðu. Byrjum á ána-
maðkinum. Hann skríður 10 sinniun
hraðara en snigillinn, eða 0,008 km á
klst., sem er geysihraði á snigla vísu.
Ef við berum gönguhraða okkar mann-
anna saman við hraða ferfætlinganna i
dýrarikinu, förum við heldur en ekki
lialloka fyrir þeim og það svo, að við
getum farið að efast um, að við hefðum
nokkurn tíma átt að rísa upp á aftur-
fæturna í stað þess að halda áfram að
ganga á fjórum jafnfljótum! Flest fer-
fætt dýr eru nefnilega miklu frárri á
fæti en við. Fljótastur þeirra er hlébarð-
inn. Hann kemst upp í 114 km á lclst.
og gelur hlaupið 60—70 km á klst. tím-
unum saman. Kappakstursbíll hefur ekki
við honum á fyrsta sprettinum, er nærri
því lielmingi seiimi! Antilópan hleypur
80 km á klst. án þess að mæðast eða fá
hjartslátt. Hérinn gelur hlaupið með 73
km hraða á klst., en veiðihundarnir, sem
eita hann, komast ekki upp i nema 65
km hraða. Refurinn er jafnoki hérans á
sprettinum, en úlfur hleypur tæpa 50
km á klst. Hins vegar er hann þolnari.
Þá komum við að þyngri dýrum. Það
vekur furðu, að nílhestur skuli komast
upp í 57 km á klst. Gíraffi kemst hins
vegar ekki nema 52 km. 5 lesta þungur
fíll frá Kenya hefur náð 40 km. hraða á
klst., og ísbjörn hefur sézl lilaupa með
40 km hraða. Úlfaldar hafa náð 40 km
lnaða á klst., en á lestaferð um eyði-
merkur fara þeir ísl. lestagang — 5 km
á klst.
Fuglar fara miklu hraðar en jarð-
bundnar skepnur. Fálki getur steypt sér
á bráð með 320 km hraða á ldst. Ernir
geta flogið með 200 km hraða á ldst.,
bréfdúfur með 100 km hraða, en flestir
smáfuglar fljúga 40—50 km á klst. Hrað-